Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Sigríður Guðmundsdóttir hjá Rauða krossi íslands Hjúkrun í Litháen Dagana 6.-10. september sl. fór undirrituð ásamt formanni HFÍ, Vilborgu Ingólfsdóttur, í kynnisferð til Liháen. Þar var hjúkrunarfélagið heimsótt og heilbrigðisstofnanir skoðaðar. Einnig sátum við ráðstefnu SSN (Samvinnu hjúkrunar- frœðinga á Norðurlöndum) í Riga í Lettlandi. Aðdragandi ferðarinnar var ákvörðun stjórnar SSN um að halda hina árlegu ráðstefnu SSN í einu af Eystrasalts- ríkjunum í þeim tilgangi að gefa hjúkrunarfrœðingum þar tœkifœri til að kynnast nútímahjúkrun. Hjúkrunarfélögin á Norðurlöndum hafa stutt við bakið á systurfélögum í Eystra- saltsríkjunum í nokkur ár og var ákveðið að hjúkrunar- frœðingar frá Norðurlöndum sœktu sitt stuðningsfélag heim. Islensku hjúkrunarfrœðingarnir heimsóttu Litháa, ásamt Dönum. Litháen f Litháen búa u.þ.b. 3,7 milljónir manna. Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður og iðnaður s.s. textíl-, matvæla- og rafeindaiðnaður. Litháar öðluðust sjálfstæði í mars 1990 eftir rúmlega 40 ára undirokun Ráðstjórnarríkjanna. Áhrifa sovétvaldsins gætir enn í landinu, bæði innan heilbrigðiskerfisins sem og annars staðar í þjóðlífinu. Það kom okkur verulega á óvart í landi sem nýlega hefur hlotið sjálfstæði og lýðræðislegt stjórnarfar að sjá alla þá depurð sem blasti hvarvetna við. Það var sama hvert við fórum, götur voru nær mannlausar, jafnvel í miðbænum var fátt um fólk. Fáir bílar voru á ferli, hús og byggingar gráar og hvergi lfflega liti að sjá. Fólk virtist gleðisnautt og við fengum á tilfinninguna að það væri einnig áhugalaust og úrræðalítið. Þetta er án efa arfleifð sovét- valdsins gamla. Heil þjóð breytist ekki á einni nóttu heldur þarf áralanga endurhæfingu og endurmenntun til að kalla fram breytingar í landi þar sem efnahagur og allt innra kerfi er í rúst. Fólk þarf að hafa tvö til þrjú störf til að ná endum saman og mjög mikið er um ,,svarta vinnu. ‘ ‘ Meðalmánaðarlaun hjúkrunarfræðings fyrir fuila vinnu eru 1500 íslenskar krónur. Rafmagn er af skornum skammti og heitt vatn er skammtað í 3 daga í mánuði. Húsnæði er óupphitað og svo má lengi telja. í allri þessari depurð finnast samt einstaklingar fullir bjartsýni og eldmóði og þeim kynntumst við hjá ný- stofnuðu hjúkrunarfélagi Litháa. Heimsókn tll Vllnlus Heimsóknin til Vilníus, höfuðborgar Litháens, var afar áhugaverð. Þar heimsóttum við heilsu- gæslustöð, bráðasjúkrahús, elliheimili og hjúkr- unarskóla. í Vilníus hittum við einnig framáfólk innan hjúkrunar og heilbrigðisþjónust- unnar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.