Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 26
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 öldrunarlækningadeildar Landspítalans og sem við höfðum ekki haft nein afskipti af áður. Tímabilið sem við völdum var allt árið 1992. Könnunin var framkvæmd á þann hátt að fara í heimilisvitjun til hvers og eins. Árið 1992 komu 106 einstaklingar í fyrsta skipti á móttökudeildina. Af þessum fjölda var utan úrtaks 31 einstaklingur. Ástæður fyrir því voru að 22 notuðu ekki lyf, 5 bjuggu úti á landi, 2 lögðust inn á sjúkrahús og útskrifuðust ekki, og einn flutti á dvalarheimili. Þess utan var einn ófær um að taka þátt í könnuninni vegna geð- rænna vandamála að mati læknis og hjúkrunar- fræðings á móttökudeild. Alls komu 75 einstaklingar til greina í úrtakið. Af þeim neituðu 8 einstaklingar þátttöku. 67 einstaklingar tóku því þátt í könnuninni. Þátt- tökuhlutfall af úrtaki var 89%. Skipulagið var þannig, að þegar einstaklingur kom í fyrstu skoðun var rætt við hann og/eða aðstandendur hans og í þeim samræðum var könnunin og aðferðin við hana kynnt. Farið var í heimilisvitjun sem allra fyrst eftir komu einstaklingsins á móttökudeild. Jafnan fóru tveir hjúkrunarfræðingar í hverja vitjun. Verkaskipting var þannig, að annar taldi lyfin meðan hinn ræddi við þátttakandann. Vitjan- irnar tóku mislangan tíma, allt frá einni klst. upp í 5 1/2 klst. Algengast var að vitjun tæki um það bil þrjár klukkustundir. Vitjanir til aldraðra í heimahús geta tekið langan tíma ef vinna á traust og trúnað einstaklingsins. í ljós kom að margir þeir sem koma á móttökudeildina með lyfin sín, eða upplýsingar um þau, eiga miklu fleiri lyf heima hjá sér. Sem dæmi má nefna þátttakanda sem sagðist nota tvö lyf en var með 44 mismunandi lyf heima. Æskilegt þótti að athuga hvort einhverjar líkamlegar takmarkanir hefðu áhrif á hvort fólk gæti tekið lyf sín rétt. Því voru könnuð sjón, minni, stjörn á handahreyfingum og geta til að opna glös. Sjón var metin góð ef einstaklingur- inn gat lesið meginletur dagblaðs (9 punkta Times) með eða án gleraugna. Hún var metin sæmileg ef viðkomandi gat lesið 18 punkta letur og léleg ef hann gat aðeins lesið stórar fyrir- sagnir (48 punkta letur). Við athugun á minni einstaklingsins var notað MMSE-próf (Folstein’s Mini Mental State Exami- nation). Sá skali gefur mest 30 stig. Mörkin um vitsmunalega skerðingu eru á milli 23 og 24 stiga. Þetta próf metur m.a. minni, athygli og getu til að fara eftir leiðbeiningum. Við stjórn á handahreyfingum var lögð áhersla á að athuga næmi í fingrum til að vita hvort fólk gæti tekið upp töflu. Beitt var vísifmgursaðferð, þ.e. að láta einstaklinginn snerta vísifingur rannsakandans með sínum. Handahreyfing var metin góð ef viðkomandi gat framkvæmt hana hiklaust, sæmileg ef hann átti í vandræðum með að hitta en gat það þó og léleg ef hann náði því ekki. Kannað var hvort þátttakendur gætu opnað lyfjaglös og þá hvernig þeim gengi það. Til þess valdi lyfjafræðingur Landspítalans fimm mis- munandi lyfjaglös. Spurt var hvort þátttakandi fengi lánuð lyf og hvort hann lánaði öðrum lyf. Ef svarið var jákvætt, var spurt hvort það væri vegna þess að hann hefði vantað lyf eða vildi reyna lyf sem hafði reynst öðrum vel. Kannað var hvort viðkomandi ætti lyfjakort. Ef svo var skráðum við fjölda lyfja á kortinu og síðustu dagsetningu. Enn fremur var athugað og metið fyrirkomulag á geymslu lyfja. Fyrirkomu- lag var flokkað ígott, sæmilegt og lélegt eftir því hvort álitið var að það stuðlaði að öryggi í töku lyfjanna. Hér var um huglægt mat að ræða, byggt á sameiginlegum niðurstöðum hjúkrunarfræð- inganna eftir hverja vitjun. Til dæmis var fyrir- komulag metið gott ef öll lyf voru á sama stað, sæmilegt ef lyf voru á sama stað en innan um lyf sem ekki voru notuð og sum lyfjaglös opin, og lélegt ef lyf voru á mörgum stöðum í íbúð- inni. Fjöldi lyfjategunda sem einstaklingur átti, og hversu margar tegundir hann notaði var skráð. Hvert lyf fyrir sig var skráð; hvort það var á lyfja- korti eða ekki, tegund, hvort til var eldri skammtur, dagsetning á umbúðum og fyrn-

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.