Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Blaðsíða 50
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 Nýtt hjúkrunarfélag Það vildi svo skemmtilega til að á meðan á heimsókninni stóð var hjúkrunarfélagið í Litháen að opna sína fyrstu skrifstofu og var vígsluathöfnin mjög hátíðleg. Hjúkrunarfélagið er mjög ungt og á erfitt með að fá hjúkrunar- fræðinga til að skrá sig sem félagsmenn. Þær telja að það sé afleiðing kommúnismans þar sem allir voru skuldbundir að vera í félögum sem fólk hafði almennt ótrú á. Þær berjast þó ötullega og trúa því að með samkenndinni geti þær haft áhrif á breytingar og framþróun í hjúkrun. Þær gera sér jafnframt grein fyrir því að til að ná árangri þurfa þær að fara í gegnum visst endurhæfingarskeið og breyta hugsunar- hætti fólks áður en þær ná jafnlangt og Norður- landaþjóðirnar. Ráðstefna f Rlga Yfirskrift ráðstefnu SSN í Riga var „Hjúkrun í nútímaþjóðfélagi.“ þetta var fyrsta sameigin- lega ráðstefna hjúkrunarfræðinga á Norður- löndum og frá Eystrasaltsríkjunum. Um 40 þátt- takendur voru á ráðstefnunni. Flutt voru erindi frá öllum löndunum um stöðu hjúkrunar nú. Stórt bil var á milli hjúkrunarfræðinga frá Norðurlöndunum sem töluðu fjálglega m.a. um rannsóknir, gæðastjórnun, heilsuhagfræði og doktorsgráður í hjúkrun og svo hjúkrunarfræð- inganna frá Eystrasaltsrikjunum sem töluðu um mikilvægi aukinnar grunnmenntunnar og endurmenntunar. í Eistlandi er hjúkrunarnám t.d. aðeins 2 ár og hefja nemendur hjúkrunar- nám 14-15 ára. Þetta bil vilja hjúkrunarfræð- ingar brúa og aðildarfélög SSN ætla að halda áfram að styðja við bakið á hjúkrunarfélög- unum í Eystrasaltsríkjunum og færa nær nú- tímahjúkrun. Lögð verður áhersla á að bæta menntun hjúkrunarfræðinga og aðstoða þá við að byggja upp virkt fag- og stéttarfélag. í lok fundarins var samþykkt einróma ályktun þess efnis að samvinna hjúkrunarfélaga í Eystrasaltsríkjunum sé mjög mikilvæg fyrir öll félögin og muni leiða til nauðsynlegrar þróunar í hjúkrunarþjónustu og hjúkrunar sem fags. Einnig var samþykkt að tvíhliða stuðnings- verkefni hjúkrunarfélaganna muni halda áfram og aukast á næstu árum. Sameiginlegt markmið með samstarfi þessara félaga væri að stuðla að aukinni þróun í menntun hjúkrunarfræðinga og hafa til hliðsjónar lágmarksstuðul Evrópu- bandalagsins. Að lokum var samþykkt að sam- vinna hjúkrunarfélaga í Eystrasaltsríkjunum og SSN skyldu halda áfram samvinnu og vinna að því að halda aðra ráðstefnu eftir tvö ár. Lokaorð Þessari heimsókn mun ég seint gleyma og þótt ég hafi ferðast víða og séð margt, verð ég að viðurkenna að Litháen kom mér á óvart. Ég var ekki viðbúin að sjá afleiðingar þeirrar kúgunnar sem þessi þjóð hefur orðið að þola í áratugi. Það þarf að fara hægt í breytingar, en endur- menntun og hugarfarsbreytingu þarf til að þessi þjóð geti staðið á eigin fótum. Eftir að hafa fylgst með störfum hjúkrunarfélagsins í Litháen sá ég enn skýrar hvað samtakamátturinn er mikilvægur og ég sannfærðist enn betur um nauðsyn þess að hjúkrunarfræðingar á íslandi sameinist í einu félagi. HJÚKRUNARVÖRUR Mikið úrval af almennum og sérhæfðum hjúkrunar- og læknavörum frá þekktum og viðurkenndum framleið- endum. Fyrir svæfinga- og görgæsludeildir: Barkatúpur, barkastomitúpur, filterar, mænudeyfingar, thorax-dren o.fl. frá PORTEX. Fyrir skurðstofur: Sog, dren, slöngur, skurðstofuplast, Lofric-þvagleggir o.fl. frá ASTRA TECH. Blóðþrýstingsmælar frá SPEIDEL-FKELLER. Bleiur, undirlegg o.fl. frá MÖLNLYCKE. Við leggjum sérstaka áherslu á hjálpargögn við þvagleka ásamt faglegri ráðgjöf og fræðsluefni þar að lútandi. Frekari upplýsingar veitir hjúkrunarfræðingur Rekstrarvara. Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Rðltarhal6l2 • IIOR.vik • Simar31956-685554 w Rjjj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.