Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 3

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 3
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Tímarit hjúkrunarfræðinga ^Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími: 687575 Fax: 680727 Efnisyfirlit Ávarp formanna Loftskipti utan líkama Lovísa Baldursdóttir og Sólveig ^Sverrisdóttir Könnun á fræðslu fyrir sjúklinga sem fengið hafa með kransæðastíflu Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Sigríður Lóa Rúnarsdóttir Lyfjanotkun aldraðra í heimahúsum Matthildur Valfells, Hanna María Gunnarsdóttir og Sigurlaug E. Jóhannesdóttir Reykingabann meðal sjúklinga geðdeildar Landspítalans bls. 5 7 16 24 32 35 47 51 56 58 62 Jóna Siggeirsdóttir og Þórunn Pálsdóttir ^Tin tillagan var Ingibjargarstaðir Viðtal við Ingibjörgu R. Magnúsdóttur Hjúkrun í Litháen Sigríður Guðmundsdóttir Fréttir frá Háskóla íslands, námsbraut í hjúkrunarfræði Herdís Sveinsdóttir Bókagagnrýni Bókalisti Þankastrik: Frásagnarhefð Kristín Björnsdóttir )f Útgefandl: Félag háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga og Hjúkrunarfélag fslands. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgerður Ragnarsdóttir Ritnefnd: Christel Beck Guðrún Jónasdóttir Hólmfríður Gunnarsdóttir Ragnheiður Haraldsdóttir Varamenn: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir Hjördís Guðbjörnsdóttir Greinar í [ressu blaði voru yfirfarnar af: Ástu Thoroddsen, Christel Beck, Guðrúnu Jónasdóttur, Herdísi Sveinsdóttur, Hólmfríði Gunnarsdóttur, Jónínu Hatliðadóttur, Margréti Björnsdóttur, Ragnheiði Haralds- dóttur, Þorgerði Ragnarsdóttur og Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur. I Utlitshönnun: . Hildigunnur Gunnarsdóttir Prófarkalesari: Ragnar Hauksson Fjöldi eintaka: 3000 Setning og prentun: ''Félagsprentsmiðjan hf. ISSN 1022 - 2278 Við eigum að skrifa það öll Fyrir 68 árum, löngu áður en nokkurn óraði fyrir að það ættu eftir að verða til tvö hjúkrunarfélög á íslandi, byrjuðu hjúkrunar- konur í Fjelagi íslenskra hjúkrunarkvenna að gefa út tímarit. I ritstjórn þess blaðs voru Guðný fónsdóttir, Sigríður Eiríkss og Kristjana Guðmundsdóttir. Leiðari fyrsta tölublaðs fyrsta árgangs, sem út kom í júní 1925, ber annaðhvort vott um framsýni þessara kvenna eða sýnir að ekkert er nýtt undir sólinni. Með tímaritinu vildu þœr fyrst og fremst útbreiða áhugamál sín og efla skilning á þeim. í leiðaranum segir: ,, Við eigum að skrifa það allar. Við eigum að leggja það besta af þekkingu okkar og reynslu í það, af trú á málstað okkar og framsóknarhug. Undir því er líf þess komið. Þegar það kemur til þín fátœklegt, þá áttu að minnast þess fyrst að þú hefir sjálf brugðist því. “ Síðan þetta var ritað hafa karlmenn bœst í stéttina og starfs- heitinu verið breytt en sömu orð eiga við engu síður nú en þá. En þar láta þœr stöllur ekki staðar numið. Þœr bæta við að stundum muni birtast í tímaritinu ýmislegt sem almenning varðar og að því sé mikilvægt að miðla víðar. Þegar ég las það hugsaði ég um allar hjúkrunarbækurnar sem ég fletti til að finna kafla um fjölmiðlun og hjúkrun. Sumar þessara bóka voru svo nýjar að það brakaði í þeim þegar þær voru oþnaðar. Þar voru kaflar um fagmiðla, ýmsar aðferðir til sjúklingafræðslu og samskiþta við nemendur og aðrar heilbrigðisstéttir, en ekkert um almenna fjöl- miðla. Sem sagt ekkert um það hvernig við getum miðlað því sem okkur finnst skiþta máli til annarra en þeirra sem eru í beinni snertingu við okkur í starfi. Ég var farin að trúa því að hjúkrun ætti ekkert erindi í almenna fjölmiðla fyrst ekki þætti ástæða til að setja stafkrók um það í kennslubækur um hjúkrun. Því varð ég hissa á að sjá loksins eitthvað um þetta áhugamál mitt í 68 ára gömlu íslensku hjúkrunarriti. Það var ekki laust við að mér hlýnaði um hjarta- ræturnar. Ég var ekki svo skrýtin þegar allt kom til alls. Þær hugsuðu eins og ég fyrir 68 árum. (Það skal tekið fram að ég trúi því frekar að þær hafi verið framsýnar en að ég sé gamaldags.) í Ijósi þessa er eftirfarandi ósk mín fyrir nýtt tímarit: Við skulum skrifa það öll. Við skulum leggja það besta af þekkingu okkar og reynslu í það, af trú á málstað okkar og framsóknarhug. Þegar það kemur til okkar fátæklegt, eigum við að minnast þess að við höfum sjálf brugðist því. Og þar skulum við ekki láta staðar numið. Því sem þar birtist og almenning varðar skulum við miðla áfram svo að allir landsmenn viti hvað það er sem hjúkrunar- fræðingar eru að fást við. Undir því er líf okkar sem starfsstéttar komið. Þorgerður Ragnarsdóttir 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.