Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Qupperneq 18
afskipti hjúkrunarkvenna á íslandi af byggingu Landspítal- ans. Árið 1927 verður aðallega til umfjöllunar því það ár var mjög viðburðaríkt í sögu hjúkrunarstéttarinnar hér á landi og Sigríður Eiríksdóttir, hjúkrunarkona og formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, kemur þar mikið við sögu. íslenskra hjúkrunarkonur halda á mót Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum Rúmum einum og hálfum mánuði eftir að Alexandrína, drottning Danmerkur og íslands, hafði lagt hornstein að Landspítalanum árið 1926 héldu hjúkrunarkonurnar Sigríður Eiríksdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, Bjarney Samúelsdóttir, fulltrúi í Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum, Jórunn Bjarnadóttir, yfirhjúkrunarkona á Kleppsspítalanum, og Jóna Guðmundsdóttir, yfirhjúkrunar- kona á Sjúkrahúsi ísafjarðar, á fulltrúamót Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (Ársskýrsla, 1927). Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (SSN-sam- tökin) voru samtök hjúkrunarkvennafélaga Danmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar, stofnuð árið 1920. Eitt af mark- miðum samtakanna var þriggja ára hjúkrunarmenntun. Árið 1923 varð Félags íslenskra hjúkrunarkvenna aðili að þessum samtökum. Æðsta vald í Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum var í höndum fulltrúaráðsins og var það skipað þremur aðalfulltrúum og þremur varafulltrúum frá hverju landi, en formaður hvers félags var sjálfkjörinn fyrsti fulltrúi síns félags í fulltrúaráðinu. (María Pétursdóttir, 1969). í fulltrúaráði Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlönd- um sátu á þessum tíma nær eingöngu forstöðukonur stærri spítala í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Voru þær jafnframt brautryðjendur í hjúkrunarmálum og höfðu mikla reynslu í þeim málum (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000a). Formaður samtakanna var fröken Charlotte Munck, forstöðukona Bisbjerg Hospitalet í Kaupmanna- höfn, og var hún einnig formaður Dansk Sygeptejerád (danska hjúkrunarfélagsins). Árið 1913 ákváðu borgar- yfirvöld í Kaupmannahöfn að ráða hjúkrunarkonu sem forstöðukonu spítalans og varð Charlotte Munck fyrir valinu. Þótti það mikill sigur fyrir danska hjúkrunarfélagið að ráðin var forstöðukona við spítalann sem jafnframt varð yfirmaður hjúkrunarkvenna spítalans (En Forstanderinde paa Bisbjerg Hospital, 1912). Charlotte Munck var mjög vel menntuð hjúkrunarkona. Hún hafði lokið þriggja ára hjúkrunarnámi frá Presbyterian Hospital í New York árið 1910. Eftir hjúkrunarnámið hóf hún 1/2 árs nám í stjórnum við Columbia University í New York. Frá því hún útskrifaðist í hjúkrun hafði hún starfað sem yfirhjúkrunarkona á húð- sjúkdómadeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Árið 1913 var hún ráðin forstöðukona við Bisbjerg Hospitalet \ Kaupmannahöfn sem var um 800 sjúkrarúma spítali sem aðallega tók við sjúklingum með smitsjúkdóma. Samhliða því að sjá um yfirstjórn hjúkrunar á spítalanum sá Charlotte Munck um kennslu hjúkrunarnema við spltalann 18 Charlotte Munck, forstöðukona Bisbjerg Hospitalet i Kaup- mannahöfn og formaður Sam- vinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum frá árinu 1921- 1932. Charlotte Munck var einnig formaður Dansk Syge- plejerád frá 1927-1932. Tidsskrift for Sygepleje 1913. 13:9, bls. 289. (Forstanderinden paa Bisbjerg Hospital, 1913). Fulltrúamót Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum, sem stóð dagana 6.-9. ágúst árið 1926, var haldið í Stokk- hólmi í Svíþjóð (Syke- pleierskers Samarbeide i Norden, 1926). (slensku hjúkrunarkonurnar með Sigríði Eiríksdóttur í broddi fylkingar höfðu I hyggju að leita ráða og fá leiðbeiningar hjá reynslu- miklum starfssystrum sín- um varðandi hjúkrunar- nám á hinum væntanlega Landspítala. í erindi Sigríðar Eiríksdóttur, sem hún flutti á mótinu, kom fram að engra breytinga yrði að vænta í námi hjúkrunarnema á íslandi fyrr en Landspítalinn tæki til starfa. Með opnun spítalans (árið 1930) flyttist hjúkrunarnám alfarið til íslands. Þá taldi Sigríður að þær hjúkrunarkonur, sem starfa ættu á hinum væntanlega Landspítala, ætti að ráða með löngum fyrirvara svo að þær gætu undirbúið sig vel undir hjúkrunarstörf á spítalanum. Þá kom einnig fram mjög athyglisverð athugasemd frá Sigríði. Hún var á þá leið að enginn fulltrúi íslensku hjúkrunarstéttarinnar ætti sæti í „Landspítalanefndinni". Taldi Sigríður að í öllu undirbúningsstarfi í tengslum við hjúkrunarnám við Landspítalann og í öllu öðru sem snerti hjúkrunarstörf á spítalanum væri mjög mikilvægt að koma hjúkrunarkonu inn í nefndina (Sigríður Eiríksdóttir, 1927a). Eins og fram kom í greininni „Þáttur kvenna í stofnun Landspítalans" í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga sátu í þessari nefnd fjórir læknar og ein kona. Læknarnir voru Guðmundur Thoroddsen, Jón Hjaltalín Sigurðsson, Halldór Steinsson og Guðmundur Hannesson prófessor. Kona, sem skipuð var í umrædda nefnd, var Ingibjörg Hákonardóttir Bjarnason, formaður „Landspítalasjóðs íslands" (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000b). Með athugasemd Sigríðar hefur íslensk hjúkrunarkona í fyrsta sinn afskipti af Landspítalanum. í lok erindi síns fór Sigríður fram á við stjórn Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum að fá ráð og leiðbeiningar varðandi Landspítalann og hvatti þær til að koma til íslands vegna þessa til að aðstoða þær við að undirbúa breytt hjúkrunarnám á íslandi og við annað sem viðvék hjúkrun á spítalanum. Þær hefðu mikia reynslu í þessum efnum. Lét Sigríður þess getið að ef nokkurn tíma yrði nauðsynlegt að fá fulltrúaráð Samvinnu hjúkrunar- kvenna Norðurlanda til íslands væri það einmitt áður en Landspítalann tæki til starfa (Sigríður Eiríksdóttir, 1927a). Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.