Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 49
til í málinu og eru hjúkrunarfræðingar kallaðir
,,aðstoðarlæknar“. Læknar stjórna og reka
hjúkrunarskólana (medical school) en þar starfa
engir hjúkrunarmenntaðir kennarar. Við hittum
rektor skólans sem er læknir, íturvaxin gæða-
kona (babuska). Hún sagði okkur að skólinn
hefði verið starfræktur síðan 1939 og þar séu
1000 nemendur, þar af 38 karlmenn. Nem-
endurnir fá inngöngu í skólann eftir framhalds-
skóla eða samtals 12 ára skólagöngu. „Hjúkr-
unarnámið“ tekur 3 ár, þar af eru tveir þriðju
hlutar starfsmenntun. Hún sagði að stærsta
vandamál skólans væri skortur á kennsluefni
og það sem til er þarf að endurnýja. Við
gengum síðan um skólann og skólastofurnar en
þar var lítið sem minnti okkur á að við værum
í hjúkrunarskóla. í þessum 1000 nemenda skóla
var aðeins ein lítil stofa þar sem voru 3 rúm,
náttborð og vökvastatíf en það var allt og sumt
sem minnti á hjúkrunarskóla.
Er hægt að búast við framþróun í hjúkrun
þar sem hugsunin er aðeins sú að hjúkrunar-
fræðingar eigi að aðstoða lækna og gefa lyf, þar
sem orðið ,,hjúkrun“, í okkar skilningi, er ekki
til í málinu? Það er augljóst að það þarf að
endurmennta hjúkrunarfræðinga í Litháen og
að það þarf að byrja á byrjuninni. Það þarf að
kynna hjúkrunarfræðingum grundvallarþætti
hjúkrunar.
Danska hjúkrunarfélagið hefur varið umtals-
verðum fjármunum til að styrkja hjúkrunar-
félagið í Litháen og hjúkrunarskóla þar. Þeirra
skilningur er sá sami og okkar, að byrja þarf
frá grunni. Þær hafa fært hjúkrunarskólanum
kennslubækur og á allra næstu mánuðum
munu um 20 litháískir hjúkrunarfræðingar fara
til náms í Danmörku í sérstaklega skipulagt
nám. Eftir það munu þær fá störf við hjúkrunar-
kennslu. Danska hjúkrunarfélagið leggur einnig
mjög mikla áherslu á að hjúkrunarfélagið í
Litháen beiti sér fyrir því að hjúkrunarfræðingar
kynni sér grundvallarþætti starfsins.
f