Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Side 52
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993
höfðu einfaldlega ekki hlotið fræðilegan undir-
búning í fyrirlestrum. Sem dæmi má nefna að
nokkrir nemendur sóttu klínískt nám á hjarta-
deild án þess að hafa fengið fyrirlestra í hjúkrun
hjartasjúklinga né kennslu um hjartasjúkdóma.
Að auki var nauðsynlegt að setja saman á deild
fleiri nemendur en æskilegt er þegar tekið er tillit
til námstækifæra sem buðust á viðkomandi
deildum. Ekki tókst að koma öllum nemendum
fyrir á barnadeildum nú í vetur og varð því hluti
þeirra að sækja klínískt nám í barnahjúkrun í
júní. Námsbraut í hjúkrunarfræði hefur heldur
ekki á að skipa nægilega mörgum fastráðnum
kennurum til að bæta við sig þeirri miklu vinnu
sem fylgir þessari fjölgun nemenda. Til saman-
burðar má geta þess að fjöldi stúdenta á kennara
í hjúkrunarfræði er 18,8 stúdentar, í læknisfræði
eru 3,8 stúdentar á kennara, í lyfjafræði lyfsala
eru þeir 11,2 á kennara, í raunvísindadeild eru
9,2 stúdentar á kennara, íverkfræðideild 11,6,
ítannlæknadeild2,5 ogísjúkraþjálfuneru 14,5
stúdentar á hvern kennara. Þessar deildir eru
nefndar því þær eru sambærilegar við hjúkr-
unarfræðina að því leyti að þar fer fram mikil
verkleg kennsla.
í ljósi þessarar reynslu, þ.e. að 90 nemenda
hópur er einfaldlega of stór til að unnt sé að veita
viðunandi klíníska kennslu, var gerð athugun
á meðal kennara klínískra námskeiða til að kanna
æskilegan fjölda nemenda ínámskeiðum. Niður-
staðan var að flestir sáu sér fært að veita 60
nemendum viðunandi kennslu. í framhaldi af
því var sótt um heimild til háskólaráðs til þess
að beita fyrrnefndri reglugerðarheimild og
takmarka fjölda nemenda sem heldur áfram
námi á vormisseri 1. námsárs við 60 nemendur.
Sú heimild var veitt og samkvæmt nýjustu tölum
um nýskráningar koma 134 stúdentar til með
að keppa um þessi 60 námspláss í hjúkrunar-
fræði.
Rannsóknadagur námsbrautar f
hjúkrunarfræði
Frá vorinu 1989 hefur verið haldinn rannsókna-
dagur námsbrautar í hjúkrunarfræði, en þá
kynna hjúkrunarkandídatar lokaverkefni sín.
Markmið með rannsóknadeginum er tvíþætt.
Annars vegar er verið að gefa hinum verðandi
hjúkrunarfræðingum tækifæri til að koma á
framfæri þeirri þekkingu sem þeir hafa aflað við
gerð lokaverkefnis síns og þjálfa þá í að gera
fræðilega grein fyrir máli sínu opinberlega. Hins
vegar er námsbraut í hjúkrunarfræði formlega
að kveðja nemendur sína og óska þeim góðs
gengis á þeim starfsvettvangi sem þeir velja sér.
Mjög vel hefur tekist til með alla rannsókna-
dagana til þessa. Er það almenn skoðun kennara
og annarra er hingað hafa komið að kandídat-
arnir hafi staðið sig einstaklega vel. Til rann-
sóknadagsins er formlega boðið aðstandendum
kandídatanna, forsvarsmönnum sjúkrahúsa,
heilsugæslustöðva, hjúkrunarfélaganna og Há-
skólans, 10 og 25 ára afmælisárgöngum hjúkr-
unarfræðinga og öllum þeim sem á einhvern hátt
tengdust rannsóknaverkefnum nemendanna.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér rannsókna-
verkefnin frekar eru sömuleiðis ávallt vel-
komnir.
Prófessorsstaöa í hjúkrunarfræði
í vor var nokkuð til umræðu auglýsing Háskól-
ans á Akureyri um stöðu prófessors í öldrunar-
hjúkrun. Það er mikilsverð viðurkenning á
hjúkrunarfræði sem vísindagrein þegar ríkis-
valdið ákveður að stofna til prófessorsstöðu í
hjúkrunarfræði.
Til námsbrautar í hjúkrunarfræði hafa komið
fyrirspurnir frá hjúkrunarfræðingum um
hvernig standi á því að Háskóli íslands hafi ekki
fengið prófessorsstöðu í hjúkrunarfræði. Rétt
er að fram komi að Háskólinn hefur haft á að
skipa slíkri stöðu frá 1986. Námsbraut íhjúkr-
unarfræði sá hins vegar ekki ástæðu til að aug-
lýsa eftir prófessor í hjúkrunarfræði á þeim tíma
því að ljóst var að hér á landi voru engir hjúkr-
unarfræðingar sem uppfylltu skilyrði fyrir slíka
stöðu. Var ákveðið að nýta prófessorsheimildina
í lektorsstöður og styðja þannig við bakið á
hjúkrunarfræðingum sem uppfylltu skilyrði sem
gerðar eru til lektors en þurftu á umtalsverðri