Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 6

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 6
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 Hverjir þurfa studning? Vert er ad geta þess ad oft eru það þeir sem teija sig engan stuðning þurfa, sem hafa mesta þörf í raun og veru. En hver á þá að leita eftir aðstoð? Hver ber ábyrgðina? Það er greinilega ekki alltaf hægt að ætlast til þess að sá aðili, sem á um sárt að binda, eigi frumkvæðið. Því beinist at- hyglin að samstarfsfólki og stjórn- endum. Eigum við alltaf að bíða þangað til ástandið er orðið mjög alvarlegt? Hversu alvarlegt er nógu alvarlegt? Áfallahjálp þarf að koma til á fyrstu þremur sólar- hringunum eftir áfallið, annars er hætt við að hún komi ekki að gagni. Ég tel æskilegast að við sláum af okkar misskilda hetjuskap sem fel- ur í sér að setja upp steinandlit og viðurkenna enga vanlíðan, blása á þann möguleika að við getum gert mistök, segja sam- starfsfólki okkar að skipta sér ekki af því sem því komi ekki við, bíta á jaxlinn og bölva í hljóði og leita ekki læknis fyrr en allt er um seinan. Slíkar „hetjur" deyja ung- ar og til hvers? Við þurfum öll á stuðningi að halda. Vandinn er hins vegar sá að allt of margir halda að það sé lítillækkun í því fólgin að viður- kenna þörf sína fyrir stuðning. En það er enginn styrkur í því fólginn að horfast ekki í augu við staðreyndir. Það er enginn styrkur í því fólg- inn að segja: „Það er ekkert að hjá okkur," því við vinnum á vett- vangi þar sem heilbrigði er mark- mið en oft fjarri veruleikanum. Og það er slæm heilbrigðisstefna að ætla að lækna og byggja upp heilsu allra nema heilbrigðisstarfs- fólks. Því heilbrigðara sem heil- brigðisstarfsfólkiö er, því meiri og betri verður þjónusta þess. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur Ríkisspítala HJdLPdRTÆKJdBdMKIfM —TLTL ----------------------------LTLT Legusáravarnir Sárameðferð Stomahjúkrun Ofnæmi Þvagleki Saurleki Þetta eru algeng viðfangsefni hjúkrunarfræðingsins. Höfum margar lausnir til að auðvelda meðferð. Einnig fjölbreytt úrval af tæknilegum hjálpartækjum. Ráðgjöf hjúkrunarfræðings og iðjuþjálfa á staðnum. Opið mánudaga til föstudaga frá kl. 10 - 17. HJÁLPARTÆKJABANKINN HÁTÚNI 12, 105 REYKJAVÍK SÍMI 62 33 33, GRÆNT NÚMER 99 62 33 HJÚKRUNARVÖRUR Mikið úrval af almennum og sérhæfðum hjúkrunar- og læknavörum frá þekktum og viðurkenndum framleiðendum. Fyrir svœfinga- og gjörgtesludeildir: Barkatúbur, barkastomitúbur, filterar, mænudeyfingar, thorax-dren o.fl. frá PORTEX. Fyrir skurðstofur: Sog, dren, slöngur, skurðstofuplast, Lofric-þvagleggir o.fl. frá ASTRA TECH. Blóðþrýstingsmælar frá SPEIDEL + KELLER. Bleiur, undirlegg o.fl. frá MÖLNLYCKE. Við leggjum sérstaka áherslu á hjálpargögn við þvagleka ásamt faglegri ráðgjöf og fræðsluefni þar að lútandi. Frekari upplýsingar veitir hjúkrunarfræðingur REKSTRARVARA. Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - 110 Rvík - Símar 31955 - 685554 6

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.