Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 34

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 34
Ritnefnd: Hanna Þórarinsdóttir, Hulda Kristjánsdóttir, Elín Stefánsdóttir RADDIR HJÚKRUNARNEMA ANDLEG AÐHL YNNING SJÚKRA Fyrsta koma einstaklings á sjúkrahús hlýtur að koma róti á tilfinninga- líf hans sjálfs og fjölskyldu hans. Sumir sjúklingar hafa þegar fengið sjúkdóm sinn greindan, er þeir leggjast inn, og vita því, að hverju þeir ganga. Aðrir koma til rannsóknar og eru eðlilega uggandi um niður- stöc-ur þtirrar rannsóknar. Þeir sjúklingar, sem leggjast inn á sjúkrahús til „radical“ aðgerðar, eru vafalaust þeir sjúklingar, sem mesta aðstoð og stuðning þurfa. I allflestum tilvikum vita þeir, hvað í vændum er, og ættu að hafa fengið nægilega skýrar upplýsingar og útskýringar frá heimilislækni sínum. En mjög erfitt er að setja þar um nokkur ákveðin mörk. Afar oft setja slíkir sjúklingar okkur í vanda með spurningum sínum og staðhæfingum, sem þeir ef til vill slá fram í von um svar. Fyrstu kynni sjúklings af sjúkrahúsinu og starfsliði þess eru áhrifa- rík til góðs eða ills. Því ber okkur að vanda til móttöku nýrra sjúklinga. Þó að allt sé á ferð og flugi og ótalmargt að gera, verðum við að ætla okkur tíma fyrir sjúklinginn, láta ekki sjá á okkur neinn asa eða óþolin- mæði, svo að sjúklingnum finnist ekki, að koma hans sé algjörlega ótíma- bær. Séu aðstandendur í fylgd með sjúklingi, eins og oftast er, spyrja þeir ætíð meira en sjúklingur sjálfur um ýmislegt, er viðkemur deild- mni. Skýr svör og traustvekjandi framkoma er mikilvægur hluti þeirrar hugmyndar, sem aðstandendur og vonandi sjúklingur líka gera sér um sjúkrahúsið. Því er ótækt, að manneskja, sem nýkomin er til starfa á deild og ókunnug siðum þar og venjum, sé látin sjá um slíkt á eigin spýtur. Ýmsir þeir, er til skurðaðgerðar koma, eru kallaðir inn einum til tveim- ur dögum fyrir aðgerð. Sá tími fer í eilífar rannsóknir, svo að sjúkling- urinn er jafnvel þreyttari eftir tveggja daga „legu“ á sjúkrahúsinu en hann var við komu. Eitt af því, sem skortir á almenna handlækninga- deild, er tími til að tala við sjúklingana. Þeir reyna að fá okkur til að stanza andartak og tala við sig, og það er mjög skemmtilegt að finna, að við erum þess megnugar að geta orðið að liði fulltíða manneskjum, sem um sárt eiga að binda. Sjúklingar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir láta ekkert uppi um hugsanir sínar og tilfinningar varðandi það, sem framundan er. Aðrir eru kvíðnir og spyrja margs. En þeir, sem fátt láta í ljós, þurfa eigi að síður á umhyggju og uppörvun að halda. Þeir hafa ef til vill gert sér margs konar óraunhæfar hugmyndir um sjúkdóm sinn og framtíðina, er gera þá svartsýna og órólega. Þar gætum við komið á móti og skýrt málið eftir beztu getu. Mjög gott hlýtur að vera að láta sjúkling á stofu, þar sem fyrir er annar sjúklingur, sem er á góðum batavegi eftir sams konar aðgerð. Sjón er sögu ríkari og slíkt gæti hresst örlítið hinn ný- 64 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.