Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Qupperneq 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994
Dr. Margarethe Lorensen
Endurhæfing aldraðra
Útdráttur úr erindi sem flutt var á ráðstefnu
Öldrunarfræðafélags íslands í september 1993.
(Þýðing úr ensku)
Margarethe Lorensen:
Hjúkrunarpróf í Danmörku
árið 1964, framhaldsnám við
Danmarks sygeplejerskehoj-
skole árið 1969, M.A. í
handleiðslu og ráðgjöf 1972,
M.S. í fæðingarhjúkrun 1973,
doktorspróf frá ríkisháskólan-
um í Arizona 1976. Starfandi
prófessor í hjúkrun við
Háskólann í Ósló.
Aldraðir íbúar Norðurlanda
Mikilvægt er að þeir sem móta stefnu í heil-
brigðismálum séu meðvitaðir um það að samfara
lækkandi fæðingar- og dánartíðni fer hlutfall aldr-
aðra íbúa ört vaxandi (Macfayden, 1990). Af þeim
sem eru 65 ára og eldri fjölgar þeim sem eru 80
ára og eldri hlutfallslega hraðast.
A Norðurlöndum var hlutfall þeirra íbúa, sem
eru 65 ára og eldri árið 1989, lægst á Islandi,
10,5%, en hæst í Svíþjóð, 17,8% (NOMESKO
1991).
A árunum 1966-1991 voru lífslíkur nýfæddrar
konu mestar í Svíþjóð, 80,1 ár, en minnstar í Dan-
mörku, 77,7 ár. Lífslíkur karla voru hins vegar
mestar á Islandi, 75,2 ár, en minnstar í Danmörku
og Finnlandi, 70,7 ár (NOMESKO, 1991).
Lífslíkur kvenna við fæðingu á Norðurlöndum
eru ekld einungis meiri en karla heldur er dánar-
tíðni þeirra einnig lægri í öllum aldurshópum í öll-
um löndunum fimm. Þar af leiðandi hækkar hlut-
fall kvenna í öllum aldurshópum með tímanum.
Meirihluti kvenna 75 ára og eldri eru einhleyp-
ar, ekkjur eða fráskildar, með lágar tekjur (Torrey
o.fl., 1989; Davies, 1989). Petersen og Hollnagel
(1984) fundu að læknisvitjunum fjölgar með aldri
og að konur fara oftar til læknis en karlar. Innlagnir
á sjúkrahús verða jafnvel enn tíðari með aldri og
þar eru konur einnig fjölmennari en karlar. Því má
segja að fjárhagserfiðleikar og heilsubrestur séu að
miklu leyti vandamál eldri kvenna. Þetta gæti þó
breyst í framtíðinni þar sem dánartíðni útivinnandi
kvenna af völdum hjartasjúkdóma og lungna-
krabbameins er sú sama og karla. Þetta skýrir
kannski einnig hvers vegna lífslíkur danskra kvenna
eru minni en kvenna á hinum Norðurlöndunum
því að þar er algengast að konur stundi vinnu utan
heimilis í öllum löndunum fimm.
Heilsufar aldraðra
Þó að erfitt sé að henda reiður á hve algengt er að
gamalt fólk þurfi utanaðkomandi aðstoð og
hjúkrun benda ýmsar rannsóknir til þess að ein-
ungis 6 - 8% af fólki, sem er eldra en 65 ára, hafi
fasta búsetu á elli- og hjúkrunarheimilum. Um það
bil 12 - 17% þeirra sem búa á eigin heimilum þurfa
á einhverri hjálp að halda frá aðstandendum eða
hinu opinbera. Þegar á heildina er litið búa því
flestir sem eru 65 ára og eldri við góða heilsu og
bjarga sér án utanaðkomandi hjálpar.
Algengustu dánarorsakir þeirra sem eru 65 - 74
ára er illkynja krabbamein, hjartasjúkdómar, blóð-
rásarsjúkdómar í heila, öndunarfærasjúkdómar og
utanaðkomandi orsakir (WHO, 1989).
Síðustu 20 árin virðist dánartíðni af völdum
ofangreindra sjúkdóma fara lækkatidi að krabba-
meini undanskildu. Breyttir og bættir lifnaðarhættir
hafa mikil áhrif á lífslíkur. Þó að dánartíðni
(mortality) af völdum sjúkdóma, s.s. sykursýki,
heilablóðfalls og hjartaslags, hafi læklcað benda
bandarískar tölur til þess að tíðni sjúkdómanna
(morbidity) fari hækkandi (Verbrugge, 1984).
Önnur heilsufarsvandamál, sem gera gamalt fólk
háð utanaðkomandi aðstoð, eru skert heyrn og
sjón, dettni, úrkölkun, þvagleki, verkir, óþægindi
frá stoðkerfi líkamans og andleg hrörnun.
Gamalt fólk lifir lengur með langvinna sjúk-
dóma en áður og þarfnast umönnunar fremur en
lækningar. Þess vegna er ekki fyrst og fremst þörf
fyrir þjónustu sem byggir á hugmyndafræði
læknisfræðinnar (medical model) heldur félagslega
32