Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 5
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994
um. Þaö vissi ég fyrir fram enda
var það ekki trúboð sem fyrir mér
vakti. Eg var hins vegar viss um
að presturinn væri fær sálusorgari
og að hans væri þörf. Ég gafst því
ekki upp og spurði hvort allir
væru sáttir við meðhöndlun
mannsins. Auðvitað voru allir að
bögglast með þetta á samvisk-
unni. Presturinn kom því á endan-
um og stýrði umræðum um þetta.
Sumir töluðu um að þeim hefði
þótt meðferð mannsins tilfinninga-
laus og ópersónuleg af starfsfólks-
ins hálfu. Einn hjúkrunarfræðing-
urinn sagði að hún kærði sig ekki
um að bera tilfinningar sínar á
torg. Hún vildi sýna fagmennsku
og styrk. Presturinn benti þá á að
það bæri ekki endilega vott um
styrk að leyna tilfinningum. Styrk-
ur gæti einnig falist í því að þora
að sýna tilfinningar.
Eftir á finnst mér að þetta hafi
haft mikil og góð áhrif. Við tölum
meira saman ef eitthvað bjátar á.
Við erum óhræddar við að spyrja
hver aðra um mál sem áður lágu
í þagnargildi og sem sköpuðu
spennu meðal starfsfólks. Núna
tökum við á þeim áður en spenna
skapast.
Ég held að sjúkrahúsprestar
séu vel til þess fallnir að hjálpa
starfsfólki að vinna úr erfiðleikum
eins og að ofan greinir. Ég held
að þekking þeirra geti nýst í
slíkum tilfellum, burtséð frá því
hvort starfsfólkið er trúað eða
ekki. Einnig eru nú sums staðar á
sjúkrahúsum starfandi hópar fólks
úr ýmsum starfsgreinum sem
bjóða fram áfallahjálp. Mér finnst
að þeir mættu vera meira áber-
andi og mér finnst að það eigi að
vera sjálfsagt mál að leita til
þeirra ef starfsfólki líður illa yfir
erfiðri reynslu sem það verður
fyrir í vinnunni.
Ein reynslunni ríkari
Svar
Studnings er þörf
Um dæmid hér á undan mætti
margt segja en í stuttu svari
verdur adeins komid inn á
nokkra þætti. Fyrst er ástæda
til ad leggja áherslu á ad
langvinnt álag á deildum slítur
okkur öllum. Þetta gerir það
að verkum að ástæða er til að
hvetja til aukinnar
meðvitundar um líðan sam-
starfsfólks á deildunum og
mikilvægi þess að taka frá
tíma eftir erfiðar vaktir til að
fara yfir bæði vinnuna og það
álag sem henni hefur fylgt.
Álag í vinnu á að fá úrvinnslu
á vinnustað. Þess er ekki þörf
að við förum með álagið á
herðunum heim til okkar þar
sem maki og börn vilja njóta
tímans með okkur óskiptum.
r
Alag og áföll
starfsfólks
Síðan í ágúst 1993 hefur verið
starfandi hópur á
Ríkisspítölum sem hefur að
markmiði stuðning við
starfsfólk vegna álags og
áfalla. Bjarni Ingvarsson,
starfsmannastjóri, og Margrét
Blöndal, hjúkrunarfræðingur,
auk undirritaðs mynda þennan
hóp. Hópurinn óskaði eftir
fulltrúum deilda, tenglum sem
gætu unnið að málefninu, og
hittist sá hópur hálfs-
mánaðarlega í allan vetur.
Hlutverk tenglanna var að
kynna fræðsluefni á deildum
sínum, auka umræður um
áhrif álags á störf
heilbrigðisstétta og að kynna
möguleg úrræði. Auk þess
voru tvö námskeið haldin. I
þessu vinnuferli varð okkur
Ijóst að stuðningsúrræðum
fyrir starfsfólk þarf að skipta í
grundvallaratriðum í tvennt:
1) Þau úrræði sem hver deild
verður að búa yfir fyrir
starfsfólk sitt.
2) Áfallahjálparúrræði sem grípa
þarf til þegar deildin ræður ekki
lengur við innri stuðning sinn.
Við höfum ekki efni á að láta sem
langvarandi álagsvandi deildanna
sé ekki til. Starfsfólk, sem ekki fær
nauðsynlegan stuðning, getur auð-
veldlega brunnið út og gefist upp,
hætt störfum á deildinni og þar
með glatast reynsla af deildinni
sem getur tekið langan tíma að
byggja upp að nýju.
Mikilvægt er að deildarstjóri og
yfirlæknir eigi samstarf sem bein-
ist að því aö vinna úr árekstrum,
álagi, áföllum og öðru því sem
skemmt getur starfsandann og
gæði þjónustunnar á viðkomandi
deild.
Sjúkrahúsprestar
Við sjúkrahúsprestarnir komum
oft að persónulegum vanda starfs-
fólks. Sjálfur hef ég lagt á það
áherslu að minn „fasti söfnuður"
sé starfsfólkið, en sjúklingarnir,
vistmenn og aðstandendur þeirra
hinn „síbreytilegi söfnuður" minn.
Þess vegna leitast ég við að gefa
starfsfólki allan þann forgang sem
mögulegt er. Stuðningsvinna
sjúkrahúsprests við starfsfólk getur
beinst að eftirfarandi þáttum:
1) Sálgæsluvinnu sem beinist að
því að styðja einstaklinga. Þar
gildir alger trúnaður og er ekki
gerð sú krafa að vandi viðkom-
andi sé algerlega tengdur vinn-
unni.
2) Stuðningshópum sem hafa það
að markmiði að vinna úr til-
tekinni reynslu. Þetta getur t.d.
verið úrvinnsla eftir dauðsfall á
deildinni, dauði samstarfsmanns
eða -konu, úrvinnsla á vanda
tengdum sjúklingi eða fjölskyldu
með fjölþætt vandamál o.s.frv.
3) Trúarlegur vandi þar sem þörf
er á fræðslu um guðfræðileg
efni, siðfræði, bænalíf o.s.frv.
4) Sorgarúrvinnsla sem tengist
hvers kyns missi í lífinu.
5) Áfallahjálp sem felur ekki í sér
meðferð „sjúklinga" heldur að
veita þeirri líðan framrás sem
fyrir hendi er.
Frh. næstu síðu