Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 12
nemendur að þróa með sér jákvætt viðhorf en að sögn þátttakenda í þessari rannsókn er það einmitt unnt með því að fara á rannsóknanámskeið sem auk þess getur aukið áhuga og hjálpað hjúkrunarfræðingum að leita að upplýsingum á þeirra starfsvettvangi. Rodgers (1998) gerði könnun í Skotlandi þar sem leitað var tengsla milli meiri háskólamenntunar og hagnýtingar rannsókna og skýrðu hjúkrunarfræðingarnir frá því að með meiri mennt- un (s.s. meistaragráðu) öðluðust þeir ekki eingöngu þekk- ingu og hæfni til að meta rannsóknir og sýna fram á hag- nýt not af þeim í starfi heldur hefðu þeir einnig meira sjálfs- traust og væru líklegri til að vera gagnrýnir á hjúkrunar- starfið. Þátttakendur í rannsókninni viðurkenndu að ef hjúkr- unarfræðing á deildinni langaði til að taka þátt í rann- sóknum, fara á námskeið tengt rannsóknum eða lesa við- eigandi fræðirit, yrði hann að gera það í eigin frítíma vegna tímaskorts í vinnunni, en eðlilega eru oft aðrar skyldur heima fyrir sem taka við þegar vinnutíma lýkur og því eng- inn tími til slíks. Ég held að nánast allir þurfi að sinna einhverjum skyldum eftir vinnu. Ég held líka að þetta sé allt of streitumikið starf til þess að halda áfram að sinna vinnunni í eigin frítíma. (Þátttakandi 1) Að mati þátttakendanna I rannsókninni er sjálfur hjúkr- unarfræðingurinn að miklu leyti háður eigin þekkingu á rannsóknum ef honum á að takast að vinna með niður- stöður rannsókna í starfi en að sögn Armitage (1990) getur sllk þekking verið hvati til að breyta viðhorfum hjúkrunar- fræðinga til að hagnýta rannsóknir í starfi. Hjúkrunarstéttin Stöðugar breytingar eiga sér stað í hjúkrun sem og öðrum fræðigreinum og þurfa hjúkrunarfræðingar að átta sig betur á að hjúkrun er bæði fræðigrein og starfsgrein. Áherslur á rannsóknir og þróun í starfi eru meira áberandi nú en áður og rannsóknir eru mikilvægur hluti af hjúkrunarmenntun í dag. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Clarke og Þrocter (1999) er oft litið á þróun í starfi sem viðbót við dag- legt starf þrátt fyrir háværar raddir um að slíkt sé óaðskiljan- legur hluti af faglegri vinnu hjúkrunarfræðinga. Hicks (1996) bendir einmitt á að meðan rannsóknir séu ekki álitnar nauð- synlegur hluti af hjúkrunarstarfinu verði hjúkrunarfræðingar ekki færir um að koma rannsóknum fyrir í sínu starfi. Að mati þátttakendanna hafa hjúkrunarrannsóknir ekki náð nægilegri virðingu til þess að þær beri árangur í starfi en þeir telja að þróunin, sem orðið hefur, hjálpi hjúkr- unarfræðinni að öðlast viðurkenningu sem fræðigrein og þar með verði rannsóknir og þróun I starfi smám saman hluti af daglegri vinnu hjúkrunarfræðinga. Frekari þróun I 12 hjúkrunarmenntun (s.s. æðri prófgráður) muni einnig hjálpa hjúkrunarfræðinni að verða meira metin sem fræðigrein og þá um leið rannsóknagrein. Að mati þátttakendanna mun þetta allt reynast erfitt og taka langan tíma þangað til rannsóknir og þróun í hjúkrun verða álitin eðlilegur hluti af starfsviði hjúkrunarfræðinga. Ég held að aðalvandamálið sé það að hjúkrun er ekki nægilega viðurkennd eins og læknisfræðin ... Ég hef það á tilfinningunni að þegar hjúkrun verður meira metin sem fræðigrein þá fyrst verði það viðurkennt að rannsóknir hafi hagnýtt gildi fyrir hjúkrun, fyrir þróun sjúkrahúsþjónustu og sé sjúklingnum til góða. (Þátttakandi 2) Einn þátttakandi í rannsókninni var þó hálfsmeykur við þá þróun sem hjúkrunin stefndi í og fannst kröfurnar vera orðnar of mikiar og augljóslega í miklu ósamræmi við launaumslagið þeirra. Mér finnst að öll sú þekking, sem við eigum að búa yfir, endurspeglist alveg örugglega ekki í launa- umslaginu. (Þátttakandi 4) Starfsumhverfið Hjúkrunarfræðingarnir, sem tóku þátt í rannsókninni, voru allir sammála um að sökum anna á deildinni væri lítill tími til að fara á bókasafn, lesa, vera í umræðuhópum eða gera eitthvað annað en að hjúkra sjúklingunum. Ég held að eitt af vandamálunum sé að það séu allt of miklar kröfur gerðar til hjúkrunarfræðinga varðandi umönnun sjúklinga þannig að þeir hafa ekki tíma til að taka þátt í rannsóknaverkefnum. (Þátttakandi 3) Ef manni væri gefinn tími í vinnunni, gott mál, þá mundi maður hafa tíma. En ég hef það ekki, þú veist, það er ekki vel liðið, að minnsta kosti er ekki tími í vinnunni til að gera þess háttar. (Þátttakandi 2) Að sögn Rodgers (1994) skiptir miklu máli að hafa tíma til að ígrunda starf sitt og skapa grundvöll fyrir umræður. ígrundun (reflection) er talin ein leið til þess að auðvelda að nýjungar í starfi verði teknar upp. Bæði þátttakendurnir í þessari rannsókn og rannsak- endur, sem áður hafa birt niðurstöður slnar (Champion og Leach, 1989; McSherry, 1997; Rodgers, 1994; Tranmer o.fl., 1995), benda mikið á skort á stuðningi frá hjúkrunar- stjórnendum í tengslum við nýtingu rannsókna. Þátttak- endurnir álitu að stjórnendur ættu að sýna þeim meiri Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.