Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 30

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 30
Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna Vegna aukningar á lánaumsóknum hefur stjórn sjóðsins séð sig tilneydda til að lengja afgreiðslu- frest lána um 1 mánuð, úr 3 mánuðum í 4 mán- uði. íbúðalán úr sjóðnum skiptist í tvo flokka: a) frumlán og b) endurlán. Til þess að öðlast rétt til frumláns, þarf félagi annað hvort að hafa greitt í sjóðinn a. m. k. fimm ár og vera enn greiðandi sjóðfélagi eða hafa greitt iðgjöld í full tíu ár, enda þótt hann sé hættur greiðslu. Rétt til endurlána öðlast félagar hins vegar, er þeir hafa haft frumlán í tíu ár eða lengur, enda hafi þeir greitt iðgjöld til sjóðanna í eigi skemmri tíma frá töku frumláns. Hámark frumláns er nú kr. 1.000.000,00, en há- mark endurlána kr. 300.000,00, enda sé fullnægt nánari skilyrðum um verðmæti eignanna. Við töku endurláns er gert ráð fyrir, að sjóð- félagi greiði upp eftirstöðvar frumláns. Einnig getur sjóðfélagi fengið að halda gamla láninu, en fær þá aðeins hálfan mismun eftirstöðvanna og endurlánsins (kr. 300.000,00). Lánstími frumlána er nú 17—22 ár eftir aldri hlutaðeigandi húseigna og tryggingu þeirri, sem í þeim er talin felast, en endurlán eru hins vegar jafnan veitt til allt að 10 ára. Tvö fyrstu ár láns- tímans eru afborgunarlaus, þegar um frumlán er að ræða, en vextir greiðast hins vegar strax á fyrsta ári. Vextir eru 14% breytilegir, þannig að lækka má þá niður í 7% og hækka þá upp í 17% í sam- ræmi við breytingar útlánsvaxta á almennum lánamarkaði. Lánin eru veitt gegn veðtryggingu í fasteign, svo sem áður er fram komið, og þá ýmist tekinn 1. veðréttur eða síðari veðréttur með ríkisábyrgð. Sé 1. veðréttur í boði, verður upphæð lánsins að vera innan við 25% að brunabótamati viðkom- andi íbúðar eða 35% af mati trúnaðarmanns sjóðanna, sem þá fer á staðinn og metur eign- ina. Að öðrum kosti er miðað við þá ríkisábyrgð, sem fæst út á viðkomandi íbúð. Umsóknir um lán úr lífeyrissjóðum eru lagðar fram með tvennu móti. A. Sé 1. — fyrsti — veðréttur í hlutaðeigandi hús- eign til reiðu, ber að senda sjóðnum skriflega beiðni ásamt brunabótamati og veðbókarvott- orði fyrir eignina. Þetta á einnig við, ef á 1. veðrétti hvíla svo lág húsnæðismálastjórnar- lán, að samanlögð upphæð þeirra og lífeyris- sjóðslánsins fer ekki fram úr 25% af bruna- bótamati hlutaðeigandi íbúðar. B. Ef 1. — fyrsti — veðréttur er hins vegar ekki laus til ráðstöfunar, verður að snúa sér til ein- hvers hinna mörgu byggingasamvinnufélaga í landinu, sem þá útvegar viðkomandi ríkis- ábyrgð fyrir láninu og annast lántöku hjá sjóðnum. Afgreiðslutími lána eru fjórir mánuðir, frá því að umsókn er lögð inn. Fulltrúafundur HFÍ1976 Fulltrúar svæðisdeilda á fulltrúafund Hjúkrun- arfélags íslands 1976, samkv. félagaskrá 1. jan. 1976: Reykjavíkurdeild Vesturlandsdeild Vestfjarðadeild Norðurlandsdeild Akureyrardeild Austurlandsdeild Suðurlandsdeild Vestmannaeyjadeild Suðurnesjadeild 937 félagar 19 fulltrúar 37 — 1 — 31 — 1 — 26 (Deild hefur ekki verið stofnuð á Norðurlandssv. frá Hvammst. að og með Sigluf.). 102 félagar 3 fulltrúar 24 — 1 fulltrúi 26 — 1 — 17 — 1 — 17 — 1 — Tilkynning um félagatölu og fjölda fulltrúa hef- ur verið send svæðisdeildum ásamt tilkynningu um fulltrúafundinn, sem verður í Domus Medica föstudaginn 2. apríl 1975. Rétt til setu á fulltrúafundi með atkvæðisrétti hafa auk kjörinna fulltrúa: Stjórn HFl, formenn eða varaformenn allra svæðis- og sérgreina- deilda innan HFl, 1 fulltrúa trúnaðarráðs, ritstjóri Tímarits HFl og fulltrúi hjúkrunarnema ( stjórn HFl. Allir aðrir félagar HFl geta setið fulltrúafund- inn, en án atkvæðisréttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.