Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 25
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Almennt staðfesta rannsóknir að lyfjanotkun fólks eykst með aldri (Patsdaughter og Peszn- ecker, 1988; Atkinson, Gibson og Andrews, 1977; Ali,1992). Vandamál við lyfjatöku aldraðra í heimahús- um geta verið margs konar. Margar kannanir sýna að algengt er að lyf séu ekki rétt tekin (Skúli Johnsen, Anna M. Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson, Sigurjón Jónsson og Almar Grímsson, 1977; Maclsaac, Rivers og Adamson, 1989; MacGuire, Preston og Pinches, 1987; Elísabet Tómasdóttir, 1991; Chenitz, Salisbury og Stone, 1990). Ástæður geta verið af ýmsum toga. Oft er það vegna gleymsku, einnig vegna þess að læknar þekkja ekki skjólstæðinga sína nógu vel eða af því að margir læknar vísa á lyf fyrir sama sjúkling (Davidson, 1974; Maclsaac o.fl., 1989) og að lyf sjúklinga eru ekki endur- skoðuð í heild (Basics Revisited , 1987). Hjá sumum einstaklingum safnast upp lyf, stundum vegna þess að fólk leitar til margra lækna sem skrifa út lyfseðla til þess (Maclsaac o.fl., 1989), eða vegna þess að þeir gleyma að taka þau, þeir treysta ekki lækninum og ráðgjöf hans eða þeir trúa ekki á lyfið (Hill, 1986). Erfiðara er að fínna rannsóknir um að fólk fari ekki eftir fyrirmælum um lyfjatök vegna líkam- legrar vangetu. Þó eru til rannsóknir sem sýna að fólk getur átt erfitt með að opna lyfjaglös (Hurd og Butkovich, 1986), lesa á lyfjaglös (Meyer og Schuna, 1989; Pogrund og Ibugi, 1982), ná töflum upp úr glasi (Meyer og Schuna, 1989) og að greina í sundur töflur eftir lit (Hurd og Butkovich, 1986; Meyer og Schuna, 1989). Stærð taflna og þurrkur í munni geta líka verið ástæður fyrir þessu. (Chenitz o.fl., 1990). í grein Chenitz o.fl. (1990) kemur fram að sjúklingar fengu ekki æfingu í að sjá um lyf sín sjálfir meðan á sjúkrahúsdvöl stóð og að fyrir- mæli voru ekki einfölduð eins og unnt hefði verið. Ýmsir aðrir hafa síðar bent á atriði sem tengjast þjálfun og minnisgetu við lyfjatöku (Johnston, Clarke, Mundy, Cromarty, Ridout, 1986; Patsdaughter og Pesznecker, 1988; Bezon, 1991). Rannsókniríþáverubendatilað fræðsla ein sér auki vissulega þekkingu á lyfinu en dugi þó ekki alltaf. Fleira kemur til, svo sem líkamleg hæfni, efasemdir um notagildi lyfja og hugsunarháttur. T elja má almennt að sjúklingar á sjúkrahúsum séu fræddir um þau lyf sem þeim er ætlað að taka eftir að þeir útskrifast. Margir hafa hins vegar sýnt fram á að ef fræðslunni fylgir þjálfun í að taka þau, byggð á mati á líkamlegu og andlegu atgervi viðkomandi einstaklings, þá aukast mjög líkur á að hann fylgi fyrirmælum um tökuna (Chenitz o. fl.,1990; Bream, 1985; MacGuire o.fl., 1987; Shannon, 1983). Þykir flest benda til þess að góð þjálfun í meðferð lyfja fyrir útskrift spari tíma í heimahjúkrun og minnki líkur á endurinnlögnum. Markmiðið með þessari könnun er að fá vís- bendingu um hver séu aðalvandamál í sambandi við lyfjanotkun aldraðra og hve alvarleg þau eru. Aöferö í þessari könnun var leitast við að fá svör við eftirfarandi spurningum: 1. Tekur gamalt fólk lyf samkvæmt fyrir- mælum læknis? 2. Safnast upp lyfjabirgðir? 3. Hver er þekking gamals fólks á lyfjum sem það notar? 4. Hver tekur lyfin til? 5. Hver gefur lyfið? 6. Hefur umhverfí, búseta eða húsnæði áhrif á notkun lyfja? 7. Hvaðan fær viðkomandi lyf; frá lækni eða öðrum? 8. Útvegar viðkomandi öðrum lyf; þ. e. lánar öðrum? Þegar spurningalistinn var saminn var ákveðið að hafa spurningarnar sem einfaldastar og jafn- framt að spyrjandi fyllti út spurningalistann sjálfur. Nafnleyndar var gætt og voru þvílistarnir nafnlausir en númeraðir. Af þessum sökum var hvorki skráð kyn né aldur svarenda. Ætlunin var að kanna lyfjanotkun allra sem voru að koma í fyrsta skipti á móttökudeild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.