Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 13
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
samskiptum (Aldís Jónsdóttir, Guðný B. Guð-
jónsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Rannveig
Sigurðardóttir og Sigrún G. Finnbogadóttir,
1989; Moore, 1989; Salyer og Stuart, 1985).
Skortur á áreitum eða skyndoði (sensory
deprivation) er þekkt hjá mikið veikum einstakl-
ingum. Má þar nefna takmörkun á lyktar-,
bragð-, sjón- og snertiskyni. Margir telja að kær-
leiksrík snerting starfsfólks, sem annast mikið
veika sjúklinga, sé of sjaldgæf (Schoenhofer,
1989; Anna R. Sverrisdóttir o.fl., 1990) þrátt fyrir
að mikilvægi snertingar fyrir eðlilegan þroska
og vellíðan manna og dýra sé viðurkennd. Sjúkl-
ingur var nuddaður varlega og snertur á 2-4 klst.
fresti (s.s. hendur, handleggir) allan sólarhring-
inn og var tilgangur þess og mikilvægi skýrt fyrir
ættingjum.
Enn fremur eru áhrif hugarástands á lífeðlis-
fræðilega þætti, s.s. streituviðbrögð og virkni
ónæmiskerfisins, þekkt (Glaser o.fl., 1990; Rossi,
1986). í samfélagi manna hefur tónlist alla tíð
verið notuð til þess að hafa áhrif á hugarástand
og geð. Þannig er hún samofin lífi mannsins og
líðan. Athuganir hafa leitt í ljós jákvæð áhrif sér-
staklega valinnar tónlistar á sjúklinga og þá
einkum á streituviðbrögð, upplifun sársauka og
á andlega þætti svo sem depurð og ótta (Up-
dike, 1990; Jónína Þ. Erlendsdóttir, KristínJ.
Þorbergsdóttir, Oddný J. Jónsdóttir og Ragn-
hildur Þorgeirsdóttir, 1992). Sérstaklega valin
róandi tónlist var leikin fyrir sjúkling nokkrum
sinnum á sólarhring fyrstu dagana. Horfið var
frá notkun hennar þar sem hún virtist hafa örv-
andi áhrif (blóðþrýstingur og púls hækkuðu) og
var skýring þess óþekkt. Síðar, þegar sjúklingur
var vakinn upp og hann þjálfaður til að anda
sjálfur, var tónlist notuð á nýjan leik til þess að
ná fram slökun og hvíld og til þess að uppörva
sjúkling og hvetja.
Líðan aðstandenda
Þörfum ættingja mikið veikra einstaklinga
hefur verið lýst. Að finna að enn er von, að finna
að starfsmönnum er annt um sjúkling, að geta
treyst því að fá réttar og heiðarlegar upplýsingar
um ástand og horfur, að samræmi sé í upplýsing-
um milli starfsmanna, að fá að dvelja hjá sjúklingi
að vild, að taka þátt í umönnun sjúklings, að
4. Blóðræktanir eru teknar úr bláæðog slagæð, svo og ræktanirfrá stungustöðum æðaleggja, frá brjóstholskera, kviðskilunarlegg,
úr þvagi og hráka og frá húðfleiðrum daglega
5. Daglega er þvegið með klórhexidíni umhverfisalla kera og stungustaði. Fúsidíngrisjur eru vafðar umhverfis kera. Húðfleiöur
eru þvegin á 4-8 klst. fresti með klórhexidíni
6. Blöðruleifar (kalsár) á fótum eru klipptar og sár þvegin úr klórhexidíni og fúsidíngrisjur lagðar yfir daglega
7. Gæta þess að hlffa fótum við öllu hnjaski (hælar, tær). Ekkert nudd
8. Munnhreinsun með Hibitane dental á 4 klst. fresti
9. Gæta þess að barkaslanga særi ekki varir eða tungu, skipta um plástra daglega. Augu eru skoluð með saltvatni eftir þörfum
og sett í þau gervitár á 4 klst. fresti.
10. Hreinsun á öndunarvélum og slöngum er samkvæmt reglum gjörgæsludeildar Landspítala, svo og skipti á vökvasettum,
krönum og framlengingarsnúrum
III Framkvamd og vlðhald kallngar og meðvltundarlaysis. Hatta 6 fylglkvillum langvarandl kallngar og tilbúlns
meðvltundarleysls s.s skertri blóðrás til húðar og truflana á hjartsláttartakti, svo og skaða á taugakerfi.
1. Strangt mat á meðvitundarstigi og dýpt svæfingar (Ijósop, glæruviðbragð, tár, gæsahúð, skjálfti, breyting á bþ og púls við
áreiti, kyngingar- og hóstareflex)
2. Stöðug mæling líkamshita
3. Mat á blóðflæði til húðar (háræðafyllitími, litarháttur, húðhiti)
IV Hatta á skaða; hugsanlegur dauðisjúklings ef kerar færast úr stað, ef blóðsegamyndun verður í kerfinu, ef loft kemst
I kerfið (loftembolia), ef gat kemur á slöngur vegna slits og ef bilun verður í kerfinu (t.d. ef dælan hættir að snúast).
1. Eftirlit með þrýstingi í kerfinu
2. Eftirlit með þani/fyllingu á slöngum
3. Eftirlit með hitastigi í kerfinu
4. Eftirlit með snúningshraða pumpunnar
5. Skola í gegnum kerfið á klst. fresti til að minnka líkur á blóðstorkumyndun
6. Nauðsynleg áhöld eru tiltæk ef slanga rifnar (æðatengur, dauðhreinsuð skæri og millistykki)
7. Neyðarviðbrögðeru æfð; klemmafyrirfrárennsliblóðsfrásjúklingi.skrúfasnúningshraðadælunnarniður.slökkvaádælunni,
svæfa sjúkling dýpra með Penthotali og lækka llkamshita enn frekar
8. Nauðsynleg lyf til endurlífgunar eru ávallt tilbúin við rúm sjúklings
9. Slönguskipti eru æfð á aukadælu
10. Ávallteru2hjúkrunarfræðingarviðrúmsjúklingsallansólarhringinn,sérfræðingurísvæfingumog tæknimaður í næsta nágrenni.