Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Page 53
rannsóknareynslu að halda til að teljast hæfir sem prófessorar. Það var og er stefna náms- brautar í hjúkrunarfræði að mikilvægt sé að kennarar hennar séu tilbúnir til að vinna öflugt starf til uppbyggingar hjúkrunarfræði hér á landi. Við teljum okkur gera það best með því að byggja upp öflugt og hæft lið kennara hér heima. Það virðist ganga nokkuð vel. Við náms- brautina er nú starfandi einn hjúkrunarfræð- ingur með doktorspróf, fimm aðrir kennarar eru í doktorsnámi og nokkrir við það að hefja nám. Að auki eru aðrir hjúkrunarfræðingar en kennarar í eða við joað að ljúka doktorsnámi. Innan nokkurra ára hafa flestir þessara einstakl- inga öðlast prófessorshæfni og þeir sem þegar starfa innan hjúkrunarfræðinnar í Háskóla ís- lands geta öðlast prófessornafnbót í gegnum framgangskerfi háskólakennara. Þegar námsbraut í hjúkrunarfræði var að þróast komu hingað nokkrir erlendir prófessor- ar til að aðstoða við uppbyggingu kennslu og rannsókna íhjúkrunarfræði. Það var ómetanlegt að fá þessa kennara hingað. Það er alltaf mikil- vægt að fá hingað hæfa erlenda hjúkrunarfræð- inga til ráðgjafar og kennslu. Á vormisseri 1994 munu tveir gistiprófessorar á vegum Menningar- stofnunar íslands og Bandaríkjanna - Fulbright- stofnunarinnar - dvelja við námsbraut í hjúkr- unarfræði. Um er að ræða dr. Patriciu E. Stevens og dr. Joann M. Hall sem eru báðar við Univer- sity of California, San Francisco. Þykir okkur fengur að því að fá þær hingað báðar. Rann- sóknaviðfangsefni þeirra fjalla um heilbrigði kvenna. Það er ætlan okkar kennara við námsbraut í hjúkrunarfræði að fá aðstoð þeirra við áfram- haldandi þróun námsskrár og uppbyggingu framhaldsmenntunar í hjúkrunarfræði. Við bindum einnig vonir við að með heimsókn þeirra gefist tækifæri til að efla enn frekar rann- sóknastarfsemi íhjúkrunarfræði. Efvel tekst til getur koma þeirra vakið almenna umræðu meðal hjúkrunarfræðinga á íslandi um fram- þróun í rannsóknum, hjúkrunarmenntun en ekki hvað síst umönnun og fyrirkomulagi hjúkrunar. Fjárveitingar til náms í hjúkrunarfræðl Námsbraut í hjúkrunarfræði hefur á undan- förnum árum orðið fyrir talsverðum þrenging- um í fjármálum, svo vægt sé til orða tekið. Hjúkr- unarfræðingum verður að vera ljós sú aðför sem gerð hefur verið að menntun þeirra á undan- förnum árum. Samanburður við sambærilegar námsleiðir innan Háskóla íslands sýnir og að hjúkrunarfræði býr við rýran kost (sjá töflu 1). Tafla 1. Beinar fjárveitingar á nemendur í Háskóla íslands__________________________________________ Bein fjárveiting á nemanda Kostnaðartölur í þúsundum króna 1991 1992 1993 Hjúkrunarfræöi 166 137 163 Sambærilegar námsleiöir að því leyti að mikið verknám fer þar fram Læknisfræði 433 345 339 Tannlæknadeild 701 822 756 Lyfjafræði lyfsala 296 288 278 Verkfræðideild 321 344 340 Sjúkraþjálfun 145 152 151 Raunvísindadeild 511 451 432 Aðrar námsleiðir (lítið eða ekkert verknám) Viðskipta- og hagfræðideild 95 92 115 Lagadeild 70 72 72 Guðfræðideild 307 262 229 Heimspekideild 140 120 150 Félagsvísindadeild 117 103 107 * Upplýsingar eru fengnar úr fjárlagatillögum Háskóla íslands fyrir árið 1993 og úr tillögum fjármálanefndar Háskóla íslands um sundurliðun rekstrarfjárveitinga árið 1993.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.