Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 30
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
lyf sín rétt. í þessari könnun var athugað minni
einstaklingsins, sjón hans, næmi í fingrum og
geta hans til að opna lyfjaglös. Athyglisvert er
að af þeim 25 einstaklingum, sem voru með
skert minni (MMSE<24), sáu tíu að öllu leyti
sjálfir um lyfjatöku sína.
Nítján þátttakenda (28%) voru með skerta
sjón. Af þeim voru átta einstaklingar sem sáu um
lyf sín sjálfir eða 42% sjónskertra. Það virðist
vera ískyggilega hátt hlutfall, sérstaklega þegar
borið er saman við könnun Meyer og Schuna
(1989), en þar kom fram að 16% sjónskertra sáu
sjálfir um lyf sín. Hins vegar er úrtakið í þessu
tilfelli orðið svo smátt að skekkjumörk verða
óeðlilega há.
Eins og niðurstöður sýndu voru rúmlega 22 %
þátttakenda með skerta stjórn á handahreyf-
ingum. Af því má álykta að þeir eigi erfitt með,
eða séu ófærir um að handfjatla töflur, t.d. að
ná þeim úr skammtaboxi.
Þegar kannað var hvernig þátttakendum
gengi að opna lyfjaglösin gátu 40% þeirra ekki
opnað glas nr. 2, glasið með barnalæsingunni.
Skert MMSE eða sjóndepra hafði engin áhrif þar
á. f þessu sambandi má benda á rannsókn Hurds
og Butkovich (1986) sem sýndi að rúmlega 30%
aldraðra gátu ekki opnað glas með barnalæsingu
Hins vegar má geta þess að marktækur munur
kom framáþvíhve sjóndapriráttu ímeirierfið-
leikumenaðrirmeðaðopnaglasnr. 5. Um20%
þátttakenda gátu ekki opnað það. Óhætt virðist
því að álykta að glös nr. 2 og 5 henti öldruðum
illa. Sýnt hefur verið fram á að heppilegustu
glösin eru þau sem komast fyrir í lófa og eru með
skrúfuðu loki eða með smelltu loki með flipa.
Þetta samræmist niðurstöðum okkar og sýnir
fram á mikilvægi þess að við afhendingu lyfja
til aldraðra sé gengið úr skugga um að viðkom-
andi geti opnað glösin.
Það er eftirtektarvert að 70% þátttakenda
höfðu ekki lyfjakort. Hjá þeim sem höfðu lyfja-
kort gætti mikils ósamræmis íþví hvaða lyf voru
skráð á kortið og hvaða lyf voru notuð. Sam-
kvæmt þessu virðist notkun lyfjakorta ekki eins
algeng sem ætla mætti og gagnsemin minni.
Þessir 67 einstaklingar voru með 524 lyf alls.
Að meðaltali eru það nánast 8 lyf á mann. Þessi
tala er hærri heldur en í ýmsum hliðstæðum
könnunum (Ali, 1992, Chenitz o.fl., 1990,
Bream, 1985, Atkinson o.fl., 1977, Elísabet
Tómasd., 1991).
Áberandi var hvað fólk var með í fórum sínum
mörg lyf sem það var hætt að taka. Þau voru 126
talsins eða 24% af heildarfjölda lyfja í könnun-
unni. Það virðist ekki vera nógu brýnt fyrir fólki
að láta eyða lyfjum sem það er hætt að nota.
Áberandi er að meira en helmingur þátttak-
enda átti lyf í lyfjaflokkunum N05 og N02 sem
eru geðlyf, róandi lyf og svefnlyf.
MacGuire o.fl. (1987) benda á að óráðlegt sé
að fela öldruðum umsjá fleiri en þriggja lyfja.
Athyglisvert er í því sambandi að í þessari
könnun kom fram að af þeim þátttakendum,
sem áttu eitt til þrjú lyf og sáu um þau sjalfir,
tók enginn þau rétt.
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tóku
82% þáttakenda lyf sín ekki rétt. Taka ber þó
tillit til þess að sumir þeirra töldu sig hafa átt eldri
skammt fyrir þegar þeir fengu nýjan og þá gat
verið erfitt að meta hvað var rétt og hvað rangt.
Útkoman er þó í samræmi við þær niðurstöður
sem Skúlijohnsen o.fl. (1977) fengu í könnun
sem þeir gerðu 1976. Þar var kannaður fjöldi
lyfja sem rangt var tekinn. Hann reyndist þar
vera um 70% tekinna lyfja eins og í þessari
könnun.
Lokaorö
Þegar könnuð var fylgni milli þekkingar þeirra,
á lyfjunum, sem tóku þau til, og réttrar töku
þeirra kom í ljós að jafnvel þótt þekking væri
í meðallagi og þar yfir voru einungis 30-40%
líkur á að þau væru rétt tekin. Þessar niðurstöður
sýna að þótt nauðsynlegt sé að fræða fólk um
lyfin og verkun þeirra þá dugar sú fræðsla ekki
ein sér. Jafnframt er nauðsynlegt að þjálfa fólk
í að taka lyfin til. Síðast en ekki síst þarf að meta
á markvissan hátt hvort fólk er fært um að sjá
um lyfsín, en tryggja ella að einhver sem til þess
er fær hljóti nauðsynlega fræðslu og þjálfun.