Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 6

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 6
Hjúkrunarferli Margrét Þorsteinsdóttir, hjúkrunarkennari Ritstjórn Tímarits HFÍ frétti, að ég hefði á fundi í deild forstöðukvenna í nóv. s.l. kynnt hjúkrunarferli, og fór þess vegna á leit við mig að fá að birta þessa kynningu. Hef ég orð- ið við ósk ritstjórnarinnar og birtist þessi kynning hér með nokkrum breytingum. Markmiðið með því að kynna þetta kerfi er að vekja áhuga á því, og með það í huga hvort við getum tileinkað okkur það til að vinna eftir. Hjúkrunarferli - þetta hljómar framandi enda nýyrði hjá okkur. A enskri tungu nefnist þetta „the nurs- ing process“ og „sykepleieprosessen“ á norsku. Undanfarið hafa þessi hug- tök verið áberandi í bókum og tíma- ritum varðandi hjúkrun. Þessi kynn- ing mín byggist að mestu á því, sem ég hef lesið um þetta efni svo og kynnum mínum varðandi það á kenn- arafundi í Noregi sumarið 1974. Áður en lengra er haldið ætla ég að skýra nánar orðið ferli. Þetta er nýtt orð í okkar starfsgrein og því nauðsynlegt að gera sér grein fyrir merkingu þess. I þeirri merkingu sem orðið ferli er notað í samsetn- ingunni lijúkrunarferli kynntist ég því fyrst í málmyndunarfræðinni, en þar er það notað í tengslum við skýringu á orðinu „myndun“, en þar segir:1 „Myndun getur orðið með ýmsum hætti en hefur alltaf í för með sér ,að einn hlutur breytist í annan. Við getum lýst því svona: (1) A—> B, sem við lesum „A verð- ur B“. Til þess að A geti orðið B verður eitthvað að gerast. Það köll- um við ferli. Við getum breytt (1) í (2): A—>z—> B, þar sem z táknar ferli. Við lesum þetta svo: A fer gegnum ferlið z og verður B. Við köllum þá A inntak ferlisins z og B úttak þess. I stað (2) getum við þá sett inntak — ferli — úttak.“ Við sjáum af þessari skýringu að ferli felur í sér að eitthvað er að ger- ast, enda segir líka í orðabók um skýringu á orðinu ferli:2 Það að eitthvað gerist, fer fram, þróunarfer- ill, röð atburða í samfelldri þróun.“ Við sjáum einnig af skýringunni að í tengslum við ferlið er ávallt inntak og úttak, eitthvað er sett inn í ferlið og eitthvað á að koma út úr því. 1 málmyndunarfræðinni er tekið sem dæmi mjólk, sem sett er í skilvindu og út kemur rjómi og undanrenna. Eitt ferli getur haft fleiri en eitt inn- tak og fleiri úttök, sem reyndar þetta dæmi sýnir þar sem úttakið var rjómi og undanrenna. Ég hef nú reynt að skýra orðið ferli og tengsli þess við orðin inntak og úttak. Eins og ég nefndi áður er hjúkrunarferli nýtt orð meðal okkar en að lokinni þessari skýringu vona ég að liggi ljósar fyrir hvað orðið merkir. Hjúkrunarferli felur í sér hjúkrun og lítum við á úttak hjúkr- !Jón Gunnarsson: Málnvyndunarfrœði, Menntaskólinn við Hamrahlíð, 1972, bls. 11. 2 Árni Böðvarsson, íslenzk orðabók, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1063. unarferlis sem lausn á vandamálum sjúklingsins, þ. e. a. s. markmið okk- ar er að leysa vandamál sjúklingsins, þá byggir það á því sem við setjum inn í ferlið, inntakinu. Ég lít á hjúkrunarferli sem mynst- ur fyrir hvernig haga beri hugsun og athöfn varðandi hjúkrun. Hjúkrun- arferli er háð ákveðnu skipulagi, sem greina má í þætti. Einn höfund- ur er ritar um hjúkrunarferli skýrir það sem summu tengdra athafna sjúklingsins og hjúkrunarfræðings- ins. Þar sem hjúkrunarferli er háð á- kveðnu skipulagi er talað um hjúkr- unarferilskerfi (the nursing process system) en ég mun aðeins nota orð- in hjúkrunarferli eða kerfi. Þetta kerfi er sá grundvöllur sem hjúkrunin — hugsunin og athöfnin byggist á. Þetta kerfi er hægt að nota fyrir einstakling í heimahúsi, á 4 TÍMARJ7 HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.