Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 13
hvatningu og áhuga til aö koma rannsóknum meira inn í klínískt starf því án þeirra stuðnings reyndist það mjög erfitt. Tengist það einmitt kvörtunum þátttakenda um tímaskort í vinnunni. Ég held að það væri miklu betra ef stjórnendur gætu gefið okkur tíma á hverjum degi eða í hverri viku til þess að viðhalda þekkingu okkar og nýta rannsóknir. (Þátttakandi 4) Annað sjónarhorn kom þó frá einum hjúkrunarstjórn- enda (sem óformlega var rætt við) en hann sagði að hjúkrunarfræðingunum væri veittur allur sá stuðningur sem þörf væri á en þeir sýndu yfirleitt lítinn áhuga á rannsókna- vinnu. Þátttakendurnir í rannsókninni virtust því vera á öndverðum meiði við stjórnendur um nýjungar í starfi eins og einnig kom fram í rannsókn Rodgers (1994) þar sem hjúkrunarfræðingum fannst þeir einskis stuðnings njóta hjá stjórnendum en stjórnendur voru þeirrar skoðunar að nýjungar í starfi væru á ábyrgð deildarhjúkrunarfræðinga. Einn þátttakandinn í rannsókninni áleit að hjúkrunar- stjórnendum stafaði ógn af yngri hjúkrunarfræðingunum á deildinni sem hefðu einhverja rannsóknaþekkingu þar sem stjórnendur væru oft eldri og hefðu því fengið minni menntun í rannsóknum. Stjórnendur hefðu því takmarkað- an áhuga á að hvetja til nýtingar á rannsóknum, einfald- lega vegna þess að þeir þekktu ekki nægilega til þeirra, og þeir væru því ákveðinn þröskuldur í þessu sambandi. Komið hefur fram í öðrum rannsóknum (Lacey, 1994; Meah, Luker og Cullum, 1996) að hjúkrunarfræðingarnir líta svo á að starfsfélagar þeirra, læknarnir, geti orðið þrándur í götu við að nýta hjúkrunarrannsóknir. Þetta sjónarhorn styðja þátttakendur þessarar rannsóknar og nefndu enn fremur að læknarnir hefðu miklu meiri mögu- leika á styrkjum til rannsókna og auk þess væru læknar og læknisfræðin meira í hávegum höfð en hjúkrunin á viðkomandi slysa- og bráðadeild. Þetta pirrar mann svolítið vegna þess að það sem við gerum er greinilega ekki eins metið og það sem þeir [læknamirj gera. (Þátttakandi 2) Rannsóknir og hjúkrun Þátttakendurnir töldu mikilvægt að byggja hjúkrun á niðurstöðum rannsókna en vegna ýmissa persónulegra og faglegra atriða hefur það ekki reynst gerlegt. Að sögn eins þátttakandans mótast vinnan á deildinni ekki af þekkingu á niðurstöðum nýjustu rannsókna heldur af hefðum og siðum sem oft og tíðum standa í vegi fyrir nýjungum. Hjúkrunarfræðingarnir eru ekki nógu gagnrýnir á störf sín og í raun eru svo margar hefðir í hjúkrun sem aldrei hafa verið rannsakaðar né gagnrýndar að hjúkrunarfræðingurinn heldur bara áfram að vinna verkin eins og þau hafa verið unnin í 50 eða 100 ár. (Þátttakandi 2) Þessi þátttakandi var mjög óánægður með slík vinnu- brögð og fannst að það leiddi til óánægju og öryggisleysis hjá sér í starfi. Hann sagði að ef maður spyrði einhvern af hverju hlutirnir væru gerðir svona en ekki öðruvísi þá væru svörin ekki á reiðum höndum heldur „þetta hefur bara verið gert svona í mörg ár“. Að sögn þátttakenda í rann- sókninni er starfsemi deildarinnar ekki byggð á niður- stöðum rannsókna þar sem við á og því hægt að segja að væntingar almennings séu sniðgengnar svo og fagstéttar- innar um að byggja hjúkrunarstarfið á rannsóknum því eins og Burrows og McLeisch (1995) halda fram telur þjóð- félagið þjónustu byggða á rannsóknum mun betri en þjónustu sem byggð er á hefðum. Þátttakendunum fannst að það sem er birt í hjúkrunar- tímaritum sé oft óviðkomandi starfi þeirra og ekki nægilega áhugavert og hefði því lítil áhrif á það hvernig hjúkrunar- fræðingarnir vinna, og er það hliðstætt skoðunum McSharry (1995) og Walsh (1997). Þátttakendurnir benda enn fremur á að það sé mikilvægt að skrifa rannsókna- niðurstöður á auðskiljanlegu máli fyrir hinn almenna hjúkr- unarfræðing og að skýr og góð framsetning myndi stuðla að bættum skilningi og þar með auka á jákvæð viðhorf til nýtingar á niðurstöðum rannsókna. Champagne og félagar (1996) benda á að rannsóknaskýrslur séu yfirleitt skrifaðar af rannsakendum fyrir aðra rannsakendur og því oft uppfullar af alls konar „rannsóknatungumáli" sem hinn almenni hjúkrunarfræðingur eigi erfitt með að skilja. Einn af þátttakendunum benti á að núverandi ímynd hjúkrunar geti útskýrt að einhverju leyti af hverju hjúkrunar- fræðingar byggja ekki starf sitt á nýjustu þekkingu og segir að þeir þurfi að horfa á hjúkrunarstéttina sem fræðilega stétt svo hægt sé að nýta rannsóknaniðurstöður betur í hjúkrun. Eins og fram hefur komið telja þátttakendur rann- sóknarinnar slíkt reynast erfitt þangað til hjúkrunarfræðin viðurkennir rannsóknir sem óaðskiljanlegan hluta hjúkrunar. Miðlun niðurstaðna Þátttakendurnir lögðu mikla áherslu á slæman aðgang að bókasafni og lélegt úrval nýrra tímarita og bóka innan þess sjúkrahúss sem hér um ræðir og hindraði það starfsfólk í að leita sér upplýsinga. Það [aðgangur að bókasafnij er mikill ókostur. Það er mjög stórt vandamál hér. Það er ómögulegt að halda sér við. (Þátttakandi 1) Þátttakendurnir upplýstu að þessi slysa- og bráðadeild 13 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.