Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 4
Fulltrúafundur ICN 1975 Ingibjörg Helgadóttir, form. HFÍ Fulltrúafundur ICN - Alþjóðasam- taka hjúkrunarfræðinga — 1975 var haldinn í Singapore 4.-8. ágúst s.l. Fundinn sátu rúmlega 100 manns, 48 aðildarfélög áttu fulltrúa þar. Mörg málefni voru á dagskrá en ekki er unnt að gera grein fyrir þeim öllum í stuttu máli enda verður ýmsu sleppt hér, og ferðasöguna verð ég að láta eiga sig, jafnvel þótt ég hefði haft gaman af því að segja frá öllu sem fyrir augu har á þessu ferða- lagi, eins og t. d. hinu stórkostlega Shangri-La hóteli, sem hýsti fund- inn, náttúrufegurð Singapore og allri þeirri skemmtun, sem boðið var til. Hjúkrunarfélag Singapore hafði ann- ast undirbúning fundarins af mik- illi snilld, þar fór ekkert úrskeiðis og gestrisni og elskusemi þessa fólks verða manni ógleymanleg. Á fundinum var formlega staðfest samþykkt frá árinu 1974 um aðild Hjúkrunarfélags Fiji og Hjúkrunar- félags Swazilands að ICN. Þá voru 3 ný félög tekin inn í samtökin, þ. e. hjúkrunarfélög Mauritius, Puerto Rico og Sl. Lucia .Eru aðildarfélög ICN nú orðin 84, en Hjúkrunarfélag S-Afríku sagði sig úr samtökunum á s.l. ári. Á þessum fundi var samþykkt skil- greining á starfsheiti hjúkrunarfræð- inga. Miklar umræður urðu um þetta mál, enda þurfti að sætta þarna sjón- armið, sem voru um margt ólík, en í þeirri samþykkt, sem endanlega var gerð, koma fyrir tvenns konar hjúkr- unarfræðingar, sem ég ætla að kalla hér hjúkrunarfræðing I og hjúkrun- arfræðing II, vegna erfiðleika við þýðinguna, en á enskunni er talað um „first level nurse“ og „second level nurse“. Augljóst er, að þetta hentar alls ekki öllum aðildarfélögum ICN. Á Norðurlöndunum t. d. er aðeins ein stétt hjúkrunarfræðinga og þar er enginn áhugi á því að þeim verði fjölgað. Var enda skýrt tekið fram að skilgreiningu þessa sem og aðrar samþykktir fundarins, bæri að nota eftir því sem við ætti í hverju ein- stöku landi. Skilgreiningin fer hér á eftir lauslega þýdd: „Hjúkrunarfræðingur er hver sá, sem lokið hefur hjúkrunarnámi og fengið lögvernduð réttindi í landi sínu til þess að stunda hjúkrun. Hj úkrunarnám er opinberlega viður- kennd menntun, sem veitir víðtækan og góðan undirbúning fyrir hjúkrun- arstörf og að framhaldsnámi, sem veitir sérfræðiréttindi. Hjúkrunarnám I, sem byggist á námi í atferlis-, náttúru- og hjúkrun- arvísindum ásamt verklegri þjálfun, býr nemandann undir það að stunda hjúkrunarstörf, hafa á hendi stjórn hjúkrunar, og taka að sér forystu- hlutverk. Hjúkrunarfræðingur I ber ábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og mati á allri hjúkrunarþjónustu, jafnt á sviði heilsuverndar, hjúkrun- ar sjúkra og endurhæfingar og hann starfar í samvinnu við annað starfs- lið heilbrigðisþjónustunnar. I löndum þar sem eru fleiri en ein stétt hjúkrunarstarfsliðs býr hjúkr- unarnám II, bóklegt og verklegt, nemandann undir það að stunda hjúkrunarstörf í samvinnu við og undir leiðsögn hjúkrunarfræðinga I.“ Þá var einnig samþykkt ályktun um framhaldsmenntun hjúkrunar- fræðinga, en þar er lýst yfir mikil- vægi hvers konar framhaldsmennt- unar til þess að unnt verði að tryggja fullnægjandi þjónustu. Menntunin eigi jafnt að koma til móts við þarf- ir heilbrigðisþjónustunnar sem þarf- ir hjúkrunarstéttarinnar. Framhalds- menntun skuli skipulögð innan hjúkrunarskólanna og/eða hins al- menna menntakerfis og í samráði við stéttarsamtök h j úkrunarfræðinga, stjórnvöld og heilbrigðisþjónustu- stofnanir. Samþykkt var ályktun um forræði hjúkrunarmála, þar sem segir, að öll hjúkrun innan heilbrigðisþjónust- unnnar skuli vera undir stjórn hæfra stjórnenda, sem séu hjúkrunarfræð- ingar, öll hjúkrunarmenntun, grunn-, framhalds- og sérfræðimenntun und- ir stjórn sérhæfðra hjúkrunarfræð- inga og ennfremur, að öll kennsla í hjúkrunarfræði, bóklegri og verk- legri skuli vera í höndum hjúkrunar- fræðinga, sem hafi rétt til að kenna. I samþykkt sem gerð var um hlut hjúkrunarfræðingsins í umhverfis- vernd segir m. a., að hann skuli vinna að því að uppgötva og útrýma þeim áhrifum umlrverfisins, sem skaðleg séu heilbrigði mannsins, veita fræðslu í þessum efnum, taka 2 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.