Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 ráðgjafa, viðskiptafræðingum og yfirtannlækni, auk fulltrúa og starfsmanna við afgreiðslu ýmiss konar. Þarna var um nýja stöðu að ræða og nýstofnað ráðuneyti. Hvernig þróaðist sterfið i ráðuneytinu? Þegar ég hóf störf í ráðuneytinu sá ég fljótlega að það reyndist mér gott veganesti að hafa setið nokkur ár í bæjarstjórn Akureyrar. Þar kynntist ég ýmsum hliðum sveitarstjórnarmála og starfaði í ýmsum nefndum á vegum bæjarstjórnar, m.a. stjórn elliheimilanna. í bæjarstjórn sat ég um tíma eina konan með tíu körlum og lærði heilmikið af þeirra vinnubrögðum. Karlar vinna á margan hátt frábrugðið konum og vilji maður tefla við þá verður að læra þeirra taflaðferðir, annars er hætt við máti, jafnvel heimaskítsmáti. Störfin í ráðuneytinu eru margbrotin og hér verður aðeins stiklað á stóru. Þeir málaflokkar, sem ég vinn mest að, eru málefni sjúkrahúsa, dvalar- og hjúkrunar- heimila, heilugæsla, málefni heilbrigðisstétta og menntamál. Mikill tími fer í nefndar- störf, funda- og ráðstefnusetur bæði hér heima og erlendis. Því fylgir oft mikil vinna, undirbúningur undir fundi, skýrslugerðir, ræðuhöld og svo frágangur eftir á. Eitt af mínum fyrstu störfum í ráðuneytinu var að endurskoða hjúkrunarlög. Þau voru komin vel til ára sinna og nauðsynlegt að gera á þeim breytingar. Ég kynnti mér ítarlega læknalög og sá þar margt sem hægt var að taka til fyrir- myndar. Ný hjúkrunarlög tóku gildi 13- mars 1974. Þar voru ýmis nýmæli, m.a. að ráðherra skyldi skipa Hjúkrunarráð og að setja skyldi reglugerð um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun. Hjúkrunarráð er skipað þremur fulltrúum, einum tilnefndum af menntamála- ráðherra, öðrum af Hjúkrunarfélagi íslands og þann þriðja skipar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra án tilnefningar og skal hann vera formaður ráðsins. Formannsstarfi ráðsins hefi ég gegnt frá upphafi. Nú eru með mér í Hjúkrunarráði Marga Thome, dósent, og Vilborg Ingólfsdóttir, formaður Hjúkrunarfélags íslands. Undanfarin ár hefur formaður Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga, Ásta Möller, setið fundi með Hjúkrunarráði. Hjúkrunarráð fjallar um leyfisveitingar til þeirra hjúkrunarfræðinga er stundað hafa hjúkrunarnám erlendis, sérfræðileyfi í ýmiss konar sérgreinum hjúkrunar, umsóknir um stöður hjúkrunarforstjóra í sjúkrahúsum og fleira er ráðuneytið felur því. Hjúkrunarráð endurskoðaði síðast- liðið ár reglugerð um sérfræðileyfi fyrir hjúkrunarfræðinga og lagði fyrir ráðherra. Sú reglugerð hefur þegar tekið gildi. Fyrir nokkrum árum kallaði ég saman nokkra hjúkrunarforstjóra sjúkrahúsa og Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, formenn hjúkrunarfélaganna, hjúkrunarfræðing hjá landlæknisembættinu og þá fulltrúa sem sátu með mér í Hjúkrunarráði. Þennan hóp höfum við kallað samstarfshóp um hjúkrunarmál. Síðar kom í hópinn formaður námsbrautar f hjúkrunarfræði í Háskóla íslands. Fundi höfum við haldið nokkuð reglulega í ráðuneytinu einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og rætt þau heilbrigðismál er efst eru á baugi hverju sinni. Meðal annars höfum við rætt um manneklu í hjúkrun og sendum fyrir nokkrum árum ráðherra ítarlega greinar- gerð um það mál ásamt tillögum til úrbóta. Einn veturinn unnum við að því að kynna hjúkrun og nám í hjúkrunarfræði.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.