Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 44
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Margir hjúkrunarfræðingar voru ósáttir við að þetta nám í Háskóla íslands skyldi ekki vera framhaldsnám fyrir þá eins og þeir höfðu bundið vonir við, heldur almennt hjúkrunarnám. Hins vegar gat háskólinn ekki sett af stað fram- haldsnám fyrir aðra en þá sem höfðu lokið einhverju háskólanámi. Auk þess var það skoðun ráðgjafa WHO að fjögurra ára nám í hjúkrunarfræði væri það sem okkur vantaði ef við vildum fá vel menntaða kennara og stjórnendur. Þegar ég lít til baka finnst mér ótrúlega vel hafa til tekist og við hafa lyft grettistaki á þessum árum. Þegar fyrsti hópurinn brautskráðist frá háskólanum var dr. Dorothy C. Hall boðið að vera viðstaddri og var það óneitanlega ánægjulegt. Hún gegndi stöðu yfirmanns hjúkrunarmála hjá WHO í meira en tíu ár. Hún kom nokkrum sinnum til landsins og ég hitti hana í Kaupmannahöfn í nokkur skipti bæði til þess að ræða um námsbrautina og ýmis málefni sem ég var að sinna hér í ráðuneytinu. Kynni mín við þessa menntuðu konu voru mér ómetanleg. Sjömannanefndin varð fyrsta stjórnarnefnd námsbrautarinnar en nokkru síöar var sett reglugerð fyrir námsbrautina og með henni ný stjórn. í námsbrautarstjórn sat ég næstu 15 árin. í reglugerðinni voru ákvæði um að við námsbrautina skyldi starfa námsbrautarstjóri. María hafði sinnt kennslustjórastarfi í fyrstu, ásamt starfi sínu sem skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans, en ég tók að mér námsbrautarstjóra- starfið og gegndi því í 15 ár. Nú er námsbrautin í sínu eigin húsnæði sem Hjúkr- unarskóli íslands átti áður og þar starfa rúmlega 2 fastráðnir kennarar, skrifstofu- stjóri, ritarar og kona við símavörslu. Við létum fara fram keppni um nýtt nafn á skólahúsnæðið. Um 60 tillögur bárust og var nafnið Eirberg valið af námsbrautar- stjórn. Hver skyldi hefe átt hugmyndine að nafninu? Ég kom með tvær tillögur og þetta var önnur þeirra. Eir var gyðja lækninga og heilbrigðis í norrænu goðatrúnni og að skeyta berg við þótti mér bæði hljóm- fallegt og eiga samleið með öðrum háskólabyggingum svo sem Lögbergi. Óneitan- lega var gaman að sumum tillögunum sem bárust, og auðséð að nokkrar þeirra voru fremur settar fram af gamansemi en alvöru. Ég man að ein tillagan var , ,Ingibjargarstaðir‘ ‘! Var ekki erfitt að samhæfa starfið við námsbreutine starfinu i ráðuneytinu? Það var mikið starf að vera námsbrautarstjóri með starfi mínu í ráðuneytinu, sérstaklega fyrstu árin, og má segja að það hafi að mestu verið unnið í frítímum og um helgar. Ég átti skilning yfirmanna minna í ráðuneytinu, ekki síst ráðuneytis- stjóra, annars hefði þetta ekki gengið. Erfiðast var að fá kennara og fyrstu fjögur árin voru eingöngu stundakennarar við námsbrautina, auk þeirra er kenndu greinar sem nemendur sóttu til annarra deilda. Fyrsti fastráðni kennarinn réðst til námsbrautarinnar eftir að fyrsti hópur nemenda hafði lokið námi sínu. Lengi vel var enginn ritari við námsbrautina, ég vélritaði mest af því sem ég þurfti á að halda, námsskrár, ársskýrslur og annað og kennarar vélrituðu hver fyrir sig. Mér hefur alltaf þótt vænt um námsbrautina, þótti gaman að vinna með kennurum og nemendum og það vó upp á móti mikilli vinnu. Ég hafði trú á því

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.