Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 35
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994 menningarlega (socio-cultural) þætti hugtaksins auk þeirra ráða sem unnt er að grípa til. Samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu er áhersla lögð á leiðbeinandi og virkt hlutverk aðstoðarmannsins sem endurhæfir — og óvirka þátttöku sjúklingsins. Þessi skilgreining er ófullnægjandi af því að endur- hæfing er einskis virði án þátttöku skjólstæðingsins. Það verður að vekja áhuga hans/hennar og trú á eigin getu jafnhliða aðlögun að fötluninni; þetta er kjarni endurhæfingar. Heilbrigðisstarfsfólk hefur alltaf lagt sig fram við að hjálpa sjúldingum, en það sem við ættum að gera er að hjálpa fólki að hjálpa sjálfu sér, og það er miklu erfiðara. Endurhæfing aldraðra verður að eiga sér stað í samráði við fólkið og fjölskyldur þess og taka mið af menningarlegum og félagslegum sjónarmiðum þeirra. Stundum getur slík samvinna valdið árekstr- um því að markmið, viðmiðanir og gildismat sjúklingsins, fjölskyldunnar og þjónustuaðilans geta verið mismunandi. I rannsóknum Lorensen (1985) og Achterberg (1991) svöruðu hjúkrunarfræðingar og sjúklingar sama spurningalista um sjálfshjálpar- getu sjúklinganna. Hjúkrunarfræðingarnir mátu getu sjúklinganna lakari en sjúldingarnir sjálfir. Rannsóknir Kim (1991), Holter og Lorensen (1991) benda til þess að ekki sé endilega samræmi í afstöðu hjúkrunarfræðinga til þátttöku sjúldinga í ákvarðanatöku í orði og verki. I evrópskri rannsókn (Walker, 1993) kemur fram að 33,7% telja gamalt fólk sjálft dómbærast á hvaða þjónustu það þarfnast. Næst á effir kemur starfsfólk í heilbrigðis- og félagsmálageiranum, 30,2%, og síðast ættingjar eða nánir vinir, 27,8%. Afstaða hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigð- isstarfsfólks getur haft mikil áhrif á samskipti þeirra við skjólstæðinga sína á meðan á endurhæfingu stendur. Viðhorf þeirra endurspeglast í samskiptun- um og geta skipt sköpum um sjálfsmynd gamallar manneskju og framfarir við endurhæfingu. Þess vegna er mikilvægt að þjálfa fólk til starfa með fötluðu fólki þannig að það verði meðvitað um eigin viðhorf og gildismat og skilji áhrifin sem það getur haft á sjúklinga og aðstandendur þeirra (Biordi og Oermann, 1993). Rannsókn sem byggði á tilraunakennslu sýndi að fjögurra vikna námskeið með verklegum æfingum, þar sem farið var í heim- sóknir til skjólstæðinga, gat breytt viðhorfum reynds sjúkrahússtarfsfólks þannig að það varð já- kvæðara í garð gamals fólks. Kuypers og Bengtson (1973) hafa sýnt að neikvæð viðhorf í garð gamals fólks geta stuðlað að félagslegri einangrun þess og leggja til eftirfarandi líkan að félagslegri endurhæfingu þar sem þroskun innri stjórnrótar (internal control) og sjálfsöryggis er þungamiðjan. Mynd 1. Hugsanleg atburðarás félagslegrar endurhœfingar Fjölskyldan og gamalmennid Margir halda því fram að breytt fjölskyldumynstur frá stórfjölskyldu til kjarnafjölskyldu leiði til þess að gamlir þjóðfélagsþegnar verði út undan. Raunin er hins vegar önnur. Ljölskyldurnar sinna gamla fólkinu sínu nema það sé þeim ofviða fyrir sakir persónulegra, félagslegra eða efnahagslegra erfið- leika (Brody, 1977). Dönsk rannsókn (Platz, 1989,1991) sýnir að þó ættingjar sinni gömlu fólki vari sú aðstoð yfirleitt í stuttan tíma og gjarnan sé um bráðatilfelli að ræða. Algengt er að þeir aðstandendur, sem veita hjálpina, séu dætur, útivinnandi og með fjölskyldu. Ef þörfin fyrir aðstoð verður langvinn og tímafrek verður það fjölskyldum oft ofviða. Dæmi er um 74 ára gamla konu sem þvoði og verslaði í áraraðir fyrir 92 ára tengdamóður sína sem var með þvagleka. Tengdadóttirin hafði látið heimahjúkrun vita að hún gæti ekki lengur gegnt þessu hlutverki þar sem hún væri sjálf á blóðþrýstingslyfjum og 35

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.