Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 lækkun á líkamshita frá 39 gráðum niður í 34 gráður (Wetterberg og Steen,1991). Lífeðlis- fræðileg varnarviðbrögð líkamans við kulda eru m.a. ósjálfráður æðasamdráttur í húð og skjálfti. Ber fyrst og fremst á samdrætti æða í höndum og fótum. í kjölfar kælingar kól tær og hæla beggja fóta. Útlimir voru varðir fyrir hnjaski en eftir að kalblöðrur sprungu mynduðust opin sár sem blæddi og vessaði úr í fyrstu. Blöðruleifar voru klipptar burt og sár þvegin daglega með klórhexidín asetat 0,05% og fúsidín grisjur lagðar yfir. Skjálfti eykur efnaskipti og því súrefnisþörf líkamans sem og framleiðslu koltvíoxíðs sem mæta þarf með aukinni öndun (mínútu ventilation). Skjálfti er hvað mestur við 36 gráður á Celcíus en hættir við kælingu undir 32 gráðum. Því var mikilvægt að halda sjúklingi í algerri vöðvaslökun til þess að koma íveg fyrir ónauðsynlega vöðvavinnu og minnka með því súrefnisþörf og koltvíoxíðframleiðslu. Til þess að draga úr áhrifum ósjálfráða tauga- kerfisins á hjarta- og æðakerfí og á efnaskipti var sjúklingi haldið í djúpu dái. Dýpt meðvitundar- leysis var haldið á því stigi að sjúklingur hefði ekki glæruviðbragð (corneal reflex), táraðist ekki, fengi ekki hárris (piloerection), né hefði kyngingar- eða hóstasvörun. Alger vöðvaslökun og djúpt meðvitundarleysi náðist með pancur- onium (Pauvlon®), fentanyl (Leptanal®) og midazolam (Dormicum®) í sídreypi í stórum skömmtum. Áhrif hátceknimeöferöar (þegar sjúklingur fór aö vakna) s.s. skyndoði, skynmögnun, svefntruflanir, hjálparleysistilfinning, tilfinn- ing um áhrifaleysi (powerlessness) og frá- hvarfseinkenni þegar gjöf svæfinga- og deyfilyfja var hcett. Fjölmargar athuganir og rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum hátæknimeðferðar og gjör- gæsluvistunar á sjúklinga. Sem dæmi um skaðleg áhrif má nefna: truflun á eðlilegum svefni, hávaði, stöðug birta, óþægi- legt hitastig umhverfis, sífelldar truflanir vegna meðferðar og eftirlits þar sem ekki er tekið tillit til þarfa sjúklings um hvíld og svefn, hreyfi- skerðing og truflun á eðlilegum boðskiptum og Dæmi um eftirlit og meðferð við ECLA / Skert loftsklpti tengd ARDS í hægra lunga og brottnámi vinstra lunga. 1. Stöðug mæling llfsmarka (bþ, púls, bláæöaþrýstíngur, hiti) 2. Stöðug mæling súrefnismettunar (SaO^) 3. Mæling á þangetu lunga daglega. Þangeta lunga var mæld sem „lung and chest compliance" samkvæmt eftirfarandi jöfnu: C = delta V (l)/delta P (cmH20) C = Inspiration tidal volume/Pause pressure - PEEP (l/cmH20) Normalgildi er 0,09-0,4 l/cmH20 (West,1979) 4. Mat á loftskiptahæfni lunga, þ.e. mæling á C02útskilnaði tvisvar á dag (metið með C02 Analyzer á Servo 900 C öndunarvél) 5. Nákvæmt eftirlit með blóðgasi (blóðsýni frá slagæð svo og framan og aftan við súrefnisskiptahimnu á ECLA kerfinu) á 4 klst. fresti 6. Nákvæmt eftirlit með virkni öndunarvéla (Servo 900 C svo og hátíðniöndunarvél) samkvæmt reglum gjörgæsludeildar Land- spítalans 7. Sögunfrá barkaslörigu eftirþörfum,en mjög varlegavegna blæðingarhættu og faraekki lengraniöuren sem nemurslöngunni, enn fremur gætileg sogun frá nefi og munni 8. Gæta að einkennum loftbrjósts (tension pneumothorax) og /eða blóðsöfnunar í brjóstholi (hemothorax) sem geta verið versnandi súrefnismettun, minnkandi öndunarhljóð við hlustun, lækkaður bþ, minnkaður púlsþrýstingur (minni þrýstingsmunur milli systolu og diastolu) 9. Nákvæmt eftirlit með brjóstholsslöngum (sog 10-15 cmH20), blæðingu og merkjum um loftleka 10. Breyta legustöðu varlega eftir því sem ástand sjúklings leyfir (bak, varlega upp á hægri hlið ca. 20 gráður á 2 klst. fresti). Ekki liggja á vinstri hlið né hækka höfðalag meira en 10 gráður, ekkert lungnabank II Hætta 6 sýkingum tengt ECLA meðferð, m.a. kerum og slöngum í slagæð og bláæðar, brjóstholsslöngu, kviðskilunar- legg, þvaglegg, barkaslöngu, kalsárum á fótum, bælingu ónæmiskerfis og tíðum gjöfum blóðs og blóðhluta. 1. Sjúklingur er í varnareinangrun sem er framkvæmd samkvæmt reglum frá sýkingavarnarnefnd Landspitalans (húfur, sloppar, maskar). Tiður handþvottur (spritt) 2. Nákvæmt eftirlit með merkjum um sýkingu (ath. ekki er að vænta hitahækkkunar vegna kælingar). Meta önnur einkenni svo sem lækkun á blóðþrýstingi og hraðari púls, svo og fjölgun á hvítum blóðkornum og breytingum á blóðsykri 3. Meta lit, lykt og útlit likamsvessa

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.