Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 23
Hjúkrunarkonurnar i Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norður- löndum og Sæmundur Bjarnhéðinsson, yfirlæknir á Holds- veikaspitalanum í Laugarnesi. Fremst til vinstri á myndinni situr Bergljot Larsson, formaður Norsk Sykepleierskeforbund, Charlotte Munck, formaður SSN-samtakanna, Sæmundur Bjarnhéðinsson, yfirlæknir Holdsveikraspitalans i Laugarnesi, Christophine Mikkeline Bjarnhéðinsson, eiginkona Sæmundar, og heiðursgestur Félags islenskra hjúkrunar- kvenna, Hedvig Post, yfirhjúkrunarkona Welanderhjemmet í Kaupmannahöfn, Greta Mueller, forstöðukona Frederika Bremer-Förbundet sjuksköterskebyraa í Stokkhólmi. Önnur röð frá vinstri: Harriet Kjær, yfirhjúkrunarkona Holdsveikra- spitalans í Laugarnesi, Bjarney Sigriður Samúelsdóttir, hjúkr- unarkona hjá Hjúkrunarfélaginu Líkn, Sigríður Eiriksdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarkvenna, Magdalena Agústa Guðjónsdóttir, yfirhjúkrunarkona á Vífilsstaðaspítala, Sólborg Guðríður Bogadóttir, hjúkrunarkona, Bertha Wellin, formaður Svensk Sjuksköterskeförening av 1910, Helmi Dahlström, yfirhjúkrunarkona, Viborg Lánssjukhus i Finn- landi, óþekkt hjúkrunarkona, Sonja Koroneff, yfirhjúkrunar- kona í Helsingfors i Finnlandi, óþekkt hjúkrunarkona, Bugge, forstöðukona Sindsygehospitalet i Nykobing á Sjálandi í Danmörku, Elisabet Lind, verksmiðjuhjúkrunarkona i Svíþjóð. Siðan þrjár hjúkrunarkonur sem eru óþekktar. kvenna stuttu eftir heimsókn hjúkrunarkvenna Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum, sagði þetta: það hafa verið lærdómsríkir dagar fyrir hina ungu íslensku hjúkrunarstétt, að fá hingað brautryðjendur á sviði hjúkrunarmála á Norðurlöndum og geta hlustað á þessa hugsjónaríku fullhuga ræða sam- eiginleg áhugamál. Það er ósk vor og von, að land og þjóð, gegnum hina íslensku hjúkrunarstétt, eigi eftir að njóta ávaxtanna af því sem sáð hefir verið á þessum dögum. (Hjúkrunarmótið 12.-22. júní 1927). Samkvæmt þessum orðum hefur heimsókn hinna erlendu hjúkrunarkvenna haft mikil áhrif á íslenskar hjúkr- unarkonur. Þær höfðu þá eindregnu ósk að forysta hjúkr- unarmála væru í höndum hjúkrunarkvenna eins og þekktist á hinum Norðurlöndunum. Víða á sjúkrahúsum á hinum Norðurlöndunum höfðu læknar ekki forystu hjúkrunarmála í sínum höndum heldur voru það hjúkrunarkonurnar sjálfar. Þannig vildu hjúkrunarkonur hafa það á íslandi. Hinn 22. júní árið 1927 fóru hjúkrunarkonurnar i Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum til sins heima. Heimsókn hjúkrunarkvennanna til íslands vakti mikla athygli bæjarbúa. Þegar strandferðaskipið ísland sigldi úr höfn klukkan 8 að kvöldi hafði fjöldi fólks safnast saman við bryggjuna til að kveðja hjúkrunarkonurnar. Þessi mynd var tekin við það tæki- færi. Sænska hjúkrunarkonan, Bertha Wellin, kallaði frá þilfari skipsins þegar það lagði frá bryggju: „Lifi ísland og íslend- ingar,“ og fólkið á hafnarbakkanum tók undir með húrra- hrópum. Vel heppnaðri og skemmtiiegri heimsókn var lokið. Urslit kosninganna Kosningar til Alþingis fóru fram 9. júlí árið 1927. Þá var aðeins að bíða og sjá hverjir tækju við stjórnartaumum að þeim loknum. Fljótlega eftir að kosningaúrslit urðu kunn og sýnt var að stjórn landsins, þ.e. íhaldsflokkurinn, var komin í minnihluta baðst hún lausnar (Nýja stjórnin, 1927). í bók Guðjóns Friðrikssonar, Dómsmálaráðherrann. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu, segir að sjaldan hafi orðið eins afgerandi umskipti á stjórn landsins og dagana 26. og 27. ágúst árið 1927. Frá völdum fór stjórn íhaldsflokks- ins en við tók stjórn Framsóknarflokksins. Og þeir sem voru þungmiðjumenn í þessari nýju stjórn voru Tryggvi Þórhallsson, sem varð forsætisráðherra, Magnús Kristjánsson, fjármálaráðherra, og Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmála- og kirkjumálaráðherra. Dómsmálaráð- herra var yfirmaður heilbrigðismála á þessum tíma. Markmið Framsóknarflokksins á þessum tíma var að efla sveitir landsins og íslenskan landbúnað (Guðjón Friðriks- son, 1992). Þá var bara að sjá hvort hin nýja stjórn hefði í hyggju að Ijúka við byggingu spítala fyrir alla landsmenn. Fulltrúar í Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum höfðu óskað eftir því við Sigríði Eiríksdóttur að fá fréttir af úrslitum Alþingiskosninganna. í skjalasafni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er til bréf sem Sigríður Eiríksdóttir skrif- aði til Berthu Wellin, formanns Svensk Sjuksköterske- förening av 1910 (sænska hjúkrunarkvennafélagsins) fljót- lega eftir að úrslit kosninganna urðu Ijós. í bréfinu tilkynnir Sigríður Bertu að Framsóknarflokkurinn, ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar, hafi tekið við stjórnartaumum. íhalds- flokkurinn eigi enn þingmenn á þingi en þeir séu í minni- 23 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.