Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Side 25
Ásta St. Thoroddsen lektor við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala - háskólasjúkrahúsi Hvað er upplýsingatækni? Námskeið um upplýsinga- tækni Sl. vor var haldið námskeið á meistarastigi um upplýsinga- tækni í hjúkrun í námsbraut í hjúkrunarfræði, en það var heiti hjúkrunarfræðideildar á þeim tíma. Námskeiðið var sambland af net- og fjarkennslu og tóku 60 stúdentar frá 4 löndum, Svíþjóð, Noregi, lowafylki í Bandaríkjunum og íslandi, þátt í því. Þrjátíu stúdentar voru á Norðurlöndunum (þar af 15 á Islandi) og 30 í Ameríku. Á námskeiðinu voru nemendur m.a. þjálfaðir í aðferðum við að vinna úr gögnum og afla upplýsinga. M.a. var fjallað um rafræna sjúkraskrá, flokk- unarkerfi í hjúkrun, lágmarksvistunargögn sem nauðsynleg eru til úrvinnslu, fjarheilsugæslu, rannsóknir og menntun og stuðning við ákvarðanatöku með aðstoð tölvu. Áhugi á námskeiðinu var mikill og unnu stúdentar að mörgum hagnýtum verkefnum á sviði upplýsingatækni. Verkefnin, sem voru ólík innbyrðis og fjölluðu um ýmis svið upplýsinatækninnar, voru kynnt á ráðstefnu um upplýs- ingatækni í hjúkrun sem haldin var á Grand hóteli í september sl. Þá ráðstefnu sóttu yfir 200 hjúkrunarfræð- ingar. Hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands mun halda áfram samstarfi á sviði upplýsingatækni við þessa fjóra háskóla og verður námskeiðið endurtekið á vorönn 2001. Ljóst er að nám hjúkrunarfræðinga þarf að taka sífellt meira mið af meðhöndlun upplýsinga og tækninýjungum en þeim fylgja jafnframt oft áleitnar spurningar. Gert er ráð fyrir að rafrænar sjúkraskrár verði teknar upp alls staðar í heilbrigðiskerfinu innan skamms. Efni námskeiðsins um upplýsingatækni miðaði einmitt að því að undirbúa hjúkr- unarfræðinga undir umræðu, spurningar og ákvarðana- töku sem tengjast notkun gagna, upplýsinga og þekkingar sem nauðsynleg er fyrir heilbrigðisþjónustuna. Tölvutækni og upplýsingatækni Þó tölvur séu nauðsynlegar upplýsingatækninni fjallar hún þó ekki um tölvur. Upplýsingatækni í hjúkrun fjallar í stuttu máli um meðhöndlun gagna í hjúkrun sem nýst getur hjúkrunarfræðingum beint við að veita betri hjúkrun eða óbeint með því að styðja við rannsóknir, kennslu og stjórnun. Upplýsingatækni í hjúkrun er orðin ein af sér- greinum hjúkrunar. Hún sameinar hjúkrunarfræði, tölvunar- fræði og upplýsingafræði með því að koma auga á, safna saman, meðhöndla og stýra gögnum og upplýsingum sem styðja við hjúkrunarstarfið, stjórnun, kennslu, rann- sóknir og eflingu þekkingar í hjúkrun. Upplýsingatæknin styður þannig við allar sérgreinar í hjúkrun, á öllum sviðum, alls staðar, hvort sem um er að ræða á grunnsviðum eða sérhæfðari sviðum hjúkrunar. Kröfur um aukin gæði, skil- virkni, einstaklingshæfðari hjúkrun og rafrænar sjúkraskrár eru meðal þeirra þátta sem ýtt hafa undir þróun þessa nýja sviðs. Skráning hjúkrunar á tölvutæku formi Forsendan fyrir því að upplýsingatækni í hjúkrun nýtist hjúkrunarfræðingum og skjólstæðingum hjúkrunarfræð- inga er að skráning hjúkrunar sé samræmd alls staðar á landinu og að upplýsingar sem skráðar eru í tölvu séu kóðaðar. Hér á landi hafa hjúkrunarfræðingar verið fljótir að tileinka sér notkun flokkunarkerfa í hjúkrun, s.s. NANDA og NIC til að skrá hjúkrunargreiningar og meðferð. Flokkunarkerfið NANDA hefur verið notað í kennslu í mörg ár og NlC-flokkunarkerfið hefur einnig verið notað á síðustu árum. Þessi flokkunarkerfi eru til staðar í sjúkraskrárkerfinu SÖGU sem flestir hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum nota við hjúkrunarskráningu í dag. SAGA hefur einnig verið notuð á slysadeild Landspítala í Fossvogi í fjögur ár og heldur skemur á nokkrum öðrum deildum Landspítala. Gögn, upplýsingar, þekking Vert er að velta lítillega fyrir sér hvað orðið upplýsingar merkir í samhengi við upplýsingatækni. Sem hugtak hafa upplýsingar þrjár merkingar: Gögn, upplýsingar og þekkingu. Gögn (data) eru aðgreinanlegar einingar, staðreyndir án túlkunar. Gögn, sem hafa verið túlkuð og sett fram á skipulegan hátt, eru upplýsingar. Upplýsingar, sem hafa hins vegar verið settar í samband við annað, t.d. þar sem tengsl á milli hluta, atvika og atriða eru skýrð, eru þekking. Þekkingu má síðan nota til að taka ákvarðanir sem og til að búa til nýja þekkingu. Upplýsingar úr hjúkrun og um hjúkrun eru afar mikilvægar fyrir hjúkrunarstarfið og þróun hjúkrunar. Þær eru forsendan fyrir þróun nýrrar þekkingar í hjúkrun og þar með hjúkrunar sem fræðigreinar. í Ijósi þess þurfa allir hjúkrunarfræðingar að hafa ákveðna færni til að bera til að meðhöndla upplýsingar og koma þeim á framfæri. í dag- 25 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.