Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Síða 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994
Niðurstöður
A tímabilinu, sem um ræðir, þ.e. október 1992 til
desember 1993, voru alls átta hópar eða samtals 50
manns þar sem fimm til átta voru í hverjum hópi.
Meðalaldur var 39 ár og aldursbilið 16 til 65 ár.
Þessir 50 einstaklingar misstu samtals 313 kg og
u.þ.b. 250 cm í ummáli mittis. Meðalþyngd við
komu var 108,5 kg en við brottför 102,3 kg. Það
jafngildir því að hver einstaklingur hafi að meðaltali
misst 6,2 kg á fjögurra vikna dvalartíma.
Niðurstöður þyngdarbreytinga er að finna í töflu 1
(Anna Elísabet Ólafsdóttir, Svala Karlsdóttir,
Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Helga Haraldsdóttir
og Guðrún Helgadóttir, 1993).
Tafla 1
Niðurstöður þyngdarmælinga við upphaf og lok 4 vikna dvalar,
sýndar sem meðaltal í hverjum hópi.
Fjöldi þáttt. Meðal- aldur (ár) Upphafs- þyngd (kg) Loka- þyngd (kg) Þyngdar- tap (kg)
H-1 6 47 102,0 95,5 6,5
H-2 5 33 104,2 99,6 4,6
H-3 8 49 115,5 109,9 5,6
H-4 6 33 113,0 104,4 8,6
H-5 7 35 109,5 102,3 7,2
H-6 5 38 109,2 102,7 6,5
H-7 8 39 101,7 96,2 5,5
H-8 5 37 112,9 107,6 5,3
Meðaltal 39 108,5 102,3 6,2
Niðurstöður ummálsmælinga er að finna í töflu 2.
Tafla 2
Niðurstöður ummálsmælinga. Taflan sýnir hvað þátttakendur
í hverjum hópi grenntust að meðaltali um marga sentimetra á
þremur mismunandi stöðum líkamans.
Mitti (cm) Mjaðmir (cm) Læri (cm)
H-1 8,0 6,5 3,0
H-2 5,8 5,8 3,8
H-3 7,1 4,3 2,5
H-4 7,5 5,3 2,9
H-5 5,0 5,4 3,2
H-6 6,4 2,4 3,4
H-7 4,5 5,5 3,0
H-8 3,6 3,4 2,2
Meðaltal 6,0 4,8 3,0
Hlutfallið milli mittis og mjaðma (mitti/
mjaðmir) var í öllum hópunum undir 1,0 eða frá
0,83 til 0,95 í byrjun dvalar.
Niðurstöður fitumælinga er að finna á mynd 1
(Anna Elísabet Ólafsdóttir og fl., 1993).
Hópur
Mynd 1. Niðurstöður fitumælinga. Hlutfall fitu og LBW (lean
body weight) af heildarþyngdartapi þátttakenda t' hverjum
hópi.
Sé innbyrðis hlutfall fitu og LBW (fitulauss
massa) skoðað sérstaklega sést að LBW er á bilinu
29% til 41% af heildarþyngdartapi, sbr. mynd 2
(Anna Elísabet Ólafsdóttir og fl., 1993).
Hópur
Mynd 2. Meðaltalstölur af innbyrðis hlutfalli fitu og LBW af
heildarþyngdartapi hvers hóps.
Endurmat og stuðningur
I september var hópunum boðið að koma í hálfs-
dags heimsókn í Heilsustofnunina. Alls skráðu sig
10 manns. Dagskráin hófst með vigtun, ummáls-
mælingu og fitumælingu þátttakendanna. Þá var
haldið í morgunverð ásamt hjúkrunarfræðingi og
næringarfræðingi sem sáu um heimsóknina. Að
morgunverði loknum var sameiginlegur fundur þar
sem farið var yfir stöðuna og framhaldið. Þá tók
við líkamsrækt; sund, ganga eða æfingar í tækjum,
allt eftir óskum hvers og eins. Iþróttafræðingur var
á staðnum og veitti þá aðstoð sem þurfti. Að
loknum sameiginlegum hádegisverði var dagskránni
slitið með stuttum kveðjufundi.
I desembermánuði 1993 var haft símasamband
við alla þátttakendur úr hópum 1 til 7 og kannað
hvernig hefði gengið frá því þeir luku námskeiði.
Alls náðist til 37 af þeim 45 sem voru í hópum 1
til 7. Flestir sem talað var við töldu sig enn búa að
11