Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 33
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 Heilbrigðisstarfifólk hefur alltaf lagt sig fram við að hjálpa sjúklingum, en það sem við œttum að gera er að hjálpa fólki að hjálpa sjálfu sér, og það er miklu erfiðara. þjónustu, heilsugæslu og hjúkrun (social-nursing- health model). Þörfin fyrir spítala er ekki eins brýn og fyrir heilsugæslustöðvar (health care centres) þar sem áhersla er lögð á kennslu, aðstoð, handleiðslu, endurhæfingu og stundum alhliða hjúkrun (total nursing care). Heilbrigðis- og félagsleg þjónusta fyrir gamalt fólk Þó að gamalt fólk fái aðallega þjónustu utan stofn- ana skipa sjúkrahús með öldrunar- og endur- hæfingardeildum og móttökudeildum öldrunar- lækningadeilda einnig veigamikið hlutverk. Heilsugæsla (primary health care) hefur verið efst á dagskrá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 1978 (WHO, 1978). Samt virðast úrræði sam- félagsins ekki hafa aukist í samræmi við þarfir skjól- stæðinganna. Margar rannsóknir benda til þess að aðstoð sé enn aðallega veitt inni á stofnunum, m.a. á bráðasjúkrahúsum. Rannsókn, sem gerð var árið 1992 í Danmörku og beindist að bráðainnlögnum og endurkomum á sjúkrahúsum, benti til að 15 - 20% af sjúkrahúsinnlögnum hefðu verið óþarfar ef þjónustan úti í þjóðfélaginu hefði verið fullkomnari með hvíldarplássum á hjúkrunarheimilum og sól- arhringsþjónustu heimahjúkrunar. Af sjúklingum, sem voru 70 ára og eldri, var óþarfi að leggja 59% þeirra inn á sjúkrahús (Borch-Johnsen, 1992). Við skipulagningu hjúkrunarþjónustu fyrir aldraða er mikilvægt að líta á samfélagið og sjúkrahúsin sem heild. Rökin fyrir heimaþjónustu eru þríþætt; val, kostnaður og gæði (McGilloway, 1979): 1. Gamalt fólk kýs að fá aðstoð heima. Jafnvel háaldrað lasburða fólk vill frekar vera heima hjá sér en á stofnun. 2. Þjónusta, sem veitt er utan stofnana, er ódýrari upp að vissu marki. Algengt er að fólk nái 80- 90 ára aldri nú á tímum. Svo gamalt fólk er oftast líkamlega eða andlega vanhæft og þarf aðstoð allan sólarhringinn. Nýleg rannsókn frá Hollandi bendir til að slíka umönnun sé dýrara að veita utan stofnana en innan. 3. Þjónusta, sem veitt er utan stofnana, veitir fólki meira svigrúm fyrir einkalíf, sjálfstjórn, sjálfræði 33

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.