Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 finna að maður sé velkominn og ekki fyrir, og að hafa ákveðinn hjúkrunarfræðing til að snúa sér til eru atriði sem koma aftur og aftur fram í athugunum sem gerðar hafa verið á undan- förnum árum (Hickey, 1990; Leske, 1986; Norris og Grove,1986). Nánustu ættingjar dvöldu hjá sjúklingi eins oft og lengi og þeir óskuðu. í fyrstu var erfitt fyrir þá að nálgast sjúkling í því ástandi sem hann var. Líkaminn var kaldur viðkomu, húðin með marmaralit, engin viðbrögð sjáanleg, slöngur í útlimum og búk, auk ókunnuglegra hljóða frá tækjum og mælum. Þeir voru hvattir til þess að ræða tilfinningar sínar varðandi meðferðina og að taka þátt í umönnun eins og mögulegt var og þeir treystu sér til. Meðal annars gerðu þeir liðferlisæfingar, nudduðu húðina með olíu, greiddu hárið og töluðu til sjúklings- ins. Næturnar voru oft langar og erfiðar og þá var útbúið svefnpláss á næstu stofu. Þess var gætt að þeir fengju hvfld og næringu. Sömu hjúkr- unarfræðingar og læknar önnuðust sjúkling meðan á dvölinni á deildinni stóð. Leitast var við að samræma upplýsingar og framtíðarspár starfsmanna og lögð áhersla á að lifa einn dag í einu. Enn fremur tók sjúkrahúsprestur virkan þátt í stuðningi við fjölskylduna. Lokaorö Líðan og samskipti starfsfólks á gjörgæsludeild- um hafa áhrif á gæði þeirrar þjónustu sem þar er veitt (Knaus, Draper, Wagner og Zimmerman, 1986). Hátæknimeðferð sem þessi vakti upp mismunandi viðbrögð og áleitnar spurningar hjá starfsfólki sem nauðsynlegt var að viðurkenna og ræða. Hversu langt er hægt að ganga í við- haldi lífs? Hvað er líf? í umdeildri meðferð sem þessari er mikilvægt að starfsmenn virði mis- munandi skoðanir og tilfinningar hver annars og hjálpist að við að fara sömu leið að sameigin- legu markmiði þrátt fyrir mismunandi viðhorf til lífs og dauða. Sem dæmi má nefna, að til þess að viðhalda baráttuvilja starfsfólks og trú á sigur lífsins var mynd af sjúklingi hengd upp við rúmið og jafnframt var starfsfólk hvatt til að skoða myndbandsupptöku sem sýndi glaðan og brosmildan ungling á góðri stund. Hér að framan hefur verið lýst aðdraganda og framkvæmd TECLA eða fullrar lungnaaðstoðar utan líkama, svo og fjallað um þau hjúkrunar- viðfangsefni sem sértæk voru fyrir meðferð þessa einstaklings. Hér var þó aðeins sögð saga fyrstu fimm vikna af tveggja ára strangri andlegri og líkamlegri endurhæfingu sem bar þann árangur að viðkomandi komst út í lífið aftur og settist á skólabekk með jafnöldrum sínum. Sérstakar þakkir f»r Oddur Fjalldal, sórf ræðlngur fyrlr ródgjöf og ábendlngar. Edda Alexadersdóttlr, hjúkr- unarfræðlngur fær enn fremur þakklr. Helmlldlr Anna Rut Sverrisdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, íris Þórðardóttir, Jóhanna Elfsdóttir, Margrét Björk Sigurjónsdóttir, Rósa Jónsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir (1990). Könnun á snertingu til mikið veikra sjúklinga á gjörgœsludeild Landspítalans. Óbirt lokaritgerð til B.S. prófs íhjúkrunar- fræði við Háskóla íslands. Aldís Jónsdóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Katrín Sigurðar- dóttir, Rannveig Sigurðardóttir og Sigrún Gerður Finnbog- dóttir (1989). Hávaðamceling á gjörgcesludeild Landspítal- ans. Óbirt lokaritgerð til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Border.J.R., Hassett.J., LaDuca, J., Seibel, R., Steinberg, S., Mills, B. , Losi, P., ogBorder, D. (1987). Thegut orgin septicstates in blunt multiple trauma (ISS = 40) in the ICU. Annals of Surgery, 206, 427-48. Estrada, E.A. (1992). ECMO for neonatal and pediatric patients: State-of-the-art and future trends. Pediatric Nursing, 18, 67-70. Fjalldal, O., Torfason, B., Önundarson, P.T., Thorsteinsson, A., Vigfússon, G., Stefánsson, T., ogMagnússon, V. (1993). Pro- longed total extracorporeal lung assistance without syste- mic heparinization. Acta Anaesthesiologica Scandinavica, 37, 115-120. Glaser, R., Kennedy, S., Lafuse, W.P., Bonneau, R.H., Speicher, C. , Hillhouse, J., og Kiecholt-Glaser, J.K. (1990). Psycho- logical stress-induced modulation of Interleukin 2 receptor gene expression and Interleukin 2 production in peripheral blood leucocytes. Archives General Psychiatry, 47, 707-712. Hickey, M. (1990). What are the needs of families of critically ill patients? A review of the literature since 1976. Heart & Lung, 19, 401-415. Hurst, J.M., Branson, R.D., og DeHaven, C.B. (1987). The role of High-Frequency Ventilation in post-traumatic respiratory insufficiency. The Journal of Trauma, 27, 236-242. JónínaÞ. Erlendsdóttir, KristínJ. Þorbergsdóttir, OddnýJ.Jóns- dóttir og Ragnhildur Þorgeirsdóttir (1992). Áhrif tón- listarmeöferðar á líðan hjartaskurðsjúklinga. Óbirt loka- ritgerð til B.S. prófsí hjúkrunarfræði við Háskóla íslands. Knaus, W.A., Draper, E.A., Wagner, D.P., og Zimmerman, J.E. (1986). An Evaluation of outcome from Intensive Care in
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.