Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Síða 41
Hún sagði, að hjúkrunarkona
sú, er starfaði með henni, hefði
sagt sér, að l'íku skipulagi hefði
verið haldið meðan hún var
fjarverandi og venjulega.
Hún kvað þær venjulega að-
eins hafa getað fengið frí aðra
hvora helgi. Hún sagði, að hún
hefði venjulega unnið frá 7.30—
3.30 síðdegis í dagvinnu, en það
hafi komið fyrir, þegar hjúkr-
unarkonan, sem vann á móti
henni, var í fríi, að hún hafi
orðið að vinna tvískipt vegna
lyfjagjafa kl 18.00 en hjúkrun-
arkonum beri skylda til að sinna
þeim. Þegar unnið er tvískipt
sé vinnutími frá 7.30—12.30 síð-
degis og aftur frá 15.30—19.00.
Þetta hafi verið einu sinni eða
tvisvar í viku. Það hafi getað
komið fyrir, þegar vel var
mannað, að þær hafi getað feng-
ið aðstoð frá öðrum deildum,
þannig að þetta hafi aðeins
þurft að vera einu sinni í viku.
Vinnutilhögun sú, sem lýst sé
hér að ofan, hafi líka gilt um
helgar og þaðan komi álagstím-
arnir, sem um er stefnt. Hún
sagði, að það væri hámark að
taka frí aðra hvora helgi og
sú, er leysti hana af, hafi sagt,
að hún hafi gert það í flestum
tilvikum. Hún kvað ekki mögu-
legt að skipuleggja þessa vinnu
öðruvísi.
Lagt hefur verið fram vott-
orð forstöðukonu Kleppsspítala,
Guðrúnar Guðnadóttur, og segir
þar:
„Það vottast hér með, að frú
Kristín Þorsteinsdóttir, hjúkr-
unarkona, fékk barnsburðarfrí
fi'á Kleppsspítalanum samkv.
i’éttindum ríkisstarfsmanna frá
9- des. 1968 til 9. marz 1969.“
Þann 2. marz s. 1., þá er taka
útti málið fyrir, var ekki sótt
Þing af hálfu varnaraðila og
engin forföll boðuð, hafði þing-
Haldið þó verið boðað í þing-
haldi þann 25. febrúar s. I. Af
hálfu sóknaraðila voru lögð
fi'am nokkur skjöl, en síðan
mnti dómarinn hann eftir því,
hvort hann teldi sig þurfa frest
til þess að leggja fram sókn í
málinu, sbr. 2. mgr. 118. gr. 1.
nr. 85/1936. Lögmaðurinn kvað
sig ekki þurfa á fresti að halda
í þessu skyni, en kvaðst vilja
gefa varnaraðil'a kost á að
mæta síðar og að málið yrði þá
flutt munnlega.
Dómarinn sá enga ástæðu til
þess að tefja málið af þessum
sökum, þar sem varnaraðili
hefði þegar átt þess kost að
koma að gögnum í málinu og
sinnti ekki löglegum boðunum
til þinghalda. Málið var síðan
dómtekið með vísun til 2. mgr.
118 gr. 1. nr. 85/1936 og verð-
ur það því dæmt eftir fram-
lögðum skjölum og skilríkjum
sækjanda og með tilliti til þess,
sem komið hefur fram af hálfu
varnaraðila.
Samkvæmt 17. gr. 1. nr. 38/
1954, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga nr.
55/1962, skal ákveða með reglu-
gerð, hvernig fari um launa-
greiðslur til kvenna í fjarvist-
um vegna barnsburðar, og gild-
ir um það efni reglugerð nr.
87/1954. I 11. gr. þeirrar reglu-
gerðar segir: „Vegna baras-
burðar skal kona eiga rétt á að
vera fjarverandi með fullum
launum í samtals 90 daga. Séu
lengri frátafir nauðsynlegar að
dómi lækna, skal meta þær eftir
ákvæðum um veikindadaga, sbr.
6. gr.“ Rétt þykir að leggja þann
skilning í þetta ákvæði, að það
taki auk almennra fastra launa
til vökuvinnuálags, þegar um þá
skipan starfa er að ræða.
Það þykir nægjanlega fram
komið af framburði sóknaraðila
og vottorði forstöðukonu
Kleppsspítala, að í því tilviki,
sem hér um ræðir, hafi á þess-
um tíma ekki önnur starfsskip-
an verið möguleg. Þykir því
ekki hér þurfa að huga nánar
að þeirri málsástæðu varnar-
aðila, sem að samningu varð-
skrár lýtur. Framlögð skjöl og
skilríki þykja í samræmi við
kröfur sóknaraðila. Kröfur
sóknaraðila eru teknar til
greina.
Málskostnaður ákveðst kr.
5.000,00.
Dómari máls þessa var Hrafn
Bragason.
D ó m s o r ð :
Stefnandi, fjármálaráðherra
f. h. ríkissjóðs, greiði stefnanda,
Kristínu Þorsteinsdóttur, kr.
5.171,50 með l°/o ársvöxtum frá
9. marz 1969 til greiðsludags og
kr. 5.000,00 í málskostnað —
allt innan 15 daga frá lögbirt-
ingu dóms þessa að telja, að
viðlagðri aðför að lögum.
Það skal að lokum tekið fram,
að dómnum var ekki áfrýjað, er
þetta því endanlegur dómur. □
Xokkur orA um lijúkruu
sjúklinga, simii oriHA liafa fyrir
heilaskmmidum.
Frh. af bls. /5
faldar athuganir og fljótgerð-
ar, en mjög mikilvægar.
6) Þá þarf að fylgjast með
hitastigi. Heilaskemmdir geta
valdið háum hita, sem erfitt er
að ráða við, sé ekki spornað við
í tíma.
7) Mæla þarf þvagútskilnað
og eðlisþyngd á 2ja tíma fresti
og skrá nákvæmlega, þar sem
vökvajafnvægið er oft skert.
8) Ef sjúklingurinn fær
krampakast, skal skrá, hvar
kramparnir hófust, hvernig
þeir breiddust út og hve lengi
krampakastið stóð.
9) Þó að þessir sjúklingar
verði órólegir, ber að forðast
eftir megni að gefa þeim róandi
lyf, og „ópíum-lyf“ eru forboð-
in, þar sem mjög erfitt er að
fylgjast með breytingum hjá
sjúklingum eftir slíkar lyfja-
gjafir.
Hér hefur verið reynt að setja
fram einfaldar reglur um hjúkr-
un sjúklinga, sem orðið hafa
fyrir heilaskaða. Getur ráðið
lífi og heilsu þessara sjúklinga,
að þeim sé fylgt. □
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 71