Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2001, Síða 28
víða um land mun innleiðing og þróun rafrænnar skráningar heilsufarsupplýsinga á þessum sjúkrastofnunum geta orðið að veruleika fyrr en ella enda um dýrt og viðamikið verkefni að ræða. íslensk erfðagreining ehf. styður heils hugar verkefni heilbrigðisstofnana um þróun og innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár enda er slík sjúkraskrá, sem skráir heilsufarsupplýsingar á staðlaðan og kóðaðan hátt, ein forsenda þess að fyrirtækið geti í framtíðinni fengið afrit af ópersónugreinanlegum heilsufarsgögnum til flutnings í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Kostir rafrænnar hjúkrunarskráningar Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og koma víðast að móttöku og umönnun sjúklinga. Það fellur því í hlut hjúkrunarfræðinga að skrá drjúgan hluta heil- brigðisupplýsinga. Kostir rafrænnar skráningar umfram pappírsbundnar heilsufarsupplýsingar (sjá mynd 1 um ókosti pappírsbundinnar heilsufarsskráningar) varða hjúkr- unarfræðinga því afar miklu í daglegu starfi. Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins um upplýsingatækni í heilbrigðismálum eru helstu kostirnir þessir: • auknir möguleikar á samfelldri meðferð • greiðari aðgangur að upplýsingum og hraðari upp- lýsingamiðlun sem leiðir til skjótari og vandaðari ákvarðanatöku • aukið öryggi við varðveislu gagna • betri notkun fjármagns, tækja og mannafla. Greiðari aðgangur að upplýsingum tryggir samfelld- ari meðferð Rafræn skráning getur veitt betri og skjótari yfirsýn yfir heilsufarssögu og heilsu einstaklings. Sé skráningin ekki bara rafræn heldur einnig nettengd innan stofnunar, er sjúkraskráin ekki lengur staðbundið verkfæri sem aðeins einn notandi hefur aðgang að í einu. Hún tryggir sam- felldari þjónustu þar eð upplýsingar úr henni nýtast öllum heilbrigðisstéttum sem koma að þjónustu við sjúklinginn þegar og þar sem upplýsinganna er þörf. Samkvæmt fyrr- greindu riti heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um stefnumótun í upplýsingamálum heilbrigðiskerfisins verður svonefnt heilbrigðisnet hluti af upplýsingakerfi framtíðar- innar. Heilbrigðisnetið er öruggt net tölvutenginga sem getur flutt heilsufarsupplýsingar á milli stofnana. Þannig geta mikilvægar heilsufarsupplýsingar, sem nauðsynlegar eru skjótri og áreiðanlegri heilbrigðisþjónustu, verið til staðar hvar sem sjúklingur leitar þjónustunnar, hvort sem er á heilsugæslu eða á bráðamóttöku sjúkrahúss. Aukið öryggi við varðveislu gagna Með bættu aðgengi að heilsufarsupplýsingum aukast áhyggjur manna af því að aðilar óviðkomandi meðferð sjúklinga hafi aðgang að viðkvæmum gögnum og jafnvel 28 • Jafnvel innan stofnunar eru mismunandi hættir við röðun blaða og efnis inn í sjúkraskrár. • Blöð geta ruglast og „týnst“ innan eða utan skrárinnar. • Algengt er að sömu upplýsingarnar séu margskráðar. • Blöð með mikilvægum upplýsingum um sjúkling skila sér ekki strax inn í skrána. • Upplýsingar eru oftast handskrifaðar og mislæsilegar. • Túlkun upplýsinga í pappírsskrám er oft erfiðleikum bundin. Samanburður gagna milli einstaklinga og stofnana er illmögulegur, gögn eru á mismunandi formi (ýmist tölur, texti, mismunandi skammstafanir, litamerkingar o.s.frv.). • Erfitt getur reynst að setja gögn í samhengi við atburðarás í sjúkrasögu sjúklings, t.d. dagsetningar geta reynst illlæsilegar, rangt færðar eða ekki til staðar. • Illmögulegt er að greina mikilvæg gögn frá öðrum minna mikilvægum í pappírsskrám. • Erfitt reynist að greina mynstur atburða, svo sem þróun einkenna eða árangur yfir ákveðin tímabil. Mynd 1. Ókostir pappirsskráðrar heilsufarsskráningar skv. samantekt Wyatt og Wright (1998). verði meiri hætta á að þau verði misnotuð á einhvern hátt. Tölvuvæðing sjúkraskráa gerir hins vegar kleift að vernda persónuleg heilsufarsgögn einstaklinga enn betur en unnt er í pappírsbundnum skrám. Skilgreina má aðgengi að heilsufarsupplýsingum eftir hlutverki þess sem annast sjúklinginn þannig að einungis þeir sem þurfa að sjá gögn- in hafi aðgang að þeim hverju sinni. Aðgengi má einnig stýra eftir mikilvægi og skilgreindri „viðkvæmni" gagnanna. Þannig gæti hugsast að allir sem koma að heilbrigðisþjón- ustu við sjúkling hafi aðgang að ofnæmisupplýsingum hans, en t.d. einungis læknar og hjúkrunarfræðingar hafi aðgang að æviferli sjúklingsins. Stuðningur við upplýsingasöfnun og ákvarðanatöku Rafræn sjúkraskrá getur stutt hjúkrunarfræðinga við upp- lýsingasöfnun, val hjúkrunargreininga, ákvarðanir um með- ferð og mat á árangri hjúkrunar. Til að rafræn sjúkraskrá geti veitt svo víðtækan stuðning í klínísku starfi þarf hjúkr- unarskráningin öll að vera á stöðluðu formi. Með stöðluöu formi er átt við að sömu hjúkrunarupplýsingum er safnað og þær skráðar um sjúklinga á sama hátt, óháð því hvaða hjúkrunarfræðingur safnar og/eða skráir upplýsingarnar. Til að slík stöðlun verði möguleg verður fyrst og fremst að styðjast við flokkunarkerfi hjúkrunarupplýsinga. Dæmi um flokkunarkerfi innan hjúkrunar, sem flestum mun kunnugt, eru heilsufarslyklar Marjory Gordon (Gordon, 1982) sem íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa lengi stuðst við varðandi upplýsingasöfnun og hjúkrunarmat sjúklinga (Landlæknis- embættið, 1999) (sjá mynd 2). Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 77. árg. 2001

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.