Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 28
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. drg. 1994 Þorgerður Ragnarsdóttir Leitum úrræða en ekki vandamála Viðtal við Margarethe Lorensen, prófessor við Háskólann í Ósló Á ráðstefnu Öldrunarfrteðafélags íslands á Hótel Loftleiðum í september 1993 var dr. Margarethe Lorensen, prófessor við hjúkr- unardeild Háskólans í Ósló, einn af aðalfyrirlesurunum. Við pað tækifæri var eftirfarandi viðtal tekið við hana fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga. Dr. Margarethe Lorensen er stríðsárabarn, fædd í Tonders á Suður-Jótlandi árið 1942. Eftir gagnfræðapróf langaði hana að læra eitthvað sem tengdist landbúnaði en föður hennar, sem var landbúnaðarverktaki, leist ekki á það. Hann vildi að hún yrði kennari, skrifstofudama eða hjúkrunarfræðingur. Það er erfitt að skilja að þessi stóra og gjörvilega kona hafi einhvern tímann þurft að láta undan síga. En kannski ber hýrt og hlýlegt yfirbragðið einmitt vott um persónu sem er seinþreytt til vandræða og vill frekar semja en láta sverfa til stáls. Hvað sem því líður og hvað sem fór á milli þeirra feðgina þarna í byrjun sjöunda áratugarins varð niðurstaðan sú að Margarethe Lorensen varð hjúkrunar- fræðingur en ekki búfræðingur. Að loknu grunnnámi í hjúkrun árið 1964 stefndi hugurinn hærra. Eftir að hafa aflað sér svolítillar starfsreynslu hóf hún nám í Danmarks sygeplejerskehojskole í Arósum og lauk þaðan prófi árið 1969. Þar er boðið upp á framhaldsnám í hjúkr- unarstjórnun og kennslufræði á háskólastigi, sem m.a. margir íslenskir hjúkrunar- fræðingar hafa lokið. En Margarethe Lorensen var enn ekki búin að fá nóg eftir dvölina þar. Til að afla sér betri undirstöðu í enskri tungu og aukinnar menntunar í hjúkrun hélt hún síðan til Bandaríkjanna þar sem hún gerði það ekki endasleppt. Hún lauk meistaragráðu í handleiðslu og ráðgjöf (guidance and counselling) frá Arizonaháskóla árið 1972. Annarri meistaragráðu í fæðingarhjúkrun lauk hún síðan frá háskólanum í Denver í Colorado ári síðar. Verkefni hennar þar vakti áhuga hennar á rannsóknum svo að hún ákvað að halda áfram námi. Doktorsprófi lauk hún loks frá ríkisháskólanum í Arizona árið 1976. Einhvern tímann á þessum árum giftist hún í Bandaríkjunum og eignaðist tvö börn. Hjónabandið entist þó ekki og árið 1976 hélt hún ein heim til Danmerkur með börnin tvö. I Danmörku var þá ekki algengt að hjúkrunarfræðingar hefðu lokið doktors- prófi. Þó hafði fyrsti danski hjúkrunarfræðingurinn, Christiane Reimann, lokið doktorsprófi frá kennaradeild Columbiaháskóla árið 1925. Hálfri öld seinna kom Margarethe Lorensen og var þá eini starfandi danski hjúkrunarfræðingurinn með doktorspróf að því er hún best veit sjálf. 28

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.