Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 15

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 15
ans og eru kallaðar í því formi Genfarheit lækna. A grundvelli þess voru Alþjóðasiðareglur lækna sam- þykktar í London árið 1949. Er þar kveðið á um almennar skyldur lækna, um skyldur þeirra gagnvart sjúk- lingi og hvers við annan. Þegar hér var komið sögu, var tekið til við að endurskoða Codex ethicus víða um heim og voru alþjóðasiðareglurnar fyrirmyndin. Islenski codexinn var endurskoðaður á árunum 1963-67. Eftir Niirnberg réttarhöldin setti Al- þjóðafélag lækna ákvæði um fram- kvæmdir kliniskra rannsókna á mannfólki. Þessi ákvæði fengu end- anlegt form í Helsinki árið 1964. Helsinki-samþykktin er í þremur lið- um. Sá fyrsti fjallar um grundvallar- atriði í skipulagningu, annar fjallar um kliniskar rannsóknir í sambandi við lækningar, og sá þriðji fjallar um kliniskar rannsóknir, sem eru framkvæmdar í þágu vísindanna, en ekki í lækningatilgangi fyrir þann, sem þær eru gerðar á. „Ég heiti því að virða mannslíf öllu framar, allt frá getnaði þess, enda láti ekki kúgast til að beita læknisþekkingu minni gegn hugsjón mannúðar og mannhelgi.“ Þetta er kjarninn í Genfarheitinu í þýðingu Vilmundar Jónssonar. I Alþjóðasiðareglum lækna er þessi hugsun orðuð þannig: „Lækni má aldrei gleymast, hversu mikils- vert það er að varðveita mannslíf, allt frá getnaði þess til grafar.“ (Þýð- ing V. J.). Þetta er strembin siða- regla í þjóðfélögum þar sem fóstur- eyðing hefur verið lögleidd og það jafnvel á all víðtækum forsendum. Þsssa verður og vart í siðareglum frá ýmsum löndum, en þar er orðalagið á þessum fyrirmælum með nokkuð misjöfnum hætti. í enska textanum segir: „A doctor must always bear in mind the obligation of preserving human life,“ og á öðrum stað: Any act, or advice which could weaken physical or mental resistance of a human being may be used only in his interest.“ I ameríska textanum segir: „The principal objective of the medi- cal profession is to render service to humanity with full respect for the dignity of man. Physicians should merit the confidence of patients entrusted to their care, rendering to each a full measure of service and devotion.“ I þeim íslenska segir: „Honum er skilyrðislaust óheimil hver sú aðgerð, sem gæti veikt and- legt eða líkamlegt viðnám nokkurs manns. Honum er skylt að virða mannslíf og mannhelgi.“ Þegar lög eru sett um fóstureyð- ingar, þá er bæði læknum, löggjaf- anum og almenningi orðið það ljóst, að ekki sé lengur stætt á því, að túlka hina gömlu hippokratisku hugsun á þá leið, að á lækni sé lögð sú skylda, að hann skuli leitast við að lengja mannslíf undantekningar- laust. Sú túlkun á kennisetningunni verður ofan á, að lækni beri skylda til að þjóna sjúklingi sínum sam- kvæmt hugsjón mannúðar og mann- helgi. Þegar læknar vinna eftir þess- ari formúlu, hafa þeir í vissum til- vikum ekki komist hjá því að sigla milli skers og báru, t. d. þegar á- kvörðun er tekin um það að nema hurtu líffæri til flutnings og í við- horfi þeirra til sjúklinga sem eru að dauða komnir. Þá fyrst er líkaminn dauður, þegar allar frumur hans eru hættar að starfa. Hin ýmsu líffæri eru misnæm fyrir 02 skorti, t. d. þola frumur heilans aðeins nokkurra mínútna 02 skort, en í nöglum og hári geta fund- ist lifandi frumur svo vikum skiptir eftir að tilfærslu 02 er lokið. Þegar um dánarúrskurð er að ræða, þá eru það ekki örlög einstakrar frumu sem skipta höfuðmáli, heldur örlög alls einstaklingsins, og því verður í reynd að skoða hann dauðan, löngu áður en öll hugsanleg lífsmerki eru horf- in. Grundvöllur dánarúrskurðar er sú vissa, að lífsnauðsynleg líffæra- kerfi séu að fullu hætt að starfa. Samkvæmt venju er dánarstundin talin sú, þegar hjarta og lungu hætta endanlega að gegna sínu hlutverki og önnur dánareinkenni koma í Ijós. Á alþjóðlegum fundi lækna (World Medical Assembly), sem haldinn var í Sidney árið 1968, var aðal umræðu- efnið ákvörðun dauðastundar. Það sem hafði gjört þetta efni sérlega tímabært var tvennt: 1. Að með hjálp tækja var hægt að fullnægja 02 þörf líkama, sem ekki var fær um þetta af sjálfsdáðum vegna varan- legrar skemmdar á lífsnauðsynlegu líffæri. 2. Líffæraflutningur. Fund- urinn komst að bráðabirgðaniður- stöðu sem kölluð er Sidney sam- þykktin. Höfuðatriðin í henni eru þessi: Mannslíkaminn deyr smám saman. í kliniskri vinnu hefur það í vissum tilvikum mikla þýðingu að geta ákveðið hvort skemmd á frum- um eða líffæri er varanleg, hvað sem gert er, og þannig séð fyrir um örlög einstaklings. Þessi ákvörðun byggist á klinisku mati og ef með þarf með hjálp tækja, t. d. heilarafritara. Minnst tveir læknar skulu taka slíka ákvörðun. Ef um líffæraflutning er að ræða, þá skal enginn þeirra vera viðriðinn þá aðgerð. Ef þessir menn eru sammála, þá er siðferðilega rétt- lætanlegt að hætta aktivri meðferð og að fjarlægja líffæri til flutnings, ef um slíkt er að ræða. I samþykktinni er því tekið fram, að þegar hún er gerð (1968), þá sé tækni til umræddra ákvarðana ekki fullnægj andi. Bæði fyrir og eftir Sidney fundinn hafa vísindamenn unnið að því, að gera þessa tækni öruggari, og hafa rannsóknir fyrst og fremst beinst að því að ákveða heiladauða. Eins og er eru niðurstöður rannsóknanna þess- ar: Einstaklingurinn deyr um leið og heilinn. Sjúklingur mun örugg- lega deyja, ef hjá honum finnast ekki viðbrögð frá heilataugum og heila- TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.