Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Blaðsíða 20
sem enn ríkir hér. Af nógu er að taka. Ef við lítum á skýrslu þá, sem námsbraut í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Islands gaf út í sumar um jafnrétti kynjanna, þá sjáum við, að því fer fjarri, að jafnrétti sé komið á í reynd, og víða er hægt að knýja á til úrhóta. Auk þeirra dæma, sem ég hef getið um hér að framan næg- ir að henda á skattalöggj öfina og minna á þá sáttmála S.Þ., sem ísland á enn eftir að staðfesta. o 0 o I útvarpinu í gær heyrði ég að verið var að auglýsa flugelda eitt- hvað á þessa leið: „Nú er kvenna- árið að enda, skjótum því í burtu með flugeldum frá okkur“. Það er trú mín, að kvennaárinu verði ekki svo auðveldlega skotið út í buskann kl. 12 á gamlárskvöld, heldur sé það aðeins upphaf nýrrar vakningar meðal kvenna og karla, og eigi eftir að valda því, að alger jafnstaða náist meðal þeirra. Eg man ekki eftir því að hafa hlustað á daginn og veginn án þess að þar hafi verið minnst á efnahags- mál þjóðarinnar. Til þess að bregða ekki út af vananum, þá vil ég að endingu leyfa mér að bera fram þá ósk, að aðilar vinnumarkaðarins sem nú eiga fyrir höndum að semja um kjör fólksins í landinu, bera gæfu til að gera það á þann liátt, að ekki endirtaki sig, það sem gerðist í samningunum í febrúar 1974, en áhrif þeirra samninga hafa nú ber- lega komið í ljós til stórtjóns fyrir alla þjóðina, ekki síst launþega. Væri óskandi, að aðilar vinnumark- aðarins gætu tekið sér til fyrir- myndar þá samninga, sem Bandalag Háskólamanna hefur nýlega gert. Slíkt gæti orðið allri þjóðinni til góðs. Með þá ósk í huga, þakka ég áheyrnina og óska öllum gleði- legs árs. Læknar í vanda Framh. af bls. 14 hendi óvefengjanlegt samþykki gef- andans. Hitt málið hefur vakið sér- staka athygli. Þar var um að ræða dauða áttræðrar konu, sem var vist- uð á spítala vegna heilablæðingar. Konan var meðvitundarlaus og gat ekki nærst með eðlilegum hætti. Þeg- ar henni hafði verið haldið á lífi á vökvagjöf í þessu ástandi í nærri tvo mánuði, ákvað yfirlæknirinn með samþykki nánustu aðstandenda að að hætta meðferð. Þetta var gert með þeirri afleiðingu að konan dó innan tveggja sólarhringa. Fyrir rétti var læknirinn sýknaður á þeirri forsendu, að áframhaldandi meðferð hefði í þessu tilfelli ekki haft neinn tilgang, hvorki frá læknisfræðilegu sjónarmiði né mannlegu. í niður- stöðu dómsins var það tekið fram, að undir kringumstæðum sem þess- um, ættu læknar ekki að gera að- standendur meðábyrga í þeirri á- kvörðun sem væri tekin. Þessir dómar leiða tvennt í ljós. I fyrsta lagi, að samkvæmt sænskum lögum er þess krafist til úrskurðar á dauða, að hjartsláttur sé hættur. I öðru lagi, að passiv e., þ. e. að hætta aktivri meðferð á sjúklingi sem er dauðvona og ekki er hægt að bjarga, varðar ekki við lög. Einnig vekur það athygli að sænskir dómarar líta svo á, að samþykki nánasta aðstand- anda sé ekki málsbætur fyrir lækni þegar hann ákveður að framkvæma líffæraflutning eða passiva euthan- asi. Dómur er fallinn í máli amerísku stúlkunnar sem getið er hér að fram- an. Foreldrar hennar höfðu sótt það fast að meðferð skyldi hætt og að dóttir þeirra fengi að deyja eðlileg- um dauða. Beiðni þeirra var synjað, bæði af læknum stúlkunnar og af dómi heimafylkis hennar. Ut af þessu máli spunnust mikil blaðaskrif. Birt voru viðtöl við ameríska spítala- lækna sem lýstu því yfir að þeir hik- uðu ekki við að framkvæma passiva e. á sjúklingum sínum, þegar sam- viska þeirra biði svo. Þetta er mikil dirfska í landi sem hefur stranga löggjöf, og þar sem fjöldi lögfræð- inga lifir á því að lögsækja lækna fyrir meint mistök í starfi. I velferðarríkjum Norðurlanda, og einnig hér, enda menn líf sitt langsamlega oftast á spítölum, eða á stofnunum, eða 80-90%. í Banda- ríkjunum deyja um 60% manna á spítölum eða stofnunum og ca. helm- ingur þeirra á alm. spítölum. Það verður því oftast hlutverk spítala- lækna að bera ábyrgð á því að sjúk- lingur hljóti mildan og virðulegan dauða. Þetta er mikil ábyrgð, sem ekki þykir rétt að leggja á einn lækni. Því hefur verið gripið til þess ráðs á spítölum, sem hafa háan stað- al, að skipa nefnd eða ráð innan stofnunarinnar, sem læknir skal ráð- færa sig við ef hann vill hætta akt- ivri meðferð, eða skotið málinu til, ef aðstæður hafa verið þannig, að ekki hefur unnist tími til að ráðfæra sig við nefndina. Þetta er gert til ör- yggis sjúklingum og læknum. IiELSTU HEIMILDIR Am. Med. Association: Judicial Coinsel Opinions and Reports, 1964. Brit. Med. Association: Medical Ethics, London, 1962. Broch, 0. J.: Det kunstige menneske, s. 132-43. Minerva forlag, Oslo, 1969. Blomquist, C.: Medicinsk Etik, s. 232-69. Codex Ethicus Læknafélags íslands, 1968. Natur och Kultur, Stockholm, 1971. Jörgensen, E. 0. & Brodersen, P.: Kriter- ier for död, Nordisk Medicin, 1971: 86. 1549-1560. Sigerist, H. E.: On the History of Medi- cine, s. 97-119. M. D. Publ., New York, 1960. Sperry, W. L.: The Ethical Basis of Medi- cal Practice, s. 136-74. P. B. Hoebner, New York, 1956. 18 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.