Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 24
Túnarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Matthildur Valfells, Hanna María Gunnarsdóttir og Sigurlaug E. Jóhannesdóttir Lyfjanotkun aldraöra í heimahúsum Tilgangur pessarar könnunar var að fá vísbendingu um hver og hve mikilvæg helstu vandamál varðandi lyfjanotkun aldraðra eru. Könnuð var lyfjanotkun 67 einstaklinga sem voru að koma í fyrsta skipti á móttökudeild öldrunarlœkningadeildar Land- spítalans árið 1992 og sem ekki höfðu verið tengsl við áður. Tveir hjúkrunarfrœðingar fóru í vitjun heim til hvers einstaklings. Annar hjúkrunarfrœðingurinn taldi lyfin á meðan hinn rœddi við pátttakandann. Samkvœmt niðurstöðum könnunarinnar tóku 82% pátttak- enda lyf sín rangt. Helstu vandamál, sem fólk átti við að glíma við lyfjatöku, voru erfiðleikar við að opna lyfjaglös, ruglingur með lyfjategundir og skammta. Orsakir reyndust vera margvíslegar, t.d.minnisleysi, sjóndepra, skert handa- stjórn, uppsöfnuð lyf og pekkingarleysi. Höfundar telja pví að meðan á innlögn stendur purfi að meta á markvissan hátt hæfni sjúklinga til að sjá um lyfin sín sjálfir. Sé peirri hæfni ábótavant purfi að fræða og pjálfa sjúklinga í að sjá um lyfin sín áður en peir eru útskrifaðir heim af sjúkrahúsum. Matthildur Valfells lauk námi frá Hjúkrunar- skóla fslands áriö 1957 og framhaldsnámi í öldrunar- hjúkrun frá Nýja hjúkr- unarskólanum árið 1983. Hún hefur starfað á öldr- unarlœkningadeild Land- spítalans í 15 ár og er nú deildarstjóri móttöku- deildar þar. Hanna María Gunnars- dóttir lauk námi frá Hjúkr- unarskóla íslands árið 1974 og námi i geðhjúkrun frá Nýja hjúkrunarskól- anum árið 1977. Starfaði á móttökudeild öldrunar- lœkningadeildar Land- spítalans í átta ár, þar til 1. júli 1993• Nú starfar hún á lyflœkningadeild Landakotsspítala. Sigurlaug E. Jóhannesdóttir lauk námifrá Hjúkrunar- skóla fslands í mars 1955. Sigurlaug hefur starfað á móttökudeild öldrunar- lcekningadeildar Land- spítalans síðan (janúar 1987. Til öldrunarlækningadeildar Landspítalans ber- ast beiðnir um þjónustu frá læknum, hjúkrunar- fræðingum, ættingjum og jafnvel einstaklingum sjálfum. Þegar beiðnirnar berast er gefinn upp tími á móttökudeild fyrir læknisskoðun og þar er heilsufar einstaklingsins metið. Flestum sem koma á móttökudeild er skipaður tengill sem ýmist er hjúkrunarfræðingur eða félagsráðgjafi. Mikilvægur þáttur í starfi okkar hjúkrunar- fræðinganna eru vitjanir heim til skjólstæðinga. Þá sést hvernig fólk tekst á við hlutina í sínu eigin umhverfi og þannig er betra að meta ástandið. f þessum vitjunum höfum við tekið eftir ýmsum vandamálum í sambandi við lyf. Til dæmis hafa oft komið upp efasemdir um að lyf séu tekin samkvæmt fyrirmælum læknis. Við höfum tekið eftir miklu af uppsöfnuðum lyfjum í fórum skjólstæðinga okkar. Lyfjum sem þeir eru hættir að nota en taka af og til. Eins er töluvert um að fólk eigi útrunnin lyfsem það er ísumum tilfell- um enn að nota. Þessi atriði vöktu áhuga okkar á að gera þessa könnun.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.