Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Side 16

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Side 16
afrit er bein lína, ef ástæöan er slys, blæðing, bólga eða æxli í heila. Slík- um sjúklingum gagnar ekki aktiv meðferð, hvað sem gert er, þeir deyja innan fárra daga. Ef hin sömu einkenni finnast hjá sjúklingi sem hefur orðið fyrir heila- skemmdum vegna eitrunar, eða ein- hvers sjúkdóms sem er upprunninn utan miðtaugakerfisins, eru horfurn- ar óvissar. I slíku tilviki verður að ákveða hvort heilinn er dauður áður en meðferð er hætt, og einnig áður en að líffæri er tekið úr honum til flutnings. Heiladauða er hægt að ákveða með vissu með rannsókn á blóðrás um heilann. Ef blóð rennur ekki um heilann á svæðum fyrir ofan og neð- an hnikiltjaldiö (tentorium), lengur en í 20 mínútur við líkamshita yfir 30°C, er heilinn dauður. Euthanasia (e.) þýðir milt andlát. Upprunalega táknaði hugtakið þann þátt læknisþjónustunnar sem felst í því að lina þjáningar með hjúkrun og öðrum aðgerðum, þannig að and- látiö verði sem sársaukaminnst og með eðlilegum hætti. Nútíma skil- greining á hugtakinu er með nokkuð öðrum hætti, þar sem það er látið tákna, auk þess sem að ofan greinir, annan verknað læknis við dánarbeð- inn. Nú táknar aktiv e. líknardráp á sjúklingi, annaðhvort samkvæmt eða án beiðni hans eða aöstandenda, en passiv e. táknar það, að annaðhvort er ákveðin meðferð ekki hafin að yfirveguðu ráði, eða að ákveðinni meöferð er hætt vegna þess, að hún getur ekki komið sjúklingi að gagni, og hann er látinn deyja eðlilegum dauða. Aratugum saman hefur mikill á- róður veriö hafinn til þess að fá aktiva e. lögleidda. Árið 1936 var enska e. félagið stofnað og árið 1938 var sams konar félagsskapur stofn- aður í Bandaríkjum N.-Ameríku. Hvorugt þessara félaga, né önnur samtök, hafa megnað að hafa áhrif á löggjafarvaldið eða almennings- álitið í þessum löndum. I Sviss er líknardráp ekki saknæmt undir sér- stökum kringumstæðum. Þar er lækni heimilt að afhenda sjúklingi hanvæn- an skammt af lyfi, en læknirinn má ekki dæla því í hann, það verður sjúklingur sjálfur að sjá um. I Nor- egi, Finnlandi og í Tékkóslóvakíu heimila lög að milda dóm yfir lækni, eða að lögsækja hann ekki, ef hann framkvæmir aktiva e. samkvæmt beiðni eða af meðaumkun, en í Sov- étríkjunum er læknir ekki lögsóttur ef sömu ástæður eru fyrir hendi. Árið 1950 tók Alþjóöafélag lækna afstöðu til málsins. Var send áskor- un til aöildarfélaga á þá leið, að þau fordæmdu líknardráp undir öllum kringumstæðum, enda væri slíkt at- hæfi andstætt ákvæöum Genfarsam- þykktarinnar. Yfirlýsing fulltrúa ensku hákirkjunnar er athyglisverð (1968). Þeir voru því andvígir að e. væri lögleidd, en viðurkenndu að undir sérstökum kringumstæöum gæti aktiv e. verið réttlætanleg, að þær kringumstæður gætu læknar ein- ir metið og tækju þeir um leið á- byrgö á gjörðum sínum. Páfastóllinn hefur fordæmt aktiva e. (1957), en viöurkennt réttmæti passivrar e. und- ir ákveönum kringumstæðum, t. d. að hætta meöferð á sjúklingi, sem ekki getur lifað án öndunartækis eða án þess að fá næringu eingöngu í æð. Bandaríska læknafélagið tók opin- bera afstöðu til málsins í desember 1973. Þar segir að aktiv e. sé ósam- rýmanleg hugsjón og hlutverki ame- rískrar læknastéttar, en að passiv e. sé réttlætanleg ef öruggt sé, að bio- logiskur dauði sé yfirvofandi, en að- eins ef þess verði krafist af sjúklingi sjálfum, eða hans nánustu. Það sem hefur gefið tilefni til yfirlýsinga sem þessara frá lækna- samtökum og fulltrúum kristinnar kirkju er það, að læknar hafa nú á valdi sínu tækni, sem þegar henni er beitt, getur gert virðingu þeirra fyr- ir mannhelgi vafasama. Hér er um að ræða líffæraflutning, endurlífg- unartækni og hvort það sé siðferöi- lega og lagalega réttlætanlegt að hefja eða hætta aktivri meðferð á dauðvona sjúklingi. Nú getur sú spurning leitað á lækna, hvort það sé undir öllum kringumstæðum mannúð og siðferöileg skylda þeirra að heita öllum hugsanlegum ráðum til þess að varöveita mannslíf. Hvenær er það réttlætanlegt að nema burt líffæri úr sjúklingi til flutnings í annan sjúkling? Er það viröing fyrir mannhelgi að lengja dauðastríö sjúklings, sem er að vesl- ast upp úr banvænum sjúkdómi? Er það „full respect for the dignity of man“ að halda honum heiladauðum við lýði í öndunartæki og á vökva- gjöf vikum eða mánuðum saman? Spurningar sem þessar hafa valdið umræðum í fagritum, dagblöðum og í heilum bókum og hefur ekki verið hjá því komist, að afstaða margra lækna til þeirra hafi hlotið að leiða til átaka milli lækna, almenningsá- litsins og löggjafarvaldsins. I Svíþjóð hefur verið felldur dóm- ur í tveim málum gegn læknum. Ann- að þeirra fjallaði um flutning á nýra úr konu, sem var meðvitundarlaus og dauðvona og var aðgerðin gerð með samþykki manns hennar. Skurð- læknirinn sem framkvæmdi aðgerð- ina gat sýnt fram á að engin merki um heilastarfsemi hefði fundist hjá konunni þegar nýrað var tekiö úr henni. Dómurinn leit svo á, að þar sem konan hefði ekki dáið fyrr en 36 klst. eftir aðgerð, þegar hjarta- starfsemi hennar hætti, væri skurð- læknirinn sekur um brot á lögum um líffæraflutning. I niðurstöðu dóms- ins var það tekiö fram, að sam- kvæmt sænskum lögum dyggði ekki samþykki nánasta aðstandanda þess sem líffæri væri numið úr til flutn- ings, heldur þyrfti að vera fyrir Framh. á bls. 18 14 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.