Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 16
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. drg. 1994 Fyrir greinahöfunda Stefna Stefnt er að útgáfu Tímarits hjúkr- unarfræðinga fjórum sinnum á ári, að vori, sumri, hausti og vetri. Það er fyrst og fremst vettvangur fræðilegrar umræðu um hjúkrun. Jafnframt er því ætlað að endurspegla fjölbreyttan starfsvettvang hjúkrunarfræðinga. I tímaritinu eru birtar greinar um hjúkrunarstörf, nýjar rannsóknir í hjúkrun, viðtöl við fólk um hjúkrun og aðrar faglegar upplýsingar sem eiga erindi til hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga er eldu vettvangur fyrir félags- og sérhags- munamál hjúkrunarfræðinga. Ritstjóri ber ábyrgð á að efni, útgáfa og rekstur blaðsins sé í samræmi við ritstjórnarstefnu þess. Ritnefnd ber ábyrgð á faglegu efni blaðsins, að það sé í samræmi við rit- stjórnarstefnu þess. Ritstjóri ásamt ritnefnd leggur metn- að í að tímaritið sé vandað að því er varðar málfar, útlit og efni. Ahersla er lögð á að faglegar greinar standist vís- indalegar kröfur. Þess vegna setur rit- nefnd reglur um það hvernig höf- undum ber að skila efni til blaðsins. Ritnefnd áskilur sér rétt til að birta greinar eða hafna þeim og til að setja greinar upp og aðlaga að útliti blaðs- ins. Avallt er leitað umsagnar utanað- komandi aðila um rannsókna- og fræðigreinar. Leiðbeiningar Greinahöfundar eru vinsamlegast beðnir um að skila greinum til Tíma- rits hjúkrunarfræðinga, Suðurlands- braut 22, 108 Reykjavík. Ef um rannsóknagreinar er að ræða þá tekur vinnsla þeirra lágmark tvo mánuði eftir að þær berast til blaðsins. Yfir- leitt tekur skemmri tíma að ganga frá öðru efni í blaðið. Greinum skal skilað í þríriti hverju sinni. Endanlegri gerð skal skila á tölvudisklingi. Hafið 4 sentimetra spássíu á alla vegu. Þannig verður línulengdin 13 sentimetrar á A4 en 14 sentimetrar á „US letter“ síðu- stærð. Jafnið vinstra megin en ekki hægra megin, notið tvöfalt línubil og 12 punkta Times letur. Heimildalisti takmarkast af tilvísunum í viðkom- andi grein. Vandið málfar og íslenskið erlend orð ef unnt er. Sé um sjaldgæfa þýðingu orða að ræða skal setja erlenda orðið aftan við það íslenska í sviga. Skamm- stafanir skulu útskýrðar í fyrsta skipti sem þær koma fram. Myndir og teikningar skulu vera nægilega skýrar til að hægt sé að prenta eftir þeim. Rannsóknagreinar Um rannsóknagreinar gildir eftirfar- andi sérstaklega: Uppsetning greinanna skal vera samkvæmt reglum ameríska sálfræð- ingafélagsins. Upplýsingar um þær er að finna í bókinni Publication Manual of the American Psycho- logical Association og í íslenskri þýð- ingu í bókinni Gagnfræðakver handa háskólanemum eftir Friðrik H. Jóns- son og Sigurð J. Grétarsson. Titilsíða: Þar skal koma fram nafn greinar og höfunda(r), starfsheiti og upplýsingar um náms- og starfsferil. Útdráttur: Útdráttur á að vera stuttur (hámark 150 orð) og ensk þýðing á honum skal fylgja. í útdrættinum á að koma fram: Tilgangur rannsóknar- innar, aðferð í grundvallaratriðum, helstu athuganir, niðurstöður og ályktanir. Fræðilegur bakgrunnur: I inngangi þessa kafla á tilgangur rannsóknarinn- ar að koma skýrt fram. í fræðilegri umfjöllun skal vísa á nauðsynlegar heimildir en ekki gera víðtæka fræði- lega úttekt á viðfangsefninu. Athugið vel að heimildalistar og tilvísanir séu rétt og samræmd. Aðferð: Lýsið úrtaki, rannsóknarað- ferð (tilraun, könnun, magnbundin, gæðabundin o.s.frv.), mælitæki/spurn- ingalista og tölfræðiathugunum nægi- lega vel til að aðrir geti endurtekið rannsóknina. Vísið í heimildir að þeim aðferðum sem beitt er ef þær eru til. Getið þess ef leyfi rannsókna- eða siðanefnda var fengið til að gera rannsóknina. Niðurstöður: Niðurstöður skulu sett- ar skipulega fram með töflum og myndum sem skal vísað skýrt í í texta. Endurtakið ekki nákvæmlega í textanum það sem töflurnar sýna heldur dragið saman aðalatriði. Stund- um nægir að setja einstaka niðurstöð- ur fram með fáum orðum í texta. Umræða: Hér skal leggja áherslu á þau atriði í rannsókninni sem eru ný og ályktanir sem draga má af þeim. Dragið ekki saman niðurstöður úr næsta kafla á undan. Látið koma fram hvaða máli niðurstöður rann- sóknarinnar skipta, takmarkanir þeirra og tengsl við aðrar rannsóknir. Skoð- ið niðurstöðurnar út frá tilgangi rannsóknarinnar en varist alhæfingar sem ekki eru studdar af niðurstöðum. Gefið hugmyndir að nýjum rann- sóknum og tilgátum. Þakkir: Berið einungis fram þakkir til fólks sem hefur veitt mikla aðstoð við verkefnið og að fengnu leyfi viðkom- andi. Heimildir: Fylgið reglum APA eins og að ofan greinir og þá sérstaklega íslensku þýðingunni í Gagnfræðakver- inu. Fylgið þessum reglum nákvæm- lega og frá byrjun, það sparar mikla vinnu áður en yfir lýkur. Ljósrit af reglum þessum er hægt að fá hjá Tímariti hjúkrunarfræðinga. 16

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.