Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Qupperneq 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Qupperneq 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 lærdómi námskeiðsins. Niðurstöður símakönnun- ar þessarar er að finna á mynd 3 (Anna Elísabet Ólafsdóttir og fl., 1993). Mynd 3. Hlutfallsleg skipting milli þeirra sem höíðu haldið áfram að léttast, þeirra sem höfðu þyngst og þeirra sem höfðu haldið óbreyttri þyngd frá námskeiðslokum og fram til desember 1993. Þeir sem þyngdust höfðu bætt við sig 1 til 5 kg að undanskildum einum sem hafði þyngst um 12 kg. Þeir sem höfðu haldið áfram að léttast höfðu misst 2 til 25 kg frá námskeiðslokum, sem var allt frá einum mánuði og upp í eitt ár. Sé miðað við upphafstíma námskeiðs, þá hafði einungis einn þyngst af þeim 37 sem náðist til í desember '93. minna en 0,8 hjá konum en minna en 1,0 hjá körlum. Eins og fram kemur á mynd 2 er LBW (fitulaus massi) 29% til 41% af heildarþyngdartapi. Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður fleiri sambærilegra rannsókna (Burgess, 1991; Hill, Sparling, Shields og Heller, 1987). Niðurstöður Hill o. fl. (1987), sem kanna áhrif líkamsræktar og rninni fæðuneyslu á „líkamssamsetningu“ (body composition) sýna að LBW er 26% til 43% af heildarþyngdartapi og ræðst af hversu mikil líkams- rækt er stunduð. Tap á LBW (fitulausum massa) er minnst hjá þeim sem hreyfa sig mest. Megrunarnámskeið Heilsustofnunar NLLI eru í fullum gangi og með svipuðu sniði og getið er um hér. Skilyrði fyrir þátttöku á námskeiði er að fólk sé með BMI (Body Mass Index = þyngd um- fram kjörþyngd) meira en 30 en sé að öðru leyti svo hraust að það geti tekið virkan þátt í þeirri dag- skrá sem þátttakan krefst. Þá er nauðsynlegt að hugur fylgi máli og að þátttakendur séu tilbúnir til að breyta lífsstíl sínum því það er forsenda þess að vel geti gengið og að lokaáfangi megrunarinnar sé varanlegur. Ályktanir I hópunum átta voru samtals 50 manns, 36 konur og 14 karlar. Að meðaltali missti hver þátttakandi 6,2 kg á dvalartíma eða um 1,5 kg í hverri viku. Ekki var lögð áhersla á að borða lítið. Þess í stað var fólki leiðbeint með að borða „hæfilegan skammt“ sem aðallega var settur saman af græn- meti, korni og ávöxtum, en auk þess mjólkurvörum og fiski. Þá tóku allflestir virkan þátt í líkamsrækt- inni. Ummálsmælingarnar sýndu að hjá flestum minnkaði mittismálið mest eða um 6 cm að með- altali. Hlutfallið mitti/mjaðmir var rúmlega 0,8 að meðaltali. Á námskeiðstíma lækkaði hlutfallið lítil- lega í öllum hópunum nema einum en þar hélst það óbreytt. Nýlegar rannsóknir benda til að frá heilbrigðissjónarmiði skiptir máli hvar fitan safnast fyrir í líkamanum (Hessov og Ovesen, 1991). Þannig eru meiri líkur á sumum sjúkdómum, m.a. hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki, ef fitusöfn- un er meiri um mitti og maga (,,eplalögun“) heldur en ef hún er meiri á mjöðmum og lærum („peru- lögun“). Æskilegt er að hlutfallið mitti/mjaðmir sé Heimildir Anna Elísabet Ólafsdóttir, Svala Karlsdóttir, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, Helga Haraldsdóttir og Guðrún Helgadóttir. (1993). „Árangur offitumeðferðar á Heilsustofnun NLFl, Hveragerði, október 1992 til desember 1993." Heilsustofnun NLFÍ. Björvell, H. (1991). Langar þig að léttast? Mál og menning, Reykjavík. Burgess, N.S. (1991). Effect of a very-low-calorie diet on body composition and resting metabolic rate in obese men and women. Journal of the American Dietetic Association 1991,91:430-34. Edelman, C., og Mandle, C., L. (1986). Health Promotion throughout the Lifespan. The CV Mosby Company, St. Louis, 1986. Hessov, I., og Ovesen, L. (1991). Klinisk erntering 2. udgave. Munksgaard, Kaupmannahöfn, 1991. Hill, J.O., Sparling, P.B., Shields, T.W., Heller, P.A. (1987). Effects of exercise and food restriction on body composition and metabolic rate in obese women. The American Journal of Clinical Nutrition,46, 622-630. Lukaski, H.C. (1987). Methods for the assessment of human body composition: traditional and new. The American Journal of Clinical Nutrition,46, 337-556. 12

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.