Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 44
HÓLFIÐ Hjúkrunarkonur! Fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja hréfunum til okkar, þó að skammstöfun eða dulnefni sé notað sem undirskrift. Bréfin skuluð þið senda í pósthólf 5022, R.v.k. — Með kærri kveðju. Ritstjórnin. Til Pósthólfsins. Mig langar til að koma á framfæri ágætri hugmynd, sem örva mætti hjúkrunarkonur til að halda við fag- legri þekkingu sinni. Algengt er, að þau tengsl, sem skapast meðal nemenda innan veggja Hsí, haldist, eftir að skólinn er kvaddur. Haldin eru „hollkvöld", far- ið saman í leikhús, á árshátíðir, et- inn þorramatur, saumað, talað sam- an o. s. frv. Eitt „holl“ veit ég um, sem s.l. ár hefur haft mánaðarlega fræðslu- kvöld, þar sem tekin hefur verið fyr- ir líffæra- og lífeðlisfræði (anatomi og fysiologi) og þessi fög rifjuð upp. Hefur þá verkaskipting orðið slík, að ein úr hópnum hefur skýrt náms- efnið, sem hún hefur kynnt sér áður. Hefur þessi tilhögun gefizt vel og umræður verið líflegar og árangur góður. Með kveðju, Ein að norðan. MlKID liefur verið rætt og ritað uin geð- heilbrigðismál þjóðarinnar, og ber öll- um saman um, að málefni geðsjúkra bafi alltaf setið á bakanum og sé ómælt það tjón, sem þegar er orðið í þessum mál- efnum. 1 marzmáuuði s. 1. var í einu dag- ldaði borgarinnar birt stutt og ágæt grein um núverandi ástand í þessum málum. Var m. a. sagt, að eina meiri- báttar framförin á siðustu 20 árum væri stofnun geðdeildar Borgarspitalans og Barnaspítala Hringsins. Nú langar mig að bregða upp ann- arri mynd af framförum, sem orðið liafa í geðheilbrigðismálum, þar sem ineðal annarra liópur hjúkrunarkvenna á þakk- ir skyldar fyrir stórt átak. I tilefni af 10 ára afmæli frá braut- skráningu í Hjúkrunarskóla íslands not- uðum við tækifærið, nokkrar hjúkrunar- konur, og óskuðum eftir við forstöðu- konu Kleppsspítalans að fá að skoða spítalann, og var sú ósk fúslega upp- fyllt. Við urðuin ekki fyrir vonbrigðum. Hvar sem litið var blöstu við breyt- ingar. Kleppsspítalinn var að breytast í „— Svo ég sugði við hann: Þú færð ekki að fara fram úr til að æfa yoga meðan þú dvelur hér.“ stórt heimili, samfélag, þar sem allir, starfslið og sjúklingar, leggja áherzlu á að vera jafningjar og virðast aðdáan- lega samtaka um að reyna að ná eins góðum heimilisanda og mögulegt er. Sýnilegt er, að innan veggja Klepps- spítalans er verið að byggja upp með- ferð, sem kölluð er í dag hið „sállækn- andi samfélag“, en ágæt grein um þetta efni þirtist í 4. tbl. 1970, skrifuð af Þóru Arnfinnsdóttur, geðbjúkrunarkonu. Hinar veraldlegu breytingar, sem alls staðar sáust, svo sem ný húsgögn, endurbættar dagstofur, baðherbergi o. s. frv., sem þakka þer auknum fjár- veitingum ríkisvaldsins, hefðu skammt dugað til vellíðunar sjúklinga og starfs- liðs, ef ekki liefði komið til sú með- ferð, sein að ofan er getið um. Marga vistmenn þekktum við, frá því við vorum nemendur, en margir höfðu útskrifazt, m. a. til dvalarheimila, svo sem til Guðríðar Jónsdóttur, fyrrum for- stöðukonu Kleppsspítalans, sein starf- rækt hefur dvalarheimili fyrir fyrrver- andi vistmenn Kleppsspítalans s. 1. 3— 4 ár. Með þessuin orðuin vildi ég aðeins minna á, að þegar talað er um fram- farir í geðlieilbrigðismálum, má ekki aðeins draga fram, liver aukning á sjúkrarúmum liefur orðið, en gleyma þessum mikilvæga þætti, en það er með- ferð geðsjúkra í dag, því að í fáum greinum imian þjónustunnar við liina sjúku liafa orðið verulegri framfarir nú seinni ár. Að síðustu viljum við 10 ára lijúkr- unarkonur þakka fyrir okkur, um leið og við berum fram þakkir til allra þeirra, sem svo vel lilúa að gönilu vinunum, sem við eignuðumst, þegar við vorum nemendur í Kleppsspítalanum fyrir 11 árum. Alda Halldórsdóttir. — Ég er búinn að útbúa lista yfir barnasjúkdóma, og ef allt gengur eftir áætlun, verð ég ekki friskur fyrr en á jólum. 74 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.