Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Síða 25
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 Við erum nokkuS viss um að ef við segjum: „Ég vilþetta ekki“ eða „Hœttu þessu"þá hœtti viðkomandi. Andspœnis árásarmanninum verða orðin skyndilega óvirk og konan valdalaus. þýtt að hún þurfi að vinna með ómeðvituð eigin viðhorf til sjálfrar sín. Sjálfsákvörðunarréttur Að öðru jöfnu göngum við flest út frá því að aðrir muni ekki meiða okkur af ásetningi. Þessi ógnun getur eyðilagt trú konunnar á eigin getu til að hafa stjórn á lífi sínu þegar hún er skynciilega þvinguð til að horfasr í augu við eigið varnarleysi og vanmátt. Því er það svo mikilvægt við komu á neyðar- móttökuna að strax sé byrjað á að búa svo í haginn að þolandi endurheimti getu sína til að segja hvað hann vill, að honum sé trúað og, hvernig svo sem ástand hans er, að farið sé að vilja hans. Frávik frá þessari reglu væri einungis hægt að gera ef við teldum okkur hafa ástæðu ril að ætla að þolandi væri hættulegur sjálfum sér eða öðrum. Vegna þess að þolandi nauðgunar hefur verið neyddur til að gera það sem stríðir gegn vilja hans má engin þvingun eiga sér stað á neinu stigi meðferðarinnar. Þolandi þarf að fá að fara á sínum eigin hraða en það er liður í því að hann endur- heimti sjálfsákvörðunarrétt sinn á áþreifanlegan hátt. Viðbrögð fagfólks Það er grundvallaratriði í allri viðtalsmeðferð að meðferðaraðilar vinni með sína eigin fordóma, þekki sín eigin viðbrögð og sínar eigin tilfmningar, að þeir geti hugsað um þær og skoðað. Þetta á að mínu mati einnig við um hjúkrunarfræðinga, ekki síst í jafn-vandasömum málum og þeim er snúa að fórnarlömbum nauðgunar. Oll höfum við okkar fordóma, hvort sem okkur líkar betur eða verr, og leiðin til að vinna bug á þeint er ekki að afneita þeim heldur að kynnast þeim. Illa leikin kona vekur sterkar tilfinningar hjá þeim sem sinna henni, hvort sem um er að ræða aðstandendur eða fagfólk. Það má búast við að fólk fmni fyrir reiði, þörf fyrir að bæta henni þann skaða sem hún hefur orðið fyrir, tortryggni eða löngun til að ná sér niðri á árásarmanninum. Það getur verið erfitt að sætta sig við að konan hafni allri hjálp þegar við vitum hve mikil þörf hennar er. En þarna er nauðsynlegt að greina á milli okkar eigin þarfa, okkar sem höfum valið okkur það starf að hjálpa öðrum, og þarfa þolandans. Löngunin til að hjálpa konunni og bæta henni tjónið, sem hún hefur orðið fyrir, getur sagt meira um okkar eigin þörf heldur en þörf hennar. Það er mikilvægt að setja sig í spor konunnar og hugsa: „Hvað myndi ég vilja núna,“ en það er ekki nóg. Það sem meira er um vert er að hlusta og vera vakandi fyrir vísbendingum konunnar sjálfrar. Hennar óskir eru ekki endilega þær sem maður sjálfur teldi sig hafa við sömu aðstæður og því er áríðandi að geta greint á milli okkar eigin vilja og vilja konunnar. Við leitumst við að sýna þolendum stuðning, virðingu og hlýju. Við tökum með þeim skýra afstöðu og við trúum því sem þeir segja okkur. En þrátt fyrir að við leggjum okkur allar fram getur þolandi auðveldlega upplifað skoðun og skýrslu- töku eins og endurtekna árás. Við sem sinnum þeim hlutverkum getum einnig upplifað okkur sjálf eins og árásaraðila. Við leggjum áherslu á að gefa slíkum tilfmningum gaum því þannig minnkar hættan á að samskipti okkar við þolanda litist af okkar eigin þörf fyrir að finnast við vera hjálplegar. 25

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.