Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Page 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Page 9
Hildigunnur Svavarsdóttir, M.Sc. hjúkrunarfræðingur og lektor við HA Hvað er það sem hefur áhrif á nýtíngu rannsókna í hjúkrun? Lykilorð: hjúkrun, rannsóknir, hagnýting rannsókna, miðlun rannsóknaniðurstaðna ÚTDRÁTTUR Tilgangur þessarar gæðabundnu rannsóknar var að lýsa þeim þáttum sem höfðu áhrif á nýtingu rannsóknaniður- staðna í hjúkrun. Rannsóknin fór fram á annasamri slysa- og bráðadeild í Bretlandi þar sem tekin voru viðtöl við fjóra hjúkrunarfræðinga. Notuð var aðferð grunnkenningarann- sókna við öflun og greiningu gagna. Rannsóknin leiddi í Ijós að niðurstöður rannsókna eru lítið notaðar af hjúkr- unarfræðingum á viðkomandi slysa- og bráðadeild. Fimm atriði skipta þar mestu. Þau eru: 1) hjúkrunarfræðingurinn sjálfur, s.s. áhugi hans og þekking, 2) hjúkrunarstéttin því að hún er ekki álitin rannsóknastétt, 3) vinnuumhverfið, t.d. tímaskortur og stuðningsleysi af hálfu stjórnenda, 4) rannsóknir og hjúkrun, s.s. eðli rannsókna og tengsl þeirra við hjúkrunarstarfið og 5) miðlun á niðurstöðum rann- sókna. Þessir þættir voru álitnir hindra að niðurstöður rannsókna væru nýttar sem hluti af hjúkrunarstarfinu. INNGANGUR Almennt er álitið að notkun rannsóknaniðurstaðna í starfi sé góð leið til að bæta hjúkrun og árangur í umönnun sjúklinga (Champagne, Tornquist og Funk, 1996). Þrátt fyrir þetta sjónarmið, svo og háværar raddir um að byggja klínískt starf á rannsóknum, benda margar heimildir til þess að hjúkrunarfræðingar noti rannsóknaniðurstöður ekki í miklum mæli og að enn sé gjá á milli hjúkrunar- rannsókna og hjúkrunarstarfs (Armitage, 1990; Champion og Leach, 1989; Lacey, 1994; Rodgers, 1994). Að áliti Rodgers (1994) er ekki nóg að horfa eingöngu á hversu mikil eða lítil hagnýtingin er, heldur þarf einnig að iíta á hvað það er sem hvetur og/eða letur hjúkrunarfræðinginn til að notfæra sér niðurstöður rannsókna. í Ijósi ofangreindra ummæla kviknaði áhugi á því að skoða hvað það væri sem hefði áhrif á það hvort hjúkrunarfræðingar nýttu sér niðurstöður rannsókna í starfi eða ekki og um það fjallar þessi rannsókn. Megintilgangur rannsóknarinnar fólst í því að bera kennsl á, lýsa og setja fram hugtakalíkan (conceptual model) sem lýsir því hvað hefur áhrif á það hvort hjúkr- unarfræðingar notfæri sér niðurstöður rannsókna í starfi eða ekki. Gengið var út frá eftirfarandi rannsóknarspurn- ingu: Hvaða atriði eru það sem hafa áhrif á notkun hjúkrunarfræðinga á niðurstöðum rannsókna? FRÆÐILEG SAMANTEKT Tranmer, Kisilevsky og Muir (1995) gerðu rannsókn með það að markmiði að meta stefnu í hagnýtingu rannsókna fyrir hjúkrunarfræðinga á bráðadeild. Með „hagnýtingu rannsókna" eiga þær við það að nýta niðurstöður rann- sókna í klínísku starfi þar sem vænst er að nýting þeirra sé til bóta í starfi. Niðurstöður Tranmer og félaga (1995) leiddu í Ijós að þegar starf hjúkrunarfræðinga er tengt við rannsóknir og klíníska þekkingu er hægt að víkka út hin „hefðbundnu" störf og vinna hjúkrunarfræðinga verður sjálfstæðari og vekur meiri ánægju. Eins og komið hefur fram benda heimildir til þess að hjúkrunarfræðingar notfæri sér lítið niðurstöður rannsókna og ber þeim nokkuð saman um hvað valdi því. Hunt (1981) nefndi fimm ástæður fyrir því að hjúkrunar- fræðingar notfærðu sér ekki rannsóknaniðurstöður í starfi. Hún sagði að hjúkrunarfræðingar vissu ekki um rann- sóknaniðurstöður, skildu þær ekki, trúðu þeim ekki, vissu ekki hvernig ætti að notfæra sér niðurstöðurnar og væri ekki leyft að nota rannsóknaniðurstöður. Það er álitamál af hverju þessar hindranir stafa. Rodgers (1994) spurði hvort það væri vegna þess að hjúkrunarfræðingarnir geta ekki eða vilja ekki lesa, trúa eða notfæra sér niðurstöður; hvort rannsakandanum takist ekki að bera kennsl á viðeigandi svið til rannsókna og mistakist að miðla niðurstöðum rann- sókna til hins almenna hjúkrunarfræðings á læsilegan og skiljanlegan hátt; eða hvort það séu mistök stofnunarinnar að styðja ekki og hvetja hjúkrunarfræðinga til að byggja Hildigunnur Svavarsdóttir lauk ■ meistaraprófi í hjúkrunarfræði frá Glasgow Caledonian-háskóla í Glasgow í Skotlandi árið 1997. Starfar nú sem lektor við heilbrigðisdeiid Háskólans á Akureyri og verkefnastjóri ■HBfeÉÉIH fræðslumála í hjúkrun á FSA. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.