Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 15
Tfmarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. drg. 1994 skoðunum og vilja hans/hennar eru allt dæmi um hvernig hjúkrunarfræðingar geta mætt þörf- um skjólstæðinga sinna fyrir tilfinningalegan stuðning. 2) Upplýsinga-stuðningur (informational support) felur í sér að veita einstaklingnum upplýsingar sem hann/hún getur nýtt sér við að aðlagast per- sónulegum vandamálum eða vandamálum tengdum umhverfi hans/hennar. Upplýsinga- stuðningur felur einnig í sér andsvar (feedback) til einstaklingsins um hvernig honum/henni gangi að aðlagast. Upplýsinga-stuðningur er einnig talinn hvetja einstaklinginn til sjálfstæðrar hegðunar með því að auðvelda honum/henni ákvarðanatöku við streituvaldandi aðstæður (House, 1981; Lazarus og Folkman, 1984; Schaefer o.fl., 1981; Wortman, 1984). Upplýs- inga-stuðningur er því ekki hin eiginlega hjálp, heldur hjálpar hann einstaklingnum að hjálpa sér sjálfur. Upplýsinga-stuðning fáum við helst frá fagfólki, eins og t.d. hjúkrunarfræðingum. 3) Aþreifanlegur stuðningur (tangible support) felur í sér beina hjálp s.s. peningalán eða gjafir, hjálp við húsverk eða að annast sjúkan einstakling (Lazarus og Folkman, 1984; Schaefer o. fl., 1981; Wortman, 1984). Áþreifanlegur stuðning- ur er oft talinn fela í sér tilfinningalegan stuðn- ing þar sem sá sem hjálpina veitir er með henni að segja að honum/henni sé ekki sama um þann einstakling sem hjálparinnar nýtur. Áþreifanleg- an stuðning fáum við helst frá ættingjum, vinum og að einhverju leyti frá opinberum aðilum. Stuðningur í störfum hjúkrunar- fræðinga Stuðningur hjúkrunarfræðinga við skjólstæðinga sína er formlegur stuðningur fagstéttar. Þar eiga ekki heima ákveðnir þættir stuðnings eins og innilegt samband, náinn félagsskapur og/eða þátt- taka í félagslífi skjólstæðinganna. Hjúkrunarfræð- ingar þurfa með öðrum orðum að vera styðjandi í samskiptum við skjólstæðinga sína en halda samt sem áður vissri faglegri fjarlægð (Stewart, 1993). Eins og fram kom hér að framan leita skjól- stæðingar fyrst og fremst eftir upplýsinga-stuðningi frá hjúkrunarfræðingum. Þó er rétt að ítreka að í upplýsinga-stuðningi felst oft ákveðinn tilfinninga- legur stuðningur sem felur í sér kenndir eins og samhygð, umhyggju, virðingu og huggun. Hjúkrunarfræðingar geta verið bæði beinir og óbeinir stuðningsaðilar skjólstæðinga sinna. Hjúkr- unarfræðingar sýna skjólstæðingum sínum beinan stuðning með því að hlusta, veita upplýsingar, virða einstaklingana, mynda meðferðarsambönd sem byggð eru á trausti, leita eftir og taka tillit til skoðana skjólstæðinganna, aðstoða við lausn vanda- mála, sýna samhygð, vera vel að sér, leiðbeina skjól- stæðingunum um mögulegar stuðningsleiðir utan stofnunar og síðast en ekki síst að vera til staðar fyrir skjólstæðingana. Slíkan stuðning geta hjúkr- unarfræðingar veitt í öllum sínum störfum, við umönnun, fræðslu, ráðgjöf, málsvörn o.s.frv. Óbeinan stuðning geta hjúkrunarfræðingar veitt skjólstæðingum sínum með því að aðstoða þá við að greina eigin stuðningsþarfir og gera sér grein fyrir hvert þeir geta leitað eftir stuðningi. Einnig með því að fá aðstoð sjálfshjálparhópa og með því að hafa fjölskyldur skjólstæðinganna með í ákvarð- anatöku eftir því sem hentar hverjum skjólstæðingi. Þá er einnig mikilvægt að hjúkrunarfræðingar leggi áherslu á heiðarleg samskipti við skjólstæðinga sína og hvetji aðra til hins sama. Með því má draga úr hættunni á misskilningi og streitu í stuðningshóp- um skjólstæðinganna (Weinert og Tilden, 1990). Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar geri sér grein fyrir því að skynjun skjólstæðinganna á veittum stuðningi og þeim stuðningi, sem þeim stendur til boða, er breytileg bæði eftir aldri ein- staklinganna og einnig eftir þeim streituvöldum sem þeir standa frammi fyrir (Stewart, 1993). Skjólstæðingarnir leita einnig eftir stuðningi frá mismunandi aðilum eftir því hverjir streituvaldarn- ir eru. Því er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að leggja faglegt mat á þarfir hvers einstaklings fyrir stuðning á hverjum tíma. I þessu sambandi má benda á matsgrundvöllinn Norbeck Social Support Questionnaire (Norbeck, Lindsey og Carrieri, 1981). f honum er lagt mat á stærð stuðningskerfis einstaklingsins; hversu stöðugt það er; hversu sterkt samband er milli einstaklinga í stuðningskerfinu; hversu oft einstaklingurinn hefur samband við aðila í stuðningskerfinu; og hvort einstaklingurinn hafi nýlega misst mikilvæga aðila úr stuðningskerfi sínu. Frh. bls. 38. 15

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.