Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 og aftur ári síðar. Rannsóknin sýndi að fyrstu þrjátíu dagarnir réðu mestu um hvort sjúkling- arnir breyttu um lífsstíl. Samkvæmt því er fræðsla og stuðningur mjög mikilvægur stuttu eftir útskrift. í rannsókn Ragnheiðar Haraldsdóttur (1984) er bent á að þegar sjúklingur greinist með kransæðastíflu hefur hann hvorki styrk né þrótt til að ákveða hvaða vitneskju hann þarf að fá um sjúkdóminn. Því hafa hjúkrunarfræðingar þurft að meta hvað hann þarf að vita. Seinna eru sjúklingar of kvíðnir til að afla sér upplýs- inga um hvernig þeir geti haft áhrif á sjúkdóm- inn og framgang hans. Á hjartadeild Borgarspítalans hefur fræðsla fyrir sjúklinga, sem fengið hafa kransæðastíflu, verið einstaklingshæfð. Auk þess hafa sjúkling- arnir fengið bæklinga og verið bent á lesefni. Sama má segja um hjartadeild Landspítalans. Þar hefur einnig verið veitt hópfræðsla eftir því sem aðstæður deildarinnar leyfa. í starfi okkar sem hjúkrunarfræðingar á hjartadeild Borgarspítalans urðum við þess áskynja að sú fræðsla, sem sjúklingar fá eftir kransæðastíflu, skilar sér ekki eins og ætlast er til. Sjúklingar, sem leggjast inn á deildina í annað sinn, virðast lítið vita um sjúkdóm sinn. Sumir virðast ekki vita hvað þeir eiga að gera ef þeir fá hjartaverk sem er mjög mikilvægt fyrir hjartasjúkling að vita. Spurningar vöknuðu um hvort fagstéttir veittu nægilega fræðslu. Einnig hvort sjúklingarnir hafi ekki getu eða vilja til að meðtaka fræðsluna. Ákveðið var að leita svara við þessu með því að gera þessa könnun. Tilgangur Tilgangur þessarar könnunar var þríþættur. í fyrsta lagi að kanna fræðsluþarfir sjúklinga sem fengið hafa kransæðastíflu. f öðru lagi að athuga hvernig fræðslan var veitt og í þriðja lagi að kanna hvort hún bar tilætlaðan árangur. Fimm rannsóknarspurningar voru settar fram: 1. Hverjar eru fræðsluþarfir kransæðasjúkl- inga og hvernig komið til móts við þær? 2. Hvernig er fræðslan veitt? 3. Hvernig vilja sjúklingarnir að fræðslan sé veitt? 4. Hverjir veita fræðsluna? 5. Hver er árangur fræðslunnar? Aöferö Þýði og úrtak: Þýði könnunarinnar var ein- staklingar sem fengu kransæðastíflu á tímabil- inu 1. janúar - 1. október 1992 og lögðust inn á Borgarspítalann eða Landspítalann. Upplýs- ingar um þýðið fengust frá tölvudeildum sjúkrahúsanna. Úrtakið var einstaklingar á aldr- inum 35- 67 ára sem fengu kransæðastíflu á tímabilinu 1. janúar - 1. október 1992 og útskrif- uðust heim af hjartadeild Borgarspítalans eða Landspítalans. í þýðinu voru 270 einstaklingar en í úrtakinu 87 einstaklingar. Þar af voru 56 einstaklingar frá Borgarspítalanum eða 64% og 31 einstakl- ingur frá Landspítalanum eða 36%. í úrtakinu voru 66 karlmenn eða 76% og 21 kona eða 24%. Spurningalistanum svöruðu 58 einstaklingar og er það 67% svörun. Mælitœki ogframkvœmd: Við gerð könnunar- innar var notaður spurningalisti sem rannsak- endur sömdu. Stuðst var að hluta til við spurn- ingalista sem notaður var við könnun á fræðslu- þörfum kransæðasjúklinga á hjartadeild Land- spítalans sem 4. árs nemar við námsbraut í hjúkrunarfræði gerðu vorið 1985 (Anna Lilja Gunnarsdóttir o.fl., 1985). Spurningalisti var valinn vegna þess að það tekur stuttan tíma að svara honum og hægt er að hafa hann á ein- földu og skýru máli. Flestar spurningarnar voru krossaspurningar. Einnig voru notaðar spurn- ingar þar sem einstaklingarnir höfðu fjóra möguleika á að meta fræðslu. Stuðst var við Likert-kvarða þar sem svarandinn er beð- inn um að velja það svar sem á best við. Þessir svarmöguleikar voru mikil fræðsla, töluverð fræðsla, lítil fræðsla og engin fræðsla. Spurningalistanum var skipt í fimm þætti. í

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.