Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. drg. 1994 Venjur tengdar mataræði, hvíld, hreyjingu og hvers konar líkamsstyrkingu eru snar þáttur í menningu hverrar þjóðar og ganga í arf jrá foreldrum til barna og jrá þjóðfélagshópum til þjóðfélagshópa. íþróttafræðingum. Val einstaklinga í hópana var í höndum hjúkrunarfræðings og læknis í meðferðar- teyminu. Þátttakendur fóru í læknisskoðun við komu og þá var metin þörf fýrir sérhæfða meðferð sem bættist þá við hina hefðbundnu dagskrá. I lok dvalar var læknisskoðun endurtekin auk þess sem þátttakendur gátu pantað tíma hjá lækni á dvalartíma ef þeir töldu ástæðu til. Læknir hélt fyrirlestur um afleiðingar offitu á líkamsstarfsemi og líðan og fjallaði um sjúkdóma sem fylgt geta offitu. Hjúkrunarfræðingur safnaði upplýsingum um daglegt líf og líðan almennt. Metin var hjúkr- unarþörf hvers og eins og gerð áætlun sem fylgt var eftir f viðtölum, leiðbeiningum, eftirliti og stuðn- ingi. Þá hélt hjúkrunarfræðingur einnig fræðsluer- indi fyrir hópinn þar sem áhersla var lögð á jákvæða sjálfsímynd, breytt atferli og venjur. Rætt var um mikilvægi vilja og þrautseigju til að ná árangri. Næringarfræðingur fylgdi hópnum eftir bæði með fræðslu og stuðningi og einstaklingsviðtölum eftir þörfum. Hann sá um fræðslu um fæðu- og orku- efni, fór yfir matreiðsluaðferðir og kenndi notkun á hitaeiningatöflum, ræddi um hegðun varðandi neyslu matar og hvernig matur getur verið misnot- aður. Einu sinni til tvisvar á dvalartíma sáu hóp- arnir, í samvinnu við næringarfræðing, um að elda máltfð sem hópurinn borðaði í sameiningu. Lögð var áhersla á að elda góðan mat án þess að hann væri fitandi. Sálfræðingur hitti hópinn einu sinni í hverri viku en veitti ekki einstaklingsviðtöl nema í undantekningartilvikum. Á fundum sínum fjallaði hann um aðferðir til að standast freistingar, efla sjálfstraust og ráða við spennu er skapast af mótlæti. Þjálfun, svo sem göngur, sund, leikfimi og þjálfun í tækjasal, var í höndum íþróttafræðinga og sjúkra- þjálfara. Séð var til þess að stígandi væri í þjálfuninni eftir því sem þol og þrek jókst. Sjúkraþjálfari sá um fræðslu þar sem áhersla var lögð á gildi hreyfmgar almennt og fjallaði um fjöl- þætt áhrif þjálfunar, líkamleg, andleg og félagsleg. Leiðbeint var um hvaða æfingar væri best að stunda, áreynslustig og fleira. Mikilvægur þáttur til að meta árangur eru mælingar og próf. Það hvetur einnig til frekari dáða þegar árangur verður sýnilegur. Þolpróf var gert á öðrum degi og síðan aftur eftir fjórar vikur, daginn fyrir brottför. Með þessu sást þrek og þolaukning sem varð á tímabilinu. Fitumæling var gerð í upp- hafi og við brottför. Notuð var BIA tækni (Bio- electrical impedance). Um er að ræða fyrirferðalítið rafmagnsmælitæki með innbyggðri tölvu sem reiknar hlutfall fitu af líkamsþyngd út frá viðnámi líkamans. Rafstraumur flyst í gegnum vökvafasa lík- amans en vökvafrír fitumassi veitir viðnám sem er notað til að reikna hlutfall fitu af líkamsþyngd. Þessi mæliaðferð var valin því hún er talin veita nokkuð nákvæmar niðurstöður (Lukaski, 1987) auk þess sem hún er ódýr og auðveld í framkvæmd og tekur lítið á þátttakandann. Fólk mætir fastandi í mælinguna, fer úr skóm og sokkum og leggst þægilega á bekk. Rafskaut eru sett á rist og á hand- arbak. Inn á vélina er slegið kyn, aldur, hæð og þyngd og straumi hleypt á (50 kHz). Að nokkrum mínútum liðnum fæst útskrift af fituhlutfalli líkamans. Þátttakendur voru ummálsmældir við komu og brottför auk þess að vera vigtaðir vikulega. 10

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.