Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 40
magn af því í blóði ef það er gefið á fastandi maga (þ. e. V2 -1 klst. fyrir máltíð) en sé það gefið með fæðu. Einkum á þetta við um penicillinlyfin og þá ekki hvað síst cloxacillin. Athuga ber að sum sýrubindandi lyf draga úr frásogi tetracyclinsambanda. Sé lyfið gefið í vöðva getur sviðið undan sumum tegundum t. d. carbenicillini og má gefa örlítið af lidocaini með. Augljóst er að vöðvaleiðin er ógreiðfær sé sjúklingur í losti og undir húð má þá ekki gefa lyf. Við blöndun lyfja til innrennslis í æð verður að at- huga: 1. Hvort lyfið þolir blöndun í tiltekna upplausn. 2. Ef svo er, hve lengi það er virkt í viðkomandi blöndu. Lyfjafræðingur spítalans er til ráðgjafar um hvaða sýklalyfjum megi blanda í tilteknar lausnir. Gefa skal gaum að saltmagni sem sjúklingur fær t. d. með háum skömmtum af penicillinlyfjum (1 mill.ein. af benzyl-penicillini inniheldur 39 mg = 1,7 mEq af natrium eða 63 mg = 1,6 mEq af kalium, 1 g af car- benicillini 109 mg = 4,7 mEq af natrium). Aldrei skal gefa í æð vökva sem verður skýjaður eða breytir um lit við að lyfi er bætt í liann. Við inngjafir í holrúm ber að athuga möguleika á skaðlegum verkunum vegna frásogs frá slíku holrúmi. Utvortis skal helst ekki nota lyf sem síðar kann að þurfa að nota innvortis vegna hættu á að skapa ofnæmi (undantekning frá þessu eru þó augnlyf). E. Skammtabreytingar vegna nýrnabilunar Sé útskilnaður nýrna skertur, annað hvort vegna skemmdar í nýrunum sjálfum eða vegna losts, verður að gefa sýklalyf með mikilli gát. Sum sýklalyf skiljast alls ekki út um nýru og þarf því ekki að breyta skömmtum þeirra við skerta nýrna- starfsemi. Þetta á við um erythromycin og fucidin. Sum sýklalyf brotna niður í líkamanum, brotin tengjast einhverjum samböndum t. d. glucuronid og skiljast síðan út um nýru. Geta þessi niðurbrotssam- bönd orðið hættuleg ef miagn þeirra í blóði verður mikið. Þetta á við um chloramphenicol og nalidixin- sýru. Sum lyf sem ætlað er að verka eingöngu í þvagveg- um eru ekki í nægjanlegu magni þar ef nýrnaútskilnað- ur er skertur. Þetta á við um nitrofurantoin. Sulfasambönd ber að gefa með varúð ef nýrnaút- skilnaður er skertur. Lyfjasamsetningin trimethoprim- sulfamethoxazol er talið hættulegra nýrum en sulfa ein- göngu. Er ráðlagt að minnka skammt þess um helming ef creatinin clearance er 15-30 ml/mín og gefa það ekki ef hann er minni en 15 ml/mín. Penicillinlyfin skiljast að mestu út um nýru en þau eru lítt hættuleg þó að magn þeirra í blóði hækki mik- ið og þarf því ekki að breyta skömmtum þeirra að ráði við skertan útskilnað. Cephaloridin getur skemmt nýru ef það er gefið í hærri skömmtum en 6 g á dag eða ef útskilnaður nýrna er skertur. Einkum er það hættulegt nýrum ef furo- semid eða etakrinsýra er gefið með því og getur þá valdið bráðu drepi í tubuli. Hins vegar er cephalexin ekki eins varasamt í þessu tilliti. Tetracyclin eru yfirleitt talin varasöm við mikið skertan útskilnað nýrna, þar eð þau geta valdið hækkun á serum creatinini og urea. Þetta gerist vegna anti-ana- boliskrar verkunar þessara lyfja og kemur oft ekki fram fyrr en nokkrum dögum eftir að byrjað er á tetracyclingjöf. Streptomycin, kanamycin, gentamycin, neomycin, vancomycin, polymixin og colistin skiljast aðallega út um nýru og hafa hættulegar aukaverkanir, ef magn þeirra í blóði hækkar að ráði yfir það mark sem nægir til lækninga og þarf því að minnka skammta þeirra mikið við alvarlegar nýrnabilanir. Af berklalyfjum þarf að minnka skammt á strepto- mycini, isoniazidi og ethambutol við skerta nýrnastarf- semi en síður á rifampicini. Paraamino-salicylsýru er ráðið frá að nota ef nýrnaútskilnaður er skertur að ráði nema hægt sé að fylgjast með magni þess í serum með mælingum. Ábendingar um skömmtun helstu sýklalyfja hjá full- orðnum við alvarlega skertan útskilnað nýrna (crea- tinin clearance minni en 10/ml/mín): Erythromycin og fucidin: Skammtar óbreyttir. Benzylpenicillin: Tímabil milli skammta 12. klst. Ampicillin: 250 mg á 6-12 klst. fresti. Cloxacillin: 1 g á 8-12 klst. fresti. Carbenicillin: 2 g á 8-12 klst. fresti. Cephalexin: 250 mg á 24-48 klst. fresti. Lincomycin: 200 mg á 8-12 klst. fresti. Streptomycin, Kanamycin, Gentamycin, Colistin, Yanomycin, Paraamino-salicylsýra, Amphotericin: Meiri háttar breyting á skammtastærð og/eða lenging á tímabilum milli skammta. T. d. getur verið nóg að gefa gentamycin 80 mg annan hvern sólarhring. Meðferð með þessum lyfjum hjá sjúklingi með al- varlega skertan útskilnað nýrna er ekki hægt að stjórna af öryggi nema hægt sé að fá mælt magn þeirra í serum af og til. Lyf sem helst ber að forðast að gefa sjúklingum með alvarlega skerðingu á útskilnaði nýrna: Tetracyclin, 34 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.