Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Blaðsíða 14
væri ekki áskrifandi að neinum sérhæfðum tímaritum og fram kom að sumir höfðu ekki hugmynd um að þessi sérhæfðu tímarit væru til. Þegar þátttakendurnir voru spurðir hvernig best væri að koma nýrri þekkingu á fram- færi voru ýmis atriði nefnd, svo sem klínískir fundir, umræðuhópar og tímaritaklúbbar svo eitthvað sé nefnt. Ég vildi að hér væri hringrás tímarita eða fólk tæki þátt í tímaritaklúbbum þar sem það kæmi með greinar sem það hefur lesið og vakið áhuga þeirra, s.s. um slysa- og bráðahjúkrun. Greinarnar yrðu svo kynntar fyrir samstarfsfólki viku- eða mánaðar- lega. Það væri mjög áhugavert. (Þátttakandi 3) Að sögn þátttakenda í þessari rannsókn er ekki hægt að koma við tímaritaklúbbum vegna kostnaðar fyrir stofnunina en samkvæmt niðurstöðum Akinsanya (1994) og Burrows og McLeisch (1995) eru tímaritaklúbbar hentugir til að koma fólki saman, lesa ákveðnar greinar og ræða svo hagnýtingu þeirra upplýsinga sem fram koma. Enn fremur bentu þátttakendur í rannsókninni á að það að hafa forystumann á deildinni, sem væri viljugur að leggja sitt af mörkum til að virkja og auka áhuga hjúkrunarfræð- inganna varðandi nýtingu rannsókna, væri ein leið til að tryggja að ný þekking komist tii skila, en að þeirra sögn gat enginn hjúkrunarfræðingur talist vera forystumaður á þessu sviði á þessari slysa- og bráðadeild. Þetta sam- ræmist rannsóknum Champion og Leach (1989) og Rodgers (1994) um að það sé nauðsynlegt að hafa sterka forystu tii þess að hagnýting rannsókna geti átt sér stað. UMRÆÐA Niðurstöður rannsóknarinnar sýna greinilega gjá á milli hjúkrunar eins og hún er stunduð í dag og hjúkrunar byggðrar á rannsóknum, á þessari ákveðnu slysa- og bráðadeild. Almennt er viðurkennt að hjúkrunarfræðingurinn beri ábyrgð á umönnun sjúklinga (Clarke og Þrocter, 1999) en það virðist ekki vera eins Ijóst hver ber ábyrgðina og nýtir tækifærin til að þróa og hagnýta rannsóknaniðurstöður sem snerta þessa umönnun. Höfundur álítur að það sé sameiginleg ábyrgð hins almenna hjúkrunarfræðings, rannsakenda og stjórnenda að stuðla að og fylgjast með þróun, þátttöku og hagnýtingu rannsóknaniðurstaðna í starfi. Það er mikilvægt að rannsakandi geri ekki bara rannsóknir rannsóknanna vegna heldur stuðli að hagnýt- um rannsóknum í samvinnu við starfandi hjúkrunarfræð- inga þar sem leitað er eftir skýringu á þeim klínísku vanda- málum sem hjúkrunarfræðingar fást við í daglegu starfi. Þátttakendur í rannsókninni svo og niðurstöður annarra rannsókna (Armitage, 1990; Champion og Leach, 1989; 14 Funk o.fl., 1991; Rodgers, 1994) hafa ítrekað nefnt tak- markaðan stuðning frá stjórnendum og það gefur þau ótvíræðu skilaboð að stjórnendur þurfi að sýna meiri stuðning hinum almenna hjúkrunarfræðingi og hvetja hann til að nýta sér niðurstöður rannsókna. Stuðningur frá stjórnendum getur birst í margvíslegri mynd, svo sem með tímaritaklúbbum, vinnudögum og þátttöku í ráðstefnum. Slíkt kostar allt peninga en þrátt fyrir mikið fjársvelti heilbrigðisstofnana má líta svo á að það sé fjárfesting til lengri tíma að breyta hjúkrunarstarfi úr hjúkrun byggðri á hefðum og venjum yfir í hjúkrun byggða á rannsóknum eða nýjustu þekkingu þar sem við á. Tranmer og félagar (1995) benda á í þessu sambandi að hjúkrunarmeðferð, sem er meira byggð á hefðum, geti verið dýrari þegar til lengri tíma er litið og líta svo á að það sé verðugt verkefni fyrir hjúkrunarstjórnendur að móta stefnu varðandi forystu, stuðning, mannafla og peninga sem stuðli að því að rannsóknir og nýjungar hafi meira vægi í klínískri hjúkrun. Hafi stjórnendur ekki nægilega rannsóknamenntun, eins og þátttakendur álíta, gæti lausnin verið að bjóða upp á rannsóknanámskeið einungis fyrir stjórnendur þar sem slík námskeið gætu aukið sjálfstraust og áhuga stjórnandans á því að hvetja hinn almenna hjúkrunarfræðing til að notfæra sér niðurstöður rannsókna. Þó má ekki gleyma því að grunnforsendan er hjúkrunarfræðingurinn sjálfur, hann verður að hafa einhverja þekkingu á rannsóknum, sýna áhuga og vera viljugur að breyta starfsháttum sínum í samræmi við niðurstöður rannsókna ef þær henta, því án áhuga hans er stuðningur stjórnenda gagnslítill. Sé hjúkr- unarfræðingurinn fær um að lesa niðurstöður rannsókna, meta hvort þær eru viðeigandi og gera áætlanir, vera í fararbroddi og hagnýta rannsóknir á sínu klíníska sviði þá er hann um leið að þróa sinn faglega bakgrunn sem síðan getur aukið sjálfstraust hjúkrunarfræðingsins og gert hann hæfari til þess að vera gagnrýnni á eigin störf, en það er nauðsynlegt til að einhver þróun eigi sér stað. Það er ekki markmiðið hér að alhæfa út frá niðurstöð- um þessarar rannsóknar. Það hefur samt sem áður verið reynsla höfundar eftir að hafa rætt niðurstöðurnar við íslenska hjúkrunarfræðinga að niðurstöðurnar komi þeim ekki á óvart svo það kann að vera réttlætanlegt að telja þær hafa nokkurt almennt gildi. Nauðsynlegt er að haida áfram slíkum rannsóknum og telur höfundur fróðlegt að athuga hvernig staða mála er hér á landi þar sem hjúkrunarfræðimenntunin er mismunandi í þessum tveimur löndum. Á íslandi hefur menntun íslenskra hjúkrunarfræð- inga verið á háskólastigi í um 25 ár en markmiðið í Bretlandi hefur verið að koma allri hjúkrunarfræðimenntun á háskólastig í kringum aldamótin. Framkvæmd svipaðrar rannsóknar væri því verðugt rannsóknarverkefni fyrir íslenska rannsakendur til að kanna hvort íslenskir hjúkr- unarfræðingar glíma við sama vandamál og starfsfélagar þeirra í Bretlandi um hagnýtingu rannsókna í starfi. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.