Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 8
Rannsóknarráðstefna i Vilborg Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræðingur Dagana 7.—9. apríl 1975 var haldin ráðstefna í Hels- inki, Finnlandi, á vegum Samvinnu hjúkrunarfræð- inga á Norðurlöndum (SSN). Ráðstefnan fjallaði um rannsóknir innan hjúkr- unar og lagði m. a. áherslu á, að komið verði á kennslu í rannsóknaraðferðum í öllu hjúkrunarnámi. Undirrituð var eini fulltrúi Islands, en þáttakendur voru 8 frá hverju hinna Norðurlandanna. Gestir ráð- stefnunnar voru Dorothy C. Hall, fulltrúi Alþj óðaheilbrigðisstofnunar (WHO) og formaður SSN Toini Nousiainen. Formaður SSN, Toini Nousiainen, setti ráðstefnuna og greindi hún m. a. frá aðalatriðum í stefnuyfirlýs- ingu SSN varðandi rannsóknir: 1) Gera hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndum ljóst mikilvægi rannsókna. 2) Hvetja og örva hjúkrunarfræð- inga til rannsókna á sviði heil- brigðisþjónustu, stjórnunar og menntunar. 3) Auka menntun hjúkrunarfræð- inga á sviði rannsókna. 4) Gera hjúkrunarfræðingum, sem áhuga hafa á rannsóknum, kleift að hitta starfsbræður frá Norður- löndum og öðrum löndum. 5) Sjá um dreifingu á niðurstöðum rannsókna til meðlima SSN. Menntamálaráðherra Finnlands, Marjatta Waanánen, talaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Lýsti hún yfir ánægju sinni, að Finnland skyldi hafa getað skipulagt þessa ráðstefnu og greindi frá helstu breytingum, sem orðið hafa á menntun hjúkrun- arfræðinga í Finnlandi á síðustu ár- um. Gat hún um mikilvægi þeirrar rannsóknarstöðvar innan hjúkrunar, sem starfandi er í Helsinki. Því næst talaði Dorothy Hall um nauðsyn þess að kennsla í rann- sóknum fari fram bæði í grunnnámi og öllu framhaldsnámi, og sagði, að auknar rannsóknir hlytu að leiða af sér miklar framfarir á sviði hjúkrun- ar. Eftir hádegi sama dag byrjaði kynning á rannsóknum, sem hjúkr- unarfræðingar á Norðurlöndum hafa framkvæmt. Um 3 vikum áður en ráðstefnan hófst, fengu 2 þátttakendur frá hverju landi senda greinargerð um ákveðna rannsókn til umfjöllunar. Á ráðstefn- unni sjálfri útskýrði og kynnti sá hjúkrunarfræðingur, sem framkvæmt hafði rannsóknina, sína rannsókn, en hinir tveir, sem send hafði verið greinargerðin, sögðu skoðun sína á henni. Síðan voru frjálsar umræður um rannsóknina. Fínnlandi Eftirfarandi rannsóknir voru kynntar og um þær fj allað: Hjúkrun og saga hennar. Kari Martinsen, Noregi. Hjúkrunarferli — greining — upp- bygging- Katie Erikson, Finnlandi. Hóp- og einstaklingshjúkrun. Reidun Juvkam Daeffler, Noregi. Þróun hjúkrunarmenntunar. Britt Johansson, Svíþjóð. Lifnaðarhættir og sjúkdómatíðni starfsfólks á sjúkrahúsi í Uleaborg. Páivi Járvinen, Finnlandi. Starf hjúkrunarfræðings og mennt- un. Reidun Juvkam Daeffler, Noregi. Orsakir fyrir uppsögn menntaðs starfsfólks við sjúkrahús í Hels- ingfors 1973. Seija Helenius, Finnlandi. Breytingar á gegnflæði og vöðva- krafti beinagrindarvöðva hjá heil- brigðum einstaklingum eftir einn- ar viku legu. Elisabeth Hamrin, Svíþjóð. Eg fékk til umsagnar rannsókn Elisabethar Hamrin, sem fjallaði um blólðflæði í upphandleggs- og kálfa- vöðvum. í rannsókn sinni leitaði hún eftir breytingum á blóðflæði í þess- um vöðvum við hreyfingarleysi. Til þess notaði hún heilbrigt fólk á aldr- inum 20-30 ára, sem var látið liggja í rúminu í 1 viku. Mældi hún blóð- 6 TÍMARIT IIJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.