Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 21
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. drg. 1994
Hjúkrunarrannsakendur!
Kæri hjúkrunarfræðingur.
Akveðið hefur verið að gera Gagnabanka fyrir Rannsóknir Islenskra
Hjúkrunarfræðinga (Gagn.HIR). Að verkefninu standa Háskóli íslands
(námsbraut í hjúkrunarfræði), Háskólinn á Akureyri (heilbrigðisdeild) og Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hver samstarfsaðili hefur skipað einn
hjúkrunarfræðing í nefnd sem ábyrgist faglegt mat á þeim staðreyndum sem
gagnabankinn mun geyma. í nefndinni sitja Kristín Björnsdóttir, Magna F. Birnir
og Sigríður Halldórsdóttir. Við val á efni gangabankans verður leiðbeiningum
ICN varðandi hjúkrunarrannsóknir fylgt, en einnig stuðst við Sigma Teta Tau
upplýsingastaðla um hjúkrunarrannsóknir.
Framkvæmdaraðili og hönnuður gagnabankans er Ragnheiður Kjærnested,
bókasafnsfræðingur, en verkefnið er hluti af MSc námi hennar í Bretlandi.
Nánari upplýsingar fást hjá Ragnheiði Kjærnested í síma: 96-30828 og á
skrifstofu FÍH í síma 91-687575.
Það er hagur allra hjúkrunarfræðinga, að upplýsingar um rannsóknir í
hjúkrun séu aðgengilegar. Það styrkir þessa fræðigrein að geta á auðveldan hátt
fundið rannsóknaraðila innan sama sviðs og geta séð hvað hefur verið gert áður
innan ákveðins sviðs. Það verður stétt okkar mikils virði á komandi árum að
geta fylgst með þróun íslenskra hjúkrunarrannsókna. Þess vegna leitum við til
þín.
Hefur þú unnið að rannsókn í hjúkrun, eða ert þú að vinna að rannsókn
einmitt núna? Til þess að gagnabankinn geti verið tæmandi verða allar
rannsóknir að vera með. Kæri hjúkrunarrannsakandi, legðu grunn að
aðgengilegum upplýsingum um íslenskar hjúkrunarrannsóknir. Það gerirðu með
því að fylla út bakhlið þessa blaðs og senda það á eftirfarandi heimilisfang.
Ath. ljósritið bakhliðina ef um fleiri rannsóknir er að ræða og sendið aðeins
upplýsingar um eina rannsókn á hverju blaði.
Ragnheiður Kjærnested, bókasafnsfræðingur
Bókasafn FSA, Pósthólf 380
602Akureyri
Virðingarfyllst, fyrir hönd samstarfsaðila um
Gagn.HÍR
Kristín Björnsdóttir, HI
Magna F. Birnir, FÍH
Sigríður Halldórsdóttir, HA
21