Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 29
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 „Fólk var ekki alveg meS það á hreinu hvað þaS þýddi aS vera meS doktorspróf. Fólk er óöruggt gagnvart því sem þaS þekkir ekki. Sumir fóru aS hafa áhyggjur af því aS nú yrSi fariS aS kasta rýrS á þeirra menntun og vörSu sína reynslu. Þetta varS ég náttúrlega aS skilja. “ Aðspurð segir dr. Lorensen grundvallarmun á hjúkrunarnámi í Bandaríkjunum og í Danmörku. „I Bandaríkjunum er hjúkrunarnám á háskólastigi og lýkur með B.Sc. prófi. Þar af leiðir að þeir hjúkrunarfræðingar eru færari í að safna upplýsing- um, vanari að greina vandamál og þarfir, og hæfari til að tala um rannsóknir og velta fyrir sér niðurstöðum. í þannig umhverfi er léttara að tileinka sér nýjungar,“ segir hún. Hún segist hafa tekið eftir því, þegar hún kom heim frá Bandaríkjunum, að Danir lásu minna af fagtímaritum en hún var vön. Þá voru rannsóknir nýjung þar og ekki beitt af hjúkrunarfræðingum almennt. Árið 1966 var haldinn fyrsti fundur evrópskra hjúkrunarfræðinga um rannsóknir og upp frá því urðu hjúkrunarrann- sóknir algengari í Danmörku. En hvernig var henni tekið heima, sprenglærðri konunni frá Bandaríkjunum? „Það vantaði ekki áhuga,“ segir hún. „Ég hélt fyrirlestur um rannsóknir á Jótlandi og þangað komu margir. Áhuginn var meiri meðal hjúkrunarfræðinga sem störfuðu á sjúkrahúsum en þeirra sem störfuðu innan hjúkrunarskólanna. Fólk var ekki alveg með það á hreinu hvað það þýddi að vera með doktorspróf. Fólk er óöruggt gagn- vart því sem það þekkir ekki. Sumir fóru að hafa áhyggjur af því að nú yrði farið að kasta rýrð á þeirra menntun og vörðu sína reynslu. Þetta varð ég náttúrlega að skilja.“ Á Norðurlöndum er dr. Lorensen sennilega þekktust fyrir rannsóknir sínar og hugmyndir um endurhæfingu aldraðara. Ýmsar ástæður voru fyrir þvf að hún fór að vinna við öldrunarhjúkrun þegar hún kom heim til Danmerkur. Því réðu heimilis- aðstæður og það að hún fann að þar var verk að vinna. Danir höfðu þróað bráða- þjónustu sína vel en endurhæfing orðið út undan. Auk þess líkaði henni vel að vinna með gömlu fólki. Hún spaugar með að áhuga sinn á endurhæfingu gamals fólks megi kannski þakka því hvað henni gekk vel að koma gömlu fólki, sem hafði fótbrotnað, á fætur 29

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.