Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 43

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 43
Fréttír og tilkynningar Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFÍ Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFI var haldinn þann 30. okt. 1975 í Glæsibæ. Fundarstjóri var Gunnhildur Sigurðar- dóttir. Auk venjubundinna fundarstarfa urðu formannsskipti. Nýir meðlimir komu í stjórn og kosnir voru fulltrúar og vara- fulltrúar. Fráfarandi formaður, Arndís Finnsson, sem gegnt hafði formannsem- bættinu í 1 ár, gat af óviðráðanlegum or- sökum ekki gegnt starfinu áfram og gaf Kristín Óladóttir kost á sér til loka kjör- tímabilsins, eða 1 ár. Arndís gerði grein fyrir starfsemi deildarinnar á s.l. ári, kom þar fram að haldnir höfðu verið 11 stjórn- arfundir, 3 fulltrúafundir og 1 félagsfund- ur. Engar nefndir aðrar en nefndanefndir voru starfandi, en í hana voru skipaðar: Unnur Sigtryggsdóttir, Helga Snæbjörns- dóttir og Ragnheiðar Þorgrímsdóttur. Sjálf- aði samstarfið á liðnu ári og óskaði hinni nýju stjórn velfarnaðar í starfi. Þrír aðrir stjórnarmeðlimir gengu úr stjórninni, þær Þóra Arnfinnsdóttir, Gunnhildur Sigurðar- dóttir og Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Sjálf- kjörið var í stjórnina þar sem fleiri en fjórar gáfu ekki kost á sér. Stjórnin er nú þannig skipuð: Kristín Óladóttir formaður, Lilja Óskarsdóttir varaformaður, Þuríður Backman ritari, Ólína Torfadóttir gjaldkeri, Unnur Sigtryggsdóttir meðstjórnandi, Eygló Stefánsdóttir varamaður, Gerður Jóhannsdóttir varamaður, Amalía Svala Jónsdóttir varamaður. Gengið var til kosninga fulltrúa og vara- fulltrúa. 84 neyttu kosningaréttar. Aðalfulltrúar: Svanfríður Magnúsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Sigríður Guðjónsdóttir, Ása Ásgrímsdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Guðrún Þór. Varafulltrúar: Elín Einarsdóttir, Bryndís Konráðsdóttir, Sólrún Einarsdóttir, Steinunn Kristinsdóttir, Rannveig Matthíasdóttir, Guðrún Jónsdóttir. Eftir kaffihlé kynnti Valgerður Jóns- dóttir, formaður launamálanefndar HFÍ, sérkjarasamningana. Ingibjörg Helgadóttir, formaður HFÍ, skýrði frá störfum verk- fallsnefndar og gangi samningaviðræðna. Margir tóku til máls og spunnust miklar umræður um launamál og sérkjarasamn- ingana. Að lokum tók hinn nýi formaður til máls og þakkaði fráfarandi formanni og stjórn vel unnin störf á liðnu ári. Ræddi hún síðan um áhugaleysi hjúkrunarfræðinga á málum stéttarinnar, t. d. á launa- og menntunarmálum, og þau áhrif, sem hjúkr- unarfræðingar gætu haft á heilbrigðismál- in, ef þeir áttuðu sig á hvers þeir væru megnugir. Ástæðulaust væri fyrir stéttina að biðjast afsökunar á starfi sínu. Hlut- verk svæðisdeildanna væri að styðja, hvetja og knýja á, ef svo ber undir, vera fyrirsvarsmenn stéttarinnar til að vinna sem best að málum þeirra. Fundi var slitið kl. 0.05. F. h. stjórnarinnar, Þuríður Backman ritari. Lög Suðurlandsdeildar Hjúkrunarfélags íslands 1- gr. Nafn deildarinnar er Suðurlandsdeild Hjúkrunarfélags íslands. 2- gr. Heimili og varnarþing deildarinnar er á Selfossi. 3. gr. Tilgangur deildarinnar er: a. Að glæða félagslegan áhuga félaga sinna og gæta hagsmuna þeirra. b. Að efla fræðslu varðandi hjúkrunarmál- efni meðal sunnlenskra hjúkrunar- kvenna. c. Að vinna að umbótum á heilbrigðismál- um Suðurlands. 4. gr. Félagar geta allir orðið, sem hafa rétt- indi til hjúkrunarstarfa samkvæmt 1. gr. hjúkrunarlaga og búsettir eru í Árnes- sýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu. 5- gr. Stjórn deildarinnar skal skipuð þremur félögum, formanni, gjaldkera og ritara og þremur til vara. Formaður skal kosinn sér- staklega, en aðrir í stjórn skipta með sér verkum. Stjórnin skal kosin á aðalfundi og er kjörtímabil hennar tvö ár. Endur- kosning er leyfileg en þó eigi oftar en þrisvar. 6. gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu sept- ember-nóvember. Aðalfund skal boða með skriflegu fundarboði með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað. 7. gr. Reikningsár deildarinnar er almanaks- ár, en stjórnarár er milli aðalfunda. Ár- gjald skal ákveðið á aðalfundi og greiðist fyrir 1. maí ár hvert. 8. gr. Stjórn boðar til fundar þegar ástæða þykir til. Stjórninni er heimilt að fá utan- félagsmenn til þess að annast fundarefni. 9. gr. Lögum þessum má aðeins breyta á aðal- fundi. TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.